Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2022 17:40 Elon Musk fer jafnan mikinn á Twitter. Hann hefur meðal annars notað miðilinn til að hafa áhrif á hlutabréfaverð í fyrirtækjum sínum og verið sektaður fyrir. AP/Eric Risberg Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. Musk bauð 44 milljarða dollara í Twitter í apríl. Síðan þá hafa kenningar verið uppi um að hann vilji losa sig undan samningnum eða greiða lægri fjárhæð fyrir miðilinn. Musk ætlar meðal annars að fjármagna kaupin með hlutabréfaeign sinni í rafbílaframleiðandanum Tesla. Þau bréf hafa fallið í verði um þriðjung frá því að tilkynnt var um kaupin. Í síðustu viku lýsti Musk því yfir á Twitter að viðskiptin væru í bið á meðan mat færi fram á hversu hátt hlutfall Twitter-reikninga væri óekta. Fyrirtækið sjálft telur það innan við 5% notenda. Á tækniráðstefnu í Míamí í gær hélt Musk því fram að hlutfallið væri að minnsta kosti 20%, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hélt áfram á sömu slóðum í tísti í dag þar sem hann sagði að kaupin gætu ekki gengið í gegn fyrr en Twitter legði fram opinbera sönnun þess að innan 5% reikninga væru yrki eða amapóstar. „Tilboð mitt var grundvallað á því að tilkynningar Twitter til verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) væru réttar,“ tísti Musk. Parag Agrawal, forstjóri Twitter, viðurkennir að fyrirtækið hafi ekki fullkomna yfirsýn yfir hversu margir reikningar eru yrki. Það hafi þau ítrekað áætlað að þau séu innan við 5% notenda. Í tilkynningum sínum til SEC hefur fyrirtækið þó slegið varnagla við að það mat sé rétt og hlutfallið gæti verið hærra. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk bauð 44 milljarða dollara í Twitter í apríl. Síðan þá hafa kenningar verið uppi um að hann vilji losa sig undan samningnum eða greiða lægri fjárhæð fyrir miðilinn. Musk ætlar meðal annars að fjármagna kaupin með hlutabréfaeign sinni í rafbílaframleiðandanum Tesla. Þau bréf hafa fallið í verði um þriðjung frá því að tilkynnt var um kaupin. Í síðustu viku lýsti Musk því yfir á Twitter að viðskiptin væru í bið á meðan mat færi fram á hversu hátt hlutfall Twitter-reikninga væri óekta. Fyrirtækið sjálft telur það innan við 5% notenda. Á tækniráðstefnu í Míamí í gær hélt Musk því fram að hlutfallið væri að minnsta kosti 20%, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hélt áfram á sömu slóðum í tísti í dag þar sem hann sagði að kaupin gætu ekki gengið í gegn fyrr en Twitter legði fram opinbera sönnun þess að innan 5% reikninga væru yrki eða amapóstar. „Tilboð mitt var grundvallað á því að tilkynningar Twitter til verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) væru réttar,“ tísti Musk. Parag Agrawal, forstjóri Twitter, viðurkennir að fyrirtækið hafi ekki fullkomna yfirsýn yfir hversu margir reikningar eru yrki. Það hafi þau ítrekað áætlað að þau séu innan við 5% notenda. Í tilkynningum sínum til SEC hefur fyrirtækið þó slegið varnagla við að það mat sé rétt og hlutfallið gæti verið hærra.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11