Flokkurinn náði inn fjórum mönnum í sveitarstjórn, en J-listi bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar þremur.
Á vef Skessuhorns kemur fram að litlu hafi munað á framboðinu, en D-listinn hlaut 48 atkvæðum fleiri en J-listinn. Hlaut D-listi 446 atkvæði en J-listi 398. Auðir seðlar og ógildir voru 39. Á kjörskrá voru 1.206 og greiddu 883 atkvæði.
Kristinn Jónasson mun því áfram gegna embætti bæjarstjóri en fyrir kosningar var tilkynnt að hann yrði bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna.
Í Snæfellsbæ er meðal annars að finna Ólafsvík, Hellissand og Rif.