Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2022 14:46 Payton Gendron í dómsal í nótt. AP/Mark Mulville Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. Ellefu af þeim þrettán sem hann skaut voru dökkir á hörund. Hann skaut fjóra fyrir utan verslun í Buffalo, þar af þrjá sem dóu, og fór svo inn í verslunina þar sem hann hélt skothríðinni áfram. „Þetta var bókstaflega glæpur sem framinn var vegna haturs,“ hefur New York Times eftir John Garcia, fógeta. Hann lýsti fjöldamorðinu sem „hreinni illsku“. AP fréttaveitan segir að meðal hinna látnu sé Aaron Salter, fyrrverandi lögregluþjónn sem starfaði sem öryggisvörður í versluninni. Hann skaut nokkrum skotum að árásarmanninum og hæfði hann einu sinni en Gendron var í skotheldu vesti og særðist ekki. Hann skaut öryggisvörðinn til bana. Hin 86 ára gamla Ruth Whitfield var einnig meðal hinna látnu. Var í beinni útsendingu Gendron sýndi árásina í beinni útsendingu á netinu með myndavél sem hann hafði komið fyrir á hjálmi sínum. Forsvarsmenn Twitch, þar sem hann streymdi frá árásinni, segja þó að lokað hafi verið á útsendinguna innan við tveimur mínútum eftir að skothríðin hófst. Árásarmaðurinn virðist aðhyllast kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Það er samkvæmt löngu skjali sem hann birti á netinu skömmu fyrir árásina. Í skjalinu lýsti hann einnig vilja sínum til að myrða svart þeldökkt fólk. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Hér má sjá myndband frá því þegar Gendron var færður fyrir dómara í nótt. Gendron hafði skrifað á byssu sína og var skriftin sýnileg á myndbandi hans. Meðal annars hafði hann skrifað N-orðið svokallaða og einnig: „Hér eru bæturnar ykkar“, og vísaði hann þar til umræðu um að afkomendur þræla í Bandaríkjunum ættu að fá bætur frá ríkinu. Hann hafði einnig skrifað töluna fjórtán á byssuna. Það er sömuleiðis tilvísun í slagorð hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Þegar lögregluþjóna bar að garði beindi Gendron byssu sinni fyrst að sjálfum sér en lögregluþjónar fengu hann til að leggja hana frá sér og gefast upp. Hann var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli með margra skota magasín, sem ólöglegt er í New York. Hér að neðan má sjá upphaf streymis Gendron, áður en árásin hófst. Það síðasta sem hann sagði áður en hann fór úr bíl sínum og skaut konu var: „Maður verður bara að vaða í þetta, er það ekki? Þetta er endirinn. Hér.“ Moments before the shooter opened fire on people loading their groceries in their car in front of the store. (Not graphic, cuts before gunfire erupts.) pic.twitter.com/b2efL7zShq— Doge (@IntelDoge) May 14, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. 14. maí 2022 21:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ellefu af þeim þrettán sem hann skaut voru dökkir á hörund. Hann skaut fjóra fyrir utan verslun í Buffalo, þar af þrjá sem dóu, og fór svo inn í verslunina þar sem hann hélt skothríðinni áfram. „Þetta var bókstaflega glæpur sem framinn var vegna haturs,“ hefur New York Times eftir John Garcia, fógeta. Hann lýsti fjöldamorðinu sem „hreinni illsku“. AP fréttaveitan segir að meðal hinna látnu sé Aaron Salter, fyrrverandi lögregluþjónn sem starfaði sem öryggisvörður í versluninni. Hann skaut nokkrum skotum að árásarmanninum og hæfði hann einu sinni en Gendron var í skotheldu vesti og særðist ekki. Hann skaut öryggisvörðinn til bana. Hin 86 ára gamla Ruth Whitfield var einnig meðal hinna látnu. Var í beinni útsendingu Gendron sýndi árásina í beinni útsendingu á netinu með myndavél sem hann hafði komið fyrir á hjálmi sínum. Forsvarsmenn Twitch, þar sem hann streymdi frá árásinni, segja þó að lokað hafi verið á útsendinguna innan við tveimur mínútum eftir að skothríðin hófst. Árásarmaðurinn virðist aðhyllast kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Það er samkvæmt löngu skjali sem hann birti á netinu skömmu fyrir árásina. Í skjalinu lýsti hann einnig vilja sínum til að myrða svart þeldökkt fólk. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Hér má sjá myndband frá því þegar Gendron var færður fyrir dómara í nótt. Gendron hafði skrifað á byssu sína og var skriftin sýnileg á myndbandi hans. Meðal annars hafði hann skrifað N-orðið svokallaða og einnig: „Hér eru bæturnar ykkar“, og vísaði hann þar til umræðu um að afkomendur þræla í Bandaríkjunum ættu að fá bætur frá ríkinu. Hann hafði einnig skrifað töluna fjórtán á byssuna. Það er sömuleiðis tilvísun í slagorð hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Þegar lögregluþjóna bar að garði beindi Gendron byssu sinni fyrst að sjálfum sér en lögregluþjónar fengu hann til að leggja hana frá sér og gefast upp. Hann var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli með margra skota magasín, sem ólöglegt er í New York. Hér að neðan má sjá upphaf streymis Gendron, áður en árásin hófst. Það síðasta sem hann sagði áður en hann fór úr bíl sínum og skaut konu var: „Maður verður bara að vaða í þetta, er það ekki? Þetta er endirinn. Hér.“ Moments before the shooter opened fire on people loading their groceries in their car in front of the store. (Not graphic, cuts before gunfire erupts.) pic.twitter.com/b2efL7zShq— Doge (@IntelDoge) May 14, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. 14. maí 2022 21:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. 14. maí 2022 21:29