Mikilvægt að fella meirihlutann Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 11:57 Ómar Már Jónsson og fjölskylda hans. Vísir/Sigurjón Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. Hann mætti á kjörstað í Ölduselsskóla um klukkan 11:30 í dag. „Dagurinn leggst rosalega vel í mig,“ sagði Ómar og bætti við að kosningabaráttan hefði verið rosalega skemmtileg. „Ég er eitt af þessum nýju andlitum sem hafa verið að gefa kost á sér til að starfa í þágu íbúanna og mér finnst það hafa tekist vel. Mér finnst ég hafa fengið mikinn stuðning og ég vona svo innilega að ég fái stuðning til þess að fara inn í borgarstjórn. Því ég tel að ég geti haft raunveruleg áhrif.“ Ómar sagði erfitt að greina kannanir almennilega því um fimmtíu prósent fólks vildi ekki gefa upp afstöðu sína. Miðflokkurinn hefði margfaldað fylgi sitt í Reykjavík í kosningabaráttunni og væri á mikilli siglingu. Varðandi það hver hans fyrstu verk yrðu, komist hann í bæjarstjórn sagði Ómar að miðflokkurinn hefði skapað sér gríðarlega sérstöðu. Þau væru alfarið á móti Borgarlínunni og vildu standa vörð um flugvöllinn í Vatnsmýri og setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. „Þeir hafa ekki verið áberandi á borðinu hjá borgarstjórn. Þetta hefur verið einhver sérhagsmunagæsla sem ég skil ekki og við þurfum að breyta því hjá borginni. Borgin á að vera að sinna íbúum sínum fyrst og fremst.“ Ómar sagðist tilbúinn til að taka að sér embætti borgarstjóra og sagði að hann myndi leysa það vel af hendi. Aðalmálið væri þó í dag að komast í borgarstjórn og fella meirihlutann. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 „Í dag upplifi ég aðallega þakklæti“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist nú á leið til fundar við félaga sína í Sjálfstæðisflokknum þar sem þau ætli að klára þennan síðasta dag í kosningunum, heyra í fólki og „sigla þessu heim í kvöld“. 14. maí 2022 11:30 „Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. 14. maí 2022 11:28 Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Hann mætti á kjörstað í Ölduselsskóla um klukkan 11:30 í dag. „Dagurinn leggst rosalega vel í mig,“ sagði Ómar og bætti við að kosningabaráttan hefði verið rosalega skemmtileg. „Ég er eitt af þessum nýju andlitum sem hafa verið að gefa kost á sér til að starfa í þágu íbúanna og mér finnst það hafa tekist vel. Mér finnst ég hafa fengið mikinn stuðning og ég vona svo innilega að ég fái stuðning til þess að fara inn í borgarstjórn. Því ég tel að ég geti haft raunveruleg áhrif.“ Ómar sagði erfitt að greina kannanir almennilega því um fimmtíu prósent fólks vildi ekki gefa upp afstöðu sína. Miðflokkurinn hefði margfaldað fylgi sitt í Reykjavík í kosningabaráttunni og væri á mikilli siglingu. Varðandi það hver hans fyrstu verk yrðu, komist hann í bæjarstjórn sagði Ómar að miðflokkurinn hefði skapað sér gríðarlega sérstöðu. Þau væru alfarið á móti Borgarlínunni og vildu standa vörð um flugvöllinn í Vatnsmýri og setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. „Þeir hafa ekki verið áberandi á borðinu hjá borgarstjórn. Þetta hefur verið einhver sérhagsmunagæsla sem ég skil ekki og við þurfum að breyta því hjá borginni. Borgin á að vera að sinna íbúum sínum fyrst og fremst.“ Ómar sagðist tilbúinn til að taka að sér embætti borgarstjóra og sagði að hann myndi leysa það vel af hendi. Aðalmálið væri þó í dag að komast í borgarstjórn og fella meirihlutann.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 „Í dag upplifi ég aðallega þakklæti“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist nú á leið til fundar við félaga sína í Sjálfstæðisflokknum þar sem þau ætli að klára þennan síðasta dag í kosningunum, heyra í fólki og „sigla þessu heim í kvöld“. 14. maí 2022 11:30 „Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. 14. maí 2022 11:28 Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00
„Í dag upplifi ég aðallega þakklæti“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist nú á leið til fundar við félaga sína í Sjálfstæðisflokknum þar sem þau ætli að klára þennan síðasta dag í kosningunum, heyra í fólki og „sigla þessu heim í kvöld“. 14. maí 2022 11:30
„Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. 14. maí 2022 11:28
Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51