Einar kannast ekki við fullyrðingar síns gamla vinnustaðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2022 19:37 Einar Þorsteinsson segir ekkert hæft í því að viðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks um myndun borgarmeirihluta séu hafnar. Hann gerir borgarstjórastólinn ekki að skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi, líkt og kom fram í máli hans í sérstökum umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir engar óformlegar viðræður um myndun meirihluta hafnar af sinni hálfu. Hvorki við Sjálfstæðisflokk né aðra. Ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í kvöld að óformlegar meirihlutaviðræður í Reykjavík hafi hafist í dag á milli oddvita Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir fengu tíu borgarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum í gær og þyrftu því minnst tvo fulltrúa til viðbótar til að mynda meirihluta. Samkvæmt frétt RÚV snúa viðræður flokkanna tveggja að möguleikanum á samstarfi með Viðreisn og Flokki fólksins, en þeir fengu einn fulltrúa hvor. Framsókn fékk fjóra fulltrúa í kosningunum en Sjálfstæðisflokkurinn sex. Spjallaði við Hildi á leiðinni upp í RÚV Einar segir að fréttir Ríkisútvarpsins, hvar hann var áður fréttamaður, af óformlegum viðræðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins séu ekki réttar. „Það er nú dálítið skemmtilegt í svona ástandi, þar sem allir eru einhvern veginn að spá í það sem er að gerast. Ég veit ekki alveg hvaðan þessi frétt er komin,“ sagði Einar í sérstökum umræðuþætti á Stöð 2 um niðurstöður kosninganna, þegar hann var spurður út í hinar meintu viðræður. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, greiðir hér atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Telja verður líklegt að þar sé um að ræða atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm Hann segir að bæði hann og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, hafi verið í viðtali á Sprengisandi í Bylgjunni í dag. Þaðan hafi þau farið samferða í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti, til þess að mæta í umræðuþáttinn Silfrið. „Við spjölluðum um pólitík þar, við Hildur. En það var mjög óformlegt spjall.“ Og ekkert haft Þórdísi Lóu [Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar] og Kolbrúnu [Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins] í aftursætinu á meðan? „Nei, þær voru ekki einu sinni í skottinu“ sagði Einar í gamansömum tón. „Það er bara ekkert að gerast,“ sagði Einar. Dóra mun sakna Lífar Í þættinum sagði Dagur B. Eggertsson þá að fulltrúar meirihlutans, sem féll í kosningunum í gær, og stillt saman strengi sína. Fyrr í dag var greint frá því að Vinstri græn, sem héldu sínum borgarfulltrúa og voru aðili að meirihlutasamstarfi síðasta kjörtímabils, myndu ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Dóra Björt, oddviti Pírata, sagði að sér kæmi ákvörðun VG öðrum þræði á óvart. „Þetta er auðvitað þeirra ákvörðun. Við höfum áður heyrt af því að það hafi stundum verið þessi þrýstingur, af því að í síðustu kosningum fengu þau inn einn fulltrúa en höfðu vonast eftir meiru. En ákváðu að ganga til meirihlutasamstarfs þó,“ sagði Dóra. Flokkarnir hefðu unnið saman að grænum málefnum og feminískum málum, sem sannarlega væru málefni sem VG setti á oddinn. „Þannig að þetta eru vonbrigði fyrir okkur og leitt að horfa á eftir Líf. Hún hefur verið með okkur og við höfum verið í góðu samstarfi,“ sagði Dóra. Dagurinn í dag hefði farið í að ræða við fjölmiðla, meta stöðuna og ræða við stuðningsfólk. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í kvöld að óformlegar meirihlutaviðræður í Reykjavík hafi hafist í dag á milli oddvita Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir fengu tíu borgarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum í gær og þyrftu því minnst tvo fulltrúa til viðbótar til að mynda meirihluta. Samkvæmt frétt RÚV snúa viðræður flokkanna tveggja að möguleikanum á samstarfi með Viðreisn og Flokki fólksins, en þeir fengu einn fulltrúa hvor. Framsókn fékk fjóra fulltrúa í kosningunum en Sjálfstæðisflokkurinn sex. Spjallaði við Hildi á leiðinni upp í RÚV Einar segir að fréttir Ríkisútvarpsins, hvar hann var áður fréttamaður, af óformlegum viðræðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins séu ekki réttar. „Það er nú dálítið skemmtilegt í svona ástandi, þar sem allir eru einhvern veginn að spá í það sem er að gerast. Ég veit ekki alveg hvaðan þessi frétt er komin,“ sagði Einar í sérstökum umræðuþætti á Stöð 2 um niðurstöður kosninganna, þegar hann var spurður út í hinar meintu viðræður. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, greiðir hér atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Telja verður líklegt að þar sé um að ræða atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm Hann segir að bæði hann og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, hafi verið í viðtali á Sprengisandi í Bylgjunni í dag. Þaðan hafi þau farið samferða í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti, til þess að mæta í umræðuþáttinn Silfrið. „Við spjölluðum um pólitík þar, við Hildur. En það var mjög óformlegt spjall.“ Og ekkert haft Þórdísi Lóu [Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar] og Kolbrúnu [Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins] í aftursætinu á meðan? „Nei, þær voru ekki einu sinni í skottinu“ sagði Einar í gamansömum tón. „Það er bara ekkert að gerast,“ sagði Einar. Dóra mun sakna Lífar Í þættinum sagði Dagur B. Eggertsson þá að fulltrúar meirihlutans, sem féll í kosningunum í gær, og stillt saman strengi sína. Fyrr í dag var greint frá því að Vinstri græn, sem héldu sínum borgarfulltrúa og voru aðili að meirihlutasamstarfi síðasta kjörtímabils, myndu ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Dóra Björt, oddviti Pírata, sagði að sér kæmi ákvörðun VG öðrum þræði á óvart. „Þetta er auðvitað þeirra ákvörðun. Við höfum áður heyrt af því að það hafi stundum verið þessi þrýstingur, af því að í síðustu kosningum fengu þau inn einn fulltrúa en höfðu vonast eftir meiru. En ákváðu að ganga til meirihlutasamstarfs þó,“ sagði Dóra. Flokkarnir hefðu unnið saman að grænum málefnum og feminískum málum, sem sannarlega væru málefni sem VG setti á oddinn. „Þannig að þetta eru vonbrigði fyrir okkur og leitt að horfa á eftir Líf. Hún hefur verið með okkur og við höfum verið í góðu samstarfi,“ sagði Dóra. Dagurinn í dag hefði farið í að ræða við fjölmiðla, meta stöðuna og ræða við stuðningsfólk.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira