Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2022 22:09 Biden-hjónin heimsóttu vettvang skotárásarinnar í Buffalo í New York-ríki í dag. Fjöldi blómvanda hafði verið lagður þar til minningar um fórnarlömbin tíu. AP/Matt Rourke Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. Morðinginn gerði sér sérstaka ferð í hverfi Buffalo þar sem meirihluti íbúa er svartur og hóf skothríð með árásarriffli á laugardaginn. Hann særði þrjá til viðbótar við þá tíu sem hann myrti. Lögreglan segir að morðin hafi hann framið öfgafullri kynþáttahyggju. Biden lýsti gjörðum morðingjans sem hryðjuverki þegar hann og Jill eiginkona hans vottuðu fórnarlömbunum virðingu sína í dag, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hvít þjóðernishyggja er eitur. Hún er raunverulegt eitur sem rennur um stjórnmálin okkar. Við verðum að segja það eins skýrt og afdráttarlaust og við getum að hugmyndafræði hvítrar þjóðernishyggju á ekki heima í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn. Alið á hatri og ótta Ungi maðurinn birti meðal annars langt plagg á netinu þar sem hann fór mikinn um samsæriskenningu bandarískra hvítra þjóðernissinna um að verið sé að skipta hvítu fólki út fyrir minnihlutahópa með innflutningi fólks til Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja. Sú kenning, eða afbrigði hennar, hafa náð töluverðri útbreiðslu á hægri væng bandarískra stjórnmála. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa talað um innflytjendamál á slíkum nótum og þá hefur Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, ítrekað daðrað við slíka hugmyndafræði á öldum ljósvakans. „Hatur og ótti fá alltaf of mikið súrefni frá þeim sem þykjast elska Bandaríkin,“ sagði Biden í Buffalo án þess þó að nafngreina nokkurn sem hann taldi ábyrgan. Joe Biden Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Morðinginn gerði sér sérstaka ferð í hverfi Buffalo þar sem meirihluti íbúa er svartur og hóf skothríð með árásarriffli á laugardaginn. Hann særði þrjá til viðbótar við þá tíu sem hann myrti. Lögreglan segir að morðin hafi hann framið öfgafullri kynþáttahyggju. Biden lýsti gjörðum morðingjans sem hryðjuverki þegar hann og Jill eiginkona hans vottuðu fórnarlömbunum virðingu sína í dag, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hvít þjóðernishyggja er eitur. Hún er raunverulegt eitur sem rennur um stjórnmálin okkar. Við verðum að segja það eins skýrt og afdráttarlaust og við getum að hugmyndafræði hvítrar þjóðernishyggju á ekki heima í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn. Alið á hatri og ótta Ungi maðurinn birti meðal annars langt plagg á netinu þar sem hann fór mikinn um samsæriskenningu bandarískra hvítra þjóðernissinna um að verið sé að skipta hvítu fólki út fyrir minnihlutahópa með innflutningi fólks til Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja. Sú kenning, eða afbrigði hennar, hafa náð töluverðri útbreiðslu á hægri væng bandarískra stjórnmála. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa talað um innflytjendamál á slíkum nótum og þá hefur Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, ítrekað daðrað við slíka hugmyndafræði á öldum ljósvakans. „Hatur og ótti fá alltaf of mikið súrefni frá þeim sem þykjast elska Bandaríkin,“ sagði Biden í Buffalo án þess þó að nafngreina nokkurn sem hann taldi ábyrgan.
Joe Biden Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent