Stórfellt svindl með ávexti og grænmeti Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. maí 2022 07:00 Frá matarmarkaði í Cartagena. Vísir/Jóhann Hlíðar Fleiri tonnum af ávöxtum og grænmeti er smyglað ár hvert til Spánar frá ríkjum Norður-Afríku og þau síðan seld sem spænskar afurðir. Ríkisstjórnin ætlar að skera upp herör gegn þessu umfangsmikla svindli. Spánn er langstærsti framleiðandi ávaxta og grænmetis í Evrópu. Ríki Evrópusambandsins rækta tæp 100 milljónir tonna af ávöxtum og grænmeti á ári hverju og fjórðungur þess kemur frá Spáni. Það kann því að koma mörgum á óvart að í þeirri miklu matarkistu sem Andalúsía á Suður-Spáni er, viðgengst stórfellt svindl með ávexti og grænmeti. Grænmeti frá Norður-Afríku blandað við það spænska Fleiri tonn af tómötum, appelsínum, paprikum eru flutt inn til Spánar í skjóli nætur frá Marrokkó, Egyptalandi og Tyrklandi. Afurðirnar eru teknar úr upprunapakkningunum og síðan merktar á ný sem spænsk framleiðsla eða þeim er hreinlega blandað saman við spænska framleiðslu. Svindlið hleypur á milljónum evra og nú hefur spænska þingið ákveðið að grípa í taumana. Ríkisstjórn sósíaldemókrata hyggst veita sjálfsstjórnarhéruðunum auknar valdheimildir til að spyrna við þessum vörusvikum. Það er mikið í húfi, bæði innanlandsframleiðsla og það sem er ekki síður mikilvægt, hið góða orðspor sem fer af spænskum ávöxtum og grænmeti. Í hinum innfluttu matvælum finnast oft leifar af áburði og öðrum efnum sem eru bönnuð innan Evrópusambandsins. Matarmarkaðurinn í Cartagena.Vísir/Jóhann Hlíðar Sex sinnum ódýrara að rækta grænmeti í Norður-Afríku Hvati bændanna er hins vegar mikill þegar kemur að peningum. Sem dæmi má nefna að það kostar andvirði 8 íslenskra króna að framleiða kíló af tómötum í Marokkó, en á Spáni kostar það um 50 krónur. Samkeppnin er því erfið og grjóthörð. Á síðustu tveimur árum hafa eftirlitsmenn framkvæmt 838 stikkprufur og sektað þá sem hafa orðið uppvísir að svindli um alls 448.000 evrur, andvirði 63 milljóna íslenskra króna. En hvernig áttu að geta haldið uppi skilvirku eftirliti með nokkrum eftirlitsmönnum þegar þúsundir vöruflutningabíla aka landshorna á milli á hverri einustu nóttu? Talsmaður ávaxta- og grænmetisbænda, Andrés Góngora, segir í samtali við spænska dagblaðið El País, að menn leggi ekki einu sinni mikið á sig til að fela svindlið. Á hverjum einasta degi megi sjá þúsundir pakkninga frá ríkjum Norður-Afríku á sorphirðustöðum í Andalúsíu. Og annar talsmaður ræktenda segir í samtali við sama blað, að viðurlögin séu svo væg, að þó þú sért staðinn að verki, þá borgar sig að greiða sektina og halda áfram að svindla. Spánn Matur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Spánn er langstærsti framleiðandi ávaxta og grænmetis í Evrópu. Ríki Evrópusambandsins rækta tæp 100 milljónir tonna af ávöxtum og grænmeti á ári hverju og fjórðungur þess kemur frá Spáni. Það kann því að koma mörgum á óvart að í þeirri miklu matarkistu sem Andalúsía á Suður-Spáni er, viðgengst stórfellt svindl með ávexti og grænmeti. Grænmeti frá Norður-Afríku blandað við það spænska Fleiri tonn af tómötum, appelsínum, paprikum eru flutt inn til Spánar í skjóli nætur frá Marrokkó, Egyptalandi og Tyrklandi. Afurðirnar eru teknar úr upprunapakkningunum og síðan merktar á ný sem spænsk framleiðsla eða þeim er hreinlega blandað saman við spænska framleiðslu. Svindlið hleypur á milljónum evra og nú hefur spænska þingið ákveðið að grípa í taumana. Ríkisstjórn sósíaldemókrata hyggst veita sjálfsstjórnarhéruðunum auknar valdheimildir til að spyrna við þessum vörusvikum. Það er mikið í húfi, bæði innanlandsframleiðsla og það sem er ekki síður mikilvægt, hið góða orðspor sem fer af spænskum ávöxtum og grænmeti. Í hinum innfluttu matvælum finnast oft leifar af áburði og öðrum efnum sem eru bönnuð innan Evrópusambandsins. Matarmarkaðurinn í Cartagena.Vísir/Jóhann Hlíðar Sex sinnum ódýrara að rækta grænmeti í Norður-Afríku Hvati bændanna er hins vegar mikill þegar kemur að peningum. Sem dæmi má nefna að það kostar andvirði 8 íslenskra króna að framleiða kíló af tómötum í Marokkó, en á Spáni kostar það um 50 krónur. Samkeppnin er því erfið og grjóthörð. Á síðustu tveimur árum hafa eftirlitsmenn framkvæmt 838 stikkprufur og sektað þá sem hafa orðið uppvísir að svindli um alls 448.000 evrur, andvirði 63 milljóna íslenskra króna. En hvernig áttu að geta haldið uppi skilvirku eftirliti með nokkrum eftirlitsmönnum þegar þúsundir vöruflutningabíla aka landshorna á milli á hverri einustu nóttu? Talsmaður ávaxta- og grænmetisbænda, Andrés Góngora, segir í samtali við spænska dagblaðið El País, að menn leggi ekki einu sinni mikið á sig til að fela svindlið. Á hverjum einasta degi megi sjá þúsundir pakkninga frá ríkjum Norður-Afríku á sorphirðustöðum í Andalúsíu. Og annar talsmaður ræktenda segir í samtali við sama blað, að viðurlögin séu svo væg, að þó þú sért staðinn að verki, þá borgar sig að greiða sektina og halda áfram að svindla.
Spánn Matur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira