Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. maí 2022 10:27 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. vísir/vilhelm Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í Reykjavík ætla að halda saman í meirihlutaviðræðum næstu daga. Frá þessu greindi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í samtali við Vísi í morgun. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir þessa stöðu sérkennilega. „Við höfum átt í samtölum við nokkra oddvita að undanförnu og það hefur gengið ágætlega. Manni finnst þessi staða sérkennileg ekki síst vegna þess að meirihlutinn féll með nokkuð afgerandi hætti. Hann féll líka eftir síðustu kosningar þannig að það er auðvitað skýr lýðræðisleg niðurstaða og ákall eftir þessar kosningar á breytingar og breytt mynstur flokka í borginni, þannig þetta finnst mér auðvitað sérkennileg nálgun á málin en það er auðvitað nógur tími eftir og alls konar þreifingar í gangi. Ég er enn vongóð,“ sagði Hildur. Vill ræða við alla Hildur segist búin að ræða við nokkra oddvita. „Allt svona óformlegs eðlis og engar formlegar viðræður hafnar neins staðar en mér finnst eðlilegt að oddviti stærsta flokksins setji sig í samband við aðra oddvita. Sjálfstæðisflokkurinn er breiður flokkur og við útilokum aldrei neina og getum unnið með öllum þannig mér finnst sjálfsagt að tala við alla.“ Ljóst er að töluvert verður um þreifingar í borginni í dag og næstu daga. Hildur segir að oddvitar flokkanna verði að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninganna. „Flokkarnir verða að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er auðvitað þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn að loknum þessum kosningum. Þeir flokkar sem boðuðu breytingar fengu líka ríkan stuðning heilt yfir þannig það þarf auðvitað líka að virða lýðræðið.“ Lítið um breytingar ákveði Framsókn að vera varahjól undir föllnum meirihluta Framsóknarflokkurinn boðaði breytingar í borginni. Finnst þér líklegt að það verði breytingar ef Framsóknarflokkur ákveður að mynda meirihluta með flokkum sem setið hafa í meirihluta; Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum? „Það er mjög ólíklegt að það verði breytingar. Framsóknarflokkurinn boðaði nýja nálgun og ákveðnar breytingar í borginni og að ganga inn í meirihluta þar sem þau [Framsóknarflokkurinn] hafa eingöngu fjóra menn af þrettán, þá hafa þau auðvitað ekki mikinn styrk til að breyta þeim áherslum sem nú hafa verið uppi. Þannig ég sé ekki fyrir mér að borgarbúar fái miklar breytingar ef þau ákveða að vera varahjól undir þessum fallna meirihluta.“ Gefur ekkert upp um fundi dagsins Ert þú að fara á fund með einhverjum í dag? Oddvita Framsóknarflokksins til dæmis? „Ég er þegar búin að eiga einhverja fundi og einhver samtöl og eins og ég segi þá erum við bara að taka stöðuna á öllum.“ Með hverjum hefur þú átt fundi í morgun? „Ég ætla ekkert að gefa upp um það en ég hitti auðvitað bæði borgarstjóra og oddvita Framsóknar í viðtali uppi í útvarpshúsi í dag og við áttum samtal í kjölfarið.“ Og eru fyrirhugaðir fundir í dag? „Það eru fyrirhugaðir einhverjir fundir í dag já.“ Og þú vilt ekki gefa upp með hverjum? „Eins og ég segi þá er ég að tala við alla.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir „Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 16. maí 2022 08:35 Kosningavaktin: Viðræður um landið og línur skýrast Línur eru farnar að skýrast víða um land hvaða flokkar muni reyna að ná saman og mynda meirihluta, í þeim sveitarfélögum þar sem einn flokkur náði ekki meirihluta. 16. maí 2022 18:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í Reykjavík ætla að halda saman í meirihlutaviðræðum næstu daga. Frá þessu greindi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í samtali við Vísi í morgun. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir þessa stöðu sérkennilega. „Við höfum átt í samtölum við nokkra oddvita að undanförnu og það hefur gengið ágætlega. Manni finnst þessi staða sérkennileg ekki síst vegna þess að meirihlutinn féll með nokkuð afgerandi hætti. Hann féll líka eftir síðustu kosningar þannig að það er auðvitað skýr lýðræðisleg niðurstaða og ákall eftir þessar kosningar á breytingar og breytt mynstur flokka í borginni, þannig þetta finnst mér auðvitað sérkennileg nálgun á málin en það er auðvitað nógur tími eftir og alls konar þreifingar í gangi. Ég er enn vongóð,“ sagði Hildur. Vill ræða við alla Hildur segist búin að ræða við nokkra oddvita. „Allt svona óformlegs eðlis og engar formlegar viðræður hafnar neins staðar en mér finnst eðlilegt að oddviti stærsta flokksins setji sig í samband við aðra oddvita. Sjálfstæðisflokkurinn er breiður flokkur og við útilokum aldrei neina og getum unnið með öllum þannig mér finnst sjálfsagt að tala við alla.“ Ljóst er að töluvert verður um þreifingar í borginni í dag og næstu daga. Hildur segir að oddvitar flokkanna verði að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninganna. „Flokkarnir verða að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er auðvitað þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn að loknum þessum kosningum. Þeir flokkar sem boðuðu breytingar fengu líka ríkan stuðning heilt yfir þannig það þarf auðvitað líka að virða lýðræðið.“ Lítið um breytingar ákveði Framsókn að vera varahjól undir föllnum meirihluta Framsóknarflokkurinn boðaði breytingar í borginni. Finnst þér líklegt að það verði breytingar ef Framsóknarflokkur ákveður að mynda meirihluta með flokkum sem setið hafa í meirihluta; Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum? „Það er mjög ólíklegt að það verði breytingar. Framsóknarflokkurinn boðaði nýja nálgun og ákveðnar breytingar í borginni og að ganga inn í meirihluta þar sem þau [Framsóknarflokkurinn] hafa eingöngu fjóra menn af þrettán, þá hafa þau auðvitað ekki mikinn styrk til að breyta þeim áherslum sem nú hafa verið uppi. Þannig ég sé ekki fyrir mér að borgarbúar fái miklar breytingar ef þau ákveða að vera varahjól undir þessum fallna meirihluta.“ Gefur ekkert upp um fundi dagsins Ert þú að fara á fund með einhverjum í dag? Oddvita Framsóknarflokksins til dæmis? „Ég er þegar búin að eiga einhverja fundi og einhver samtöl og eins og ég segi þá erum við bara að taka stöðuna á öllum.“ Með hverjum hefur þú átt fundi í morgun? „Ég ætla ekkert að gefa upp um það en ég hitti auðvitað bæði borgarstjóra og oddvita Framsóknar í viðtali uppi í útvarpshúsi í dag og við áttum samtal í kjölfarið.“ Og eru fyrirhugaðir fundir í dag? „Það eru fyrirhugaðir einhverjir fundir í dag já.“ Og þú vilt ekki gefa upp með hverjum? „Eins og ég segi þá er ég að tala við alla.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir „Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 16. maí 2022 08:35 Kosningavaktin: Viðræður um landið og línur skýrast Línur eru farnar að skýrast víða um land hvaða flokkar muni reyna að ná saman og mynda meirihluta, í þeim sveitarfélögum þar sem einn flokkur náði ekki meirihluta. 16. maí 2022 18:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 16. maí 2022 08:35
Kosningavaktin: Viðræður um landið og línur skýrast Línur eru farnar að skýrast víða um land hvaða flokkar muni reyna að ná saman og mynda meirihluta, í þeim sveitarfélögum þar sem einn flokkur náði ekki meirihluta. 16. maí 2022 18:00