Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2022 22:09 Biden-hjónin heimsóttu vettvang skotárásarinnar í Buffalo í New York-ríki í dag. Fjöldi blómvanda hafði verið lagður þar til minningar um fórnarlömbin tíu. AP/Matt Rourke Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. Morðinginn gerði sér sérstaka ferð í hverfi Buffalo þar sem meirihluti íbúa er svartur og hóf skothríð með árásarriffli á laugardaginn. Hann særði þrjá til viðbótar við þá tíu sem hann myrti. Lögreglan segir að morðin hafi hann framið öfgafullri kynþáttahyggju. Biden lýsti gjörðum morðingjans sem hryðjuverki þegar hann og Jill eiginkona hans vottuðu fórnarlömbunum virðingu sína í dag, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hvít þjóðernishyggja er eitur. Hún er raunverulegt eitur sem rennur um stjórnmálin okkar. Við verðum að segja það eins skýrt og afdráttarlaust og við getum að hugmyndafræði hvítrar þjóðernishyggju á ekki heima í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn. Alið á hatri og ótta Ungi maðurinn birti meðal annars langt plagg á netinu þar sem hann fór mikinn um samsæriskenningu bandarískra hvítra þjóðernissinna um að verið sé að skipta hvítu fólki út fyrir minnihlutahópa með innflutningi fólks til Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja. Sú kenning, eða afbrigði hennar, hafa náð töluverðri útbreiðslu á hægri væng bandarískra stjórnmála. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa talað um innflytjendamál á slíkum nótum og þá hefur Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, ítrekað daðrað við slíka hugmyndafræði á öldum ljósvakans. „Hatur og ótti fá alltaf of mikið súrefni frá þeim sem þykjast elska Bandaríkin,“ sagði Biden í Buffalo án þess þó að nafngreina nokkurn sem hann taldi ábyrgan. Joe Biden Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Morðinginn gerði sér sérstaka ferð í hverfi Buffalo þar sem meirihluti íbúa er svartur og hóf skothríð með árásarriffli á laugardaginn. Hann særði þrjá til viðbótar við þá tíu sem hann myrti. Lögreglan segir að morðin hafi hann framið öfgafullri kynþáttahyggju. Biden lýsti gjörðum morðingjans sem hryðjuverki þegar hann og Jill eiginkona hans vottuðu fórnarlömbunum virðingu sína í dag, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hvít þjóðernishyggja er eitur. Hún er raunverulegt eitur sem rennur um stjórnmálin okkar. Við verðum að segja það eins skýrt og afdráttarlaust og við getum að hugmyndafræði hvítrar þjóðernishyggju á ekki heima í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn. Alið á hatri og ótta Ungi maðurinn birti meðal annars langt plagg á netinu þar sem hann fór mikinn um samsæriskenningu bandarískra hvítra þjóðernissinna um að verið sé að skipta hvítu fólki út fyrir minnihlutahópa með innflutningi fólks til Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja. Sú kenning, eða afbrigði hennar, hafa náð töluverðri útbreiðslu á hægri væng bandarískra stjórnmála. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa talað um innflytjendamál á slíkum nótum og þá hefur Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, ítrekað daðrað við slíka hugmyndafræði á öldum ljósvakans. „Hatur og ótti fá alltaf of mikið súrefni frá þeim sem þykjast elska Bandaríkin,“ sagði Biden í Buffalo án þess þó að nafngreina nokkurn sem hann taldi ábyrgan.
Joe Biden Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46