„Veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 14. maí 2022 18:07 Martha Hermannsdóttir. Vísir/Hulda Margrét Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þór, var sár með að hafa dottið úr leik eftir tap gegn Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna. Valur sigrar einvígið 3-1. „Ég er rosalega sorgmædd og við vorum alls ekki tilbúnar að fara í sumarfrí, alltof snemmt, það er ennþá snjór hérna í fjöllunum, en Valsstelpur þær mættu bara rosa tilbúnar og mér fannst við svona pínu þreyttar og það sást pínu, það er náttúrulega rosa stutt á milli leikja og við vorum að keyra heim beint eftir leik á fimmtudag og ég er ekki tilbúin að fara í sumarfrí en það er bara eins gott að Valsstelpur taki þá þennan titil fyrst þær unnu okkur.” Það tók KA/Þór 8 mínútur að skora fyrsta mark leiksins og þær lenda 4-0 og 7-2 undir. Hvað var gangi í upphafi leiksins? „Ef ég gæti sagt það, húsið var frábært eins og í síðasta heimaleik og stuðningurinn var frábær en ég veit ekki hvort við vorum stressaðar með það að nú var pressan á okkur að ef við myndum tapa þá værum við búnar en mér leið samt ekki þannig fyrir leik. Mér fannst við pínu svona hægar og eins og við værum pínu þreyttar og aðeins lengi að koma okkur í gang en auðvitað er erfitt að elta þetta lið en það munaði litlu hérna í lokin að minnka þetta niður í eitt en svona er þetta.” „Að vera komnar þara yfir 7 til 8 mörk í Valsheimilinu og missa það svo niður það er ótrúlega erfitt og við ræddum það alveg að reyna halda góðu köflunum sem lengstum en svona er þetta,” sagði Martha og var augljóslega svekkt yfir að hafa ekki náð að sigra einn leik fyrir sunnan. Martha er 39 ára gömul og hefur margja fjöruna sopið en er ekki alveg tilbúin að gefa það út strax að skórnir séu farnir upp í hilluna frægu. „Ég hugsaði þetta fyrir leik, ætlar þetta að verða síðasti leikurinn minn? En skrokkurinn svona er ekkert rosalega góður þannig ég ætla bara að taka stöðuna í sumar og sjá hvernig ég verð.” Það er erfitt að ætla enda ferilinn eftir þennan leik. „Og það var erfitt að enda þetta í fyrra sem Íslandsmeisari, ég ætlaði aldeilis að taka annað tímabil þannig ég veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt,” sagði Martha að lokum og gat brosað þrátt fyrir sárt tap. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48 „Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
„Ég er rosalega sorgmædd og við vorum alls ekki tilbúnar að fara í sumarfrí, alltof snemmt, það er ennþá snjór hérna í fjöllunum, en Valsstelpur þær mættu bara rosa tilbúnar og mér fannst við svona pínu þreyttar og það sást pínu, það er náttúrulega rosa stutt á milli leikja og við vorum að keyra heim beint eftir leik á fimmtudag og ég er ekki tilbúin að fara í sumarfrí en það er bara eins gott að Valsstelpur taki þá þennan titil fyrst þær unnu okkur.” Það tók KA/Þór 8 mínútur að skora fyrsta mark leiksins og þær lenda 4-0 og 7-2 undir. Hvað var gangi í upphafi leiksins? „Ef ég gæti sagt það, húsið var frábært eins og í síðasta heimaleik og stuðningurinn var frábær en ég veit ekki hvort við vorum stressaðar með það að nú var pressan á okkur að ef við myndum tapa þá værum við búnar en mér leið samt ekki þannig fyrir leik. Mér fannst við pínu svona hægar og eins og við værum pínu þreyttar og aðeins lengi að koma okkur í gang en auðvitað er erfitt að elta þetta lið en það munaði litlu hérna í lokin að minnka þetta niður í eitt en svona er þetta.” „Að vera komnar þara yfir 7 til 8 mörk í Valsheimilinu og missa það svo niður það er ótrúlega erfitt og við ræddum það alveg að reyna halda góðu köflunum sem lengstum en svona er þetta,” sagði Martha og var augljóslega svekkt yfir að hafa ekki náð að sigra einn leik fyrir sunnan. Martha er 39 ára gömul og hefur margja fjöruna sopið en er ekki alveg tilbúin að gefa það út strax að skórnir séu farnir upp í hilluna frægu. „Ég hugsaði þetta fyrir leik, ætlar þetta að verða síðasti leikurinn minn? En skrokkurinn svona er ekkert rosalega góður þannig ég ætla bara að taka stöðuna í sumar og sjá hvernig ég verð.” Það er erfitt að ætla enda ferilinn eftir þennan leik. „Og það var erfitt að enda þetta í fyrra sem Íslandsmeisari, ég ætlaði aldeilis að taka annað tímabil þannig ég veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt,” sagði Martha að lokum og gat brosað þrátt fyrir sárt tap.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48 „Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Umfjöllun: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48
„Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða