Erlent

Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fólk safnaðist saman fyrir utan verslunarmiðstöðina eftir skotárásina.
Fólk safnaðist saman fyrir utan verslunarmiðstöðina eftir skotárásina. Derek Gee/AP

Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch.

Fréttaveitan AP greinir frá þessu. Maðurinn hafði áletrað byssu sína með slanguryrði sem hvítir þrælahaldarar notuðu yfir dökka þræla sína. Þá er hann sagður vera gyðingahatari og trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins. Íbúar hverfisins sem verslunarmiðstöðin er staðsett í eru langflestir dökkir á hörund. 

Byssumaðurinn var klæddur í skothelt vesti og var með svartan hjálm á meðan hann skaut á gesti í verslunarmiðstöðinni.

Maðurinn var handtekinn fyrir utan verslunarmiðstöðina og gaf hann sig sjálfur fram. Samkvæmt vitnum gekk hann út, kastaði byssunni sinni frá sér, kraup niður á hné og beið eftir því að vera handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×