Bein útsending: Leyniþjónustumálanefnd fundar um fljúgandi furðuhluti Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2022 12:01 Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa ekki áhyggjur af geimverum, eftir því sem best er vitað, heldur óttast þeir að önnur ríki standi þeim framar í þróun flugvéla og dróna. Getty Undirnefnd Leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heldur í dag fund um fljúgandi furðuhluti. Háttsettir embættismenn í leyniþjónustum og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna muni sitja fyrir svörum en hluti fundarins verður í beinni útsendingu. Mikil eftirvænting er eftir fundinum en þetta er í fyrsta sinn sem opinn þingnefndarfundur um FFH eru haldinn í Bandaríkjunum í áratugi. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur á undanförnum árum birt myndbönd af FFH og í fyrra var gefin út skýrsla um óþekkta hluti sem hefðu sést á flugi undanfarna áratugi. Hér er vert að taka fram að ekkert af því sem hefur verið birt hingað til gefur til kynna að geimverur hafi verið á ferðinni yfir jörðinni. Í skýrslunni sem gefin var út í fyrra kom einnig fram að furðuhlutirnir væru líklegast ekki heldur háþróuð farartæki frá Rússlandi eða Kína, þó það hafi á sínum tíma verið talið mögulegt. Það að önnur ríki standi þeim framar í þróun flugvéla og dróna er helsta áhyggjuefni ráðamanna í Bandaríkjunum þegar kemur að fljúgandi furðuhlutum. CNN hefur til að mynda eftir yfirlýsingu frá André Carson, þingmanni Demókrataflokksins og formanni nefndarinnar, að bandaríska þjóðin eigi það skilið að leiðtogar hennar taki mögulegar og illskiljanlegar ógnir gegn Bandaríkjunum alvarlega. Fundur nefndarinnar hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Hann verður opinn fyrstu þrjár klukkustundirnar. Eftir það verður slökkt á útsendingunni og fólk rekið úr salnum, svo þeir sem sitja fyrir svörum geti svarað um leynileg málefni. Áhugasamir geta fylgst með fyrri hluta fundarins í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Hernaður Fréttir af flugi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mikil eftirvænting er eftir fundinum en þetta er í fyrsta sinn sem opinn þingnefndarfundur um FFH eru haldinn í Bandaríkjunum í áratugi. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur á undanförnum árum birt myndbönd af FFH og í fyrra var gefin út skýrsla um óþekkta hluti sem hefðu sést á flugi undanfarna áratugi. Hér er vert að taka fram að ekkert af því sem hefur verið birt hingað til gefur til kynna að geimverur hafi verið á ferðinni yfir jörðinni. Í skýrslunni sem gefin var út í fyrra kom einnig fram að furðuhlutirnir væru líklegast ekki heldur háþróuð farartæki frá Rússlandi eða Kína, þó það hafi á sínum tíma verið talið mögulegt. Það að önnur ríki standi þeim framar í þróun flugvéla og dróna er helsta áhyggjuefni ráðamanna í Bandaríkjunum þegar kemur að fljúgandi furðuhlutum. CNN hefur til að mynda eftir yfirlýsingu frá André Carson, þingmanni Demókrataflokksins og formanni nefndarinnar, að bandaríska þjóðin eigi það skilið að leiðtogar hennar taki mögulegar og illskiljanlegar ógnir gegn Bandaríkjunum alvarlega. Fundur nefndarinnar hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Hann verður opinn fyrstu þrjár klukkustundirnar. Eftir það verður slökkt á útsendingunni og fólk rekið úr salnum, svo þeir sem sitja fyrir svörum geti svarað um leynileg málefni. Áhugasamir geta fylgst með fyrri hluta fundarins í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Hernaður Fréttir af flugi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira