Áður en viðbrögð við flutningnum eru lesin er ráð að kynna sér hann en horfa má á atriði systranna í spilaranum hér að neðan.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið sér tíma til að horfa á Eurovision þrátt fyrir mikilvægar kosningar í dag. Hún segist hafa fengið gæsahúð við áhorfið.
Þetta var gæsahúðarflutningur. Til hamingju Systur, þið voruð algjörlega stórkostlegar! #12stig
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) May 14, 2022
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands, segir systurnar hafa staðið sig með sóma en hún virðist vera með hugann við kosningarnar.
Mikið voru systurnar flottar og okkur til sóma. Góð og falleg upphitun fyrir önnur úrslit kvöldsins #12stig
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 14, 2022
Margir eru einnig ánægðir með stuðning systranna við Úkraínu, þeirra á meðal eru uppistandarinn Stefán Vigfússon og varaþingmaðurinn Halldór Auðar Svansson
Mikið voru systurnar flottar og okkur til sóma. Góð og falleg upphitun fyrir önnur úrslit kvöldsins #12stig
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 14, 2022
Frábær flutningur hjá Systrum. Salurinn greinilega að fíla þetta. Og kveðja til Úkraínu í lokin. Getum verið stolt af þessu framlagi. #12stig
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) May 14, 2022
Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson sparar ekki hólið og líkir systrunum við sjálfan Jón forseta.
Sómi Íslands, sverð og skildir #Systur #12stig
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) May 14, 2022
Tanja Ísfjörð, einn meðlima Öfga, var himinlifandi með flutninginn.
ÉG ER MEÐ ALLAR TILFINNINGARNAR. VEL GERT SYSTUR. #12stig
— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) May 14, 2022
Allir glaðir
Viðbrögð við flutningi systranna hafa nánast einungis verið jákvæð, hluta af þeim má sjá hér að neðan:
ÓGEÐSLEGA FLOTT #12stig
— nóri (@arnorsteinn) May 14, 2022
Gæsahúð, gæsahúð og meiri gæsahúð! #12stig
— Bríet (@Brietsigurjonsd) May 14, 2022
Enn og aftur brill #ISL #12stig
— Erna Kristín (@ernakrkr) May 14, 2022
Gæsahúð!!! #12stig
— Arnór Bogason (@arnorb) May 14, 2022
Solid hjá systrum! Miklu betri flutningur en í undanúrslitunum #12stig
— Sandra (@sandra_gudmunds) May 14, 2022