Einar segir stöðuna galopna og hefur áhuga á borgarstjórastólnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. maí 2022 11:54 Einar Þorsteinsson telur stöðuna enn galopna og vill ræða við oddvita allra flokka. Vísir/Vilhelm Oddviti Framsóknarflokksins vill ræða við oddvita allra flokka í Reykjavík í dag. Hann segist hafa áhuga á stóli borgarstjóra og telur stöðuna galopna. Þrátt fyrir það virðast fáir valkostir í myndun meirihluta á borðinu eins og staðan er núna. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hafa ákveðið að fylgjast að í viðræðum um myndun nýs meirihluta eftir að Vinstri Græn ákváðu að taka ekki þátt meirihlutasamstarfi. Samkvæmt því hafa möguleikar Sjálfstæðisflokksins til að mynda meirihluta minnkað verulega þar sem bæði Píratar og Sósíalistar hafa útilokað við þá samstarf. Samfylking eða Viðreisn með Flokki fólksins væru því nauðsynleg púsl. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar sagði þó í Íslandi í dag í gær að samstarf Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri ólíklegt. „Þessi stóru mál sem nutu svona mikils fylgis hefur Sjálfstæðisflokknum ekki lánast að ná samstöðu um, ekki einu sinni í eigin hópi. Þannig mér líst þannig á að þau þurfi kannski að byrja á því áður en þau fara að vinna með öðrum,“ sagði Dagur í gærkvöldi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar hefur ekki beinlínis útlilokað samstarf við neinn flokk.vísir/Vilhelm Viðreisn hefur ekki útilokað samstarf til hægri en eins og staðan er nú virðist raunhæfast að viðræður byrji hjá bandalaginu - eða flokkunum sem eftir standa af meirihlutanum og Framsókn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar telur stöðuna þó galopna og útilokar ekkert. „Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að oddvitar allra flokka nálgist þessi samtöl með opnum huga. Ég skil vel að þau vilji halda sér saman. Þau hafa unnið saman undanfarin ár og verkefnið er að mynda nýjan meirihluta.“ Hann og Dagur ætli að hittast og ræða málin yfir kaffibolla og eins vilji hann heyra í öllum öðrum. Formlegar viðræður hefjist þó ekki í dag. „Í dag eru símtöl milli allra oddvita heyri ég og það er gott. Ég vil heyra í öllum oddvitum flokkanna vegna þess að þetta verða vinnufélagar mínir næstu fjögur árin og ég legg áherslu á að fólk sé lausnamiðað í því að ná saman um málefnin. Þessi óformlegu samtöl sem eiga sér núna stað ganga út á að skoða hvaða fletir eru á samstarfi,“ segir Einar. Samfylking, Viðreisn og Píratar ætla að fylgjast að í viðræðum en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, útlokar þó ekki samstarf til hægri.vísir/Vilhelm Hann bendir á að meirihlutinn hafi fallið og telur kjósendur vilja breytingar. „Það kallar bæði á breytingu á stefnu borgarinnar í mörgum málum en líka hvað varðar pólitíska forystu.“ Í viðræðum leggi Framsókn meðal annars áherslu á breytingu á stefnu í húsnæðismálum, málefnum barna, Sundabraut og breytt vinnubrögð með aukinni samvinnu í borgarstjórn. Hann segist ekki gera kröfu um stól borgarstjóra en er þó áhugasamur. „Ég held að allir oddvitar sem bjóða sig fram vilji komast í þá stöðu að geta haft sem mest áhrif og ég er einn af þeim,“ segir Einar. „Það hafa allir áhuga á því að vera borgarstjóri ef þeir eru í borgarpólitíkinni held ég.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hafa ákveðið að fylgjast að í viðræðum um myndun nýs meirihluta eftir að Vinstri Græn ákváðu að taka ekki þátt meirihlutasamstarfi. Samkvæmt því hafa möguleikar Sjálfstæðisflokksins til að mynda meirihluta minnkað verulega þar sem bæði Píratar og Sósíalistar hafa útilokað við þá samstarf. Samfylking eða Viðreisn með Flokki fólksins væru því nauðsynleg púsl. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar sagði þó í Íslandi í dag í gær að samstarf Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri ólíklegt. „Þessi stóru mál sem nutu svona mikils fylgis hefur Sjálfstæðisflokknum ekki lánast að ná samstöðu um, ekki einu sinni í eigin hópi. Þannig mér líst þannig á að þau þurfi kannski að byrja á því áður en þau fara að vinna með öðrum,“ sagði Dagur í gærkvöldi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar hefur ekki beinlínis útlilokað samstarf við neinn flokk.vísir/Vilhelm Viðreisn hefur ekki útilokað samstarf til hægri en eins og staðan er nú virðist raunhæfast að viðræður byrji hjá bandalaginu - eða flokkunum sem eftir standa af meirihlutanum og Framsókn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar telur stöðuna þó galopna og útilokar ekkert. „Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að oddvitar allra flokka nálgist þessi samtöl með opnum huga. Ég skil vel að þau vilji halda sér saman. Þau hafa unnið saman undanfarin ár og verkefnið er að mynda nýjan meirihluta.“ Hann og Dagur ætli að hittast og ræða málin yfir kaffibolla og eins vilji hann heyra í öllum öðrum. Formlegar viðræður hefjist þó ekki í dag. „Í dag eru símtöl milli allra oddvita heyri ég og það er gott. Ég vil heyra í öllum oddvitum flokkanna vegna þess að þetta verða vinnufélagar mínir næstu fjögur árin og ég legg áherslu á að fólk sé lausnamiðað í því að ná saman um málefnin. Þessi óformlegu samtöl sem eiga sér núna stað ganga út á að skoða hvaða fletir eru á samstarfi,“ segir Einar. Samfylking, Viðreisn og Píratar ætla að fylgjast að í viðræðum en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, útlokar þó ekki samstarf til hægri.vísir/Vilhelm Hann bendir á að meirihlutinn hafi fallið og telur kjósendur vilja breytingar. „Það kallar bæði á breytingu á stefnu borgarinnar í mörgum málum en líka hvað varðar pólitíska forystu.“ Í viðræðum leggi Framsókn meðal annars áherslu á breytingu á stefnu í húsnæðismálum, málefnum barna, Sundabraut og breytt vinnubrögð með aukinni samvinnu í borgarstjórn. Hann segist ekki gera kröfu um stól borgarstjóra en er þó áhugasamur. „Ég held að allir oddvitar sem bjóða sig fram vilji komast í þá stöðu að geta haft sem mest áhrif og ég er einn af þeim,“ segir Einar. „Það hafa allir áhuga á því að vera borgarstjóri ef þeir eru í borgarpólitíkinni held ég.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira