Innlent

Mikil gleði við kjör­staði: „Ég kýs eins og konan – alltaf það sama“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kjósendur voru flestir á því máli að kosningabaráttan hefði byrjað seint og verið nokkuð innihaldslaus.
Kjósendur voru flestir á því máli að kosningabaráttan hefði byrjað seint og verið nokkuð innihaldslaus. vísir/kristján

Frá­bært veður og Euro­vision hafa sett svip sinn á kjör­daginn. Við heyrðum í kjós­endum við kjör­staði í Reykja­vík sem voru í góðu skapi en fannst lítið hafa farið fyrir kosninga­bar­áttunni.

Kjör­staðir opnuðu klukkan níu í morgun og var kjörsókn afar góð í Reykjavík í morgun þó dregið hafi talsvert úr henni seinni partinn. 

Sumir kjós­endur mættu á fínum bílum, aðrir nýta sér ferðina á kjör­stað sem fjöl­skyldu­stund og ein­hverjir til að komast út í göngu­túr.

Hér er hægt að sjá spjall okkar við nokkra kjós­endur síðan í morgun:

Flestir áttu sér sam­eigin­legt að hafa þótt kosninga­bar­áttan heldur lengi að fara af stað og áttu margir mjög erfitt með að á­kveða hvert at­kvæðið færi í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×