Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2022 17:40 Elon Musk fer jafnan mikinn á Twitter. Hann hefur meðal annars notað miðilinn til að hafa áhrif á hlutabréfaverð í fyrirtækjum sínum og verið sektaður fyrir. AP/Eric Risberg Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. Musk bauð 44 milljarða dollara í Twitter í apríl. Síðan þá hafa kenningar verið uppi um að hann vilji losa sig undan samningnum eða greiða lægri fjárhæð fyrir miðilinn. Musk ætlar meðal annars að fjármagna kaupin með hlutabréfaeign sinni í rafbílaframleiðandanum Tesla. Þau bréf hafa fallið í verði um þriðjung frá því að tilkynnt var um kaupin. Í síðustu viku lýsti Musk því yfir á Twitter að viðskiptin væru í bið á meðan mat færi fram á hversu hátt hlutfall Twitter-reikninga væri óekta. Fyrirtækið sjálft telur það innan við 5% notenda. Á tækniráðstefnu í Míamí í gær hélt Musk því fram að hlutfallið væri að minnsta kosti 20%, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hélt áfram á sömu slóðum í tísti í dag þar sem hann sagði að kaupin gætu ekki gengið í gegn fyrr en Twitter legði fram opinbera sönnun þess að innan 5% reikninga væru yrki eða amapóstar. „Tilboð mitt var grundvallað á því að tilkynningar Twitter til verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) væru réttar,“ tísti Musk. Parag Agrawal, forstjóri Twitter, viðurkennir að fyrirtækið hafi ekki fullkomna yfirsýn yfir hversu margir reikningar eru yrki. Það hafi þau ítrekað áætlað að þau séu innan við 5% notenda. Í tilkynningum sínum til SEC hefur fyrirtækið þó slegið varnagla við að það mat sé rétt og hlutfallið gæti verið hærra. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Musk bauð 44 milljarða dollara í Twitter í apríl. Síðan þá hafa kenningar verið uppi um að hann vilji losa sig undan samningnum eða greiða lægri fjárhæð fyrir miðilinn. Musk ætlar meðal annars að fjármagna kaupin með hlutabréfaeign sinni í rafbílaframleiðandanum Tesla. Þau bréf hafa fallið í verði um þriðjung frá því að tilkynnt var um kaupin. Í síðustu viku lýsti Musk því yfir á Twitter að viðskiptin væru í bið á meðan mat færi fram á hversu hátt hlutfall Twitter-reikninga væri óekta. Fyrirtækið sjálft telur það innan við 5% notenda. Á tækniráðstefnu í Míamí í gær hélt Musk því fram að hlutfallið væri að minnsta kosti 20%, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hélt áfram á sömu slóðum í tísti í dag þar sem hann sagði að kaupin gætu ekki gengið í gegn fyrr en Twitter legði fram opinbera sönnun þess að innan 5% reikninga væru yrki eða amapóstar. „Tilboð mitt var grundvallað á því að tilkynningar Twitter til verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) væru réttar,“ tísti Musk. Parag Agrawal, forstjóri Twitter, viðurkennir að fyrirtækið hafi ekki fullkomna yfirsýn yfir hversu margir reikningar eru yrki. Það hafi þau ítrekað áætlað að þau séu innan við 5% notenda. Í tilkynningum sínum til SEC hefur fyrirtækið þó slegið varnagla við að það mat sé rétt og hlutfallið gæti verið hærra.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. 13. maí 2022 10:11