Lífið

Kosningapartý, fjör og gleði

Elísabet Hanna skrifar
Það var mikið fjör hjá Samfylkingunni, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum um helgina.
Það var mikið fjör hjá Samfylkingunni, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum um helgina. Vísir/Vilhelm

Það var mikið líf og fjör um helgina þar sem kosningapartý voru haldin víðsvegar um Reykjavík á meðan beðið var eftir niðurstöðunum. Ljósmyndari frá Vísi kíkti við í nokkur teiti og fangaði stemninguna þar sem flokkarnir fögnuðu kvöldinu.

Lokatölur í Reykjavík voru tilkynntar klukkan 04:35 svo partýin fengu að lifa lengi. Meirihlutinn féll og Framsóknarflokkurinn komst í lykilstöðu eftir að hafa bætt við sig fjórum borgarfulltrúum en 61,1% kjörsókn var meðal Íslendinga.


Framsóknarflokkurinn fagnaði kvöldinu í Hafnarþorpinu sem er einnig þekkt sem Kolaportið. Mikil gleði einkenndi kvöldið. „Krakkar, við erum að ná ótrúlegum árangri í Reykjavík,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík í ræðu sinni til viðstaddra eftir að fyrstu tölur bárust.

Samfylkingin kom saman að fylgjast með kosningunum í Iðnó en þar var margt um manninn og mikil gleði. „Við erum að sjá að þær áherslur sem við höfum lagt á græna umbreytingu borgarinnar eru að fá langt yfir 60% fylgi í þessum kosningum,“ sagði Dagur þegar fyrstu tölur bárust og virtist ánægður með þá þróun mála.

Sjálfstæðisflokkurinn fylgdist grant með gangi mála á Hilton Nordica og virtust allir njóta kvöldsins vel. „Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn. Og það sem meira er, Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, eftir að fyrstu tölur voru kynntar og uppskar mikil fagnaðarlæti.


Tengdar fréttir

Stór­sigur Fram­sóknar setur Einar í bíl­stjóra­sætið

Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor.

Konurnar sem skráðu sig á spjöld sögunnar í nótt

Tímamót urðu á að minnsta kosti tveimur vígstöðvum eftir að talið var upp úr kjörkössunum í nótt. Yngsti borgarfulltrúi sögunnar náði kjöri í Reykjavík og gamalreyndur bæjarfulltrúi verður fyrst kvenna bæjarstjóri á Ísafirði. Þær eru spenntar fyrir komandi verkefnum.

Framsókn sigurvegari á landsvísu

Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×