Innlent

Skagastrandarlistinn sjálfkjörinn og engar kosningar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Skagastrandarlistinn var sjálfkjörinn.
Skagastrandarlistinn var sjálfkjörinn. Vísir/Vilhelm

Íbúar í sveitarfélaginu Skagaströnd gengu ekki til kosninga um helgina þar sem aðeins einn framboðslisti barst. Hann var því sjálfkjörinn í apríl. 

Tilkynnt var um þetta 11. apríl síðastliðinn en þá hafði aðeins eitt framboð borist til kjörstjórnar á Skagaströnd og listinn sjálfkjörinn. Því var ekki gengið til kosninga á laugardag eins og annars staðar. 

Frambjóðendur H-listans, sem taka sæti í sveitarstjórninni, eru eftirfarandi. 

  • Halldór Gunnar Ólafsson framkvæmdastjóri
  • Erla María Lárusdóttir innanhúshönnuður
  • Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir nemi í uppeldis- og menntunarfræði
  • Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir ferðamálafræðingur
  • Péturína Laufey Jakobsdóttir skrifstofustjóri 

Varamenn.

  • Arnar Ólafur Viggósson forstöðumaður
  • Ragnar Már Björnsson iðnaðarmaður
  • Ástrós Elísdóttir atvinnuráðgjafi
  • Jón Ólafur Sigurjónsson slökkviliðsstjóri
  • Adolf Hjörvar Berndsen framkvæmdastjóri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×