Að þessu sinni varð plötusnúðurinn Óli Dóri fyrir valinu. Óli er öllum hnútum kunnugur í miðbæ Reykjavíkur, hefur spilað tónlist þar í tæplega tuttugu ár á ansi mörgum stöðum.
„Ég er mjög spenntur fyrir þessu sumri. Ég starfa sem viðburðarstjóri á KEX Hostel þar sem ég er búinn að plana margt skemmtilegt í sumar. Það verður líka gaman að dj-a í Reykjavík heilt sumar með engum takmörkunum,“ segir Óli Dóri.
Um mixið
„Það er mikið sumar í þessu mixi enda er það að skella á. Ég fór í frí til Napólí í fyrrasumar þar sem er sterk diskósena í gangi og þess vegna gætir smá áhrifa Neapolitan diskós (sem er einskonar nútíma italo disco) í mixinu. Þetta eru tæpar 90 mínútur sem byrja í glampandi sólskini á ströndinni en enda í sveittum og dimmum teknókjallara.“
Lagalisti
- Tienate - Nu Genea
- Jurakan - Mystic Jungle
- Pin (Jacques Lu Cont & Sloop John Barillo remix) - Leroy Hanghofer
- You Could Be More As You Are (Jack Priest’s remix) - Saa da Bonaire
- Cold Nights (feat. Ally Mcmahon) - Felipe Gordon, Cody Currie
- Sottopassaggio (feat. Miljon) - Axel Boman
- Spank - (Dimitri From Paris Remix) - Jimmy Bo Horne
- Skelp Tune - Nebraska
- Valentine's Groove -KiNK
- Tell Me - Clive From Accounts
- Acid in My Blood - Channel Tres
- I Go (Soulwax Remix) - Peggy Go
- BAD GIRLS - Surusinghe
- Rush - Logic1000
- Vocoder - Floating Points