MG5 Station Wagon, fyrsti skutrafbíllinn á markaðnum kynntur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. maí 2022 07:01 MG5 Station Wagon í sal BL. BL, umboðsaðili MG, kynnir á laugardaginn fyrsta hreina rafbílinn á markaðnum í skutútfærslu þegar boðið verður til sýningar og reynsluaksturs á fjölskyldubílnum MG5 Station Wagon milli klukkan 12 og 16 við Sævarhöfða. MG var fyrst kynnt á ný til leiks eftir langt hlé með frumsýningu rafknúna jepplingsins MG ZS EV í byrjun júní árið 2020. Síðan þá hafa tvær nýjar gerðir komið á markað, 2021 tengiltvinnbíllinn MG EHS og svo rafbílinn MG Marvel R sem kynntur var hjá BL í lok síðasta árs. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rás Johnny POV: Rými fyrir farþega og farangur MG5 Electric Station Wagon er fyrsti 100% rafbíllinn í skutútgáfu á markaðnum þar sem höfuðáhersla var lögð á notagildi fyrir fjölskyldur og ferðaglaða. Farangursrýmið 479 lítrar og stækkanlegt í 1.367 lítra. MG5 er rúmir 4,5 metrar að lengd, ríflega 1,8 metrar á breidd og liðlega 1,5 metrar á hæð og er hjólhafið tæpir 2,7 metrar sem skapar meira pláss í farþegarýminu. Skottið í MG5 Station Wagon.BL Drægni Rafhlaða MG5 er 61,1 kWh sem veitir við góðar aðstæður á blinu 380-400 km drægni eftir búnaðarúrfærslum. Rafmótor MG5 er 115 kW sem skilar um 156 hestöflum og 280 Nm togi til framhjólanna. MG5 getur tekið við þriggja fasa 11 kW AC hleðslu eða 87 kW DC hleðslu sem skilar u.þ.b. 80% hleðslu á fjörutíu mínútum. Hámarkshraði MG5 er 185 km/klst og hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst. er rúmar 8 sek. Aftursæti í MG5 Station Wagon. Dráttar- og hleðslugeta Hámarksdráttargeta MG5 er 500 kg. Hlaða má 50 kg á dráttarkrók bílsins, t.d. nokkrum reiðhjólum á þar til gerðar festingar auk þess sem langbogar MG5 á þaki eru gerðir fyrir allt að 75 kg hleðslu. Comfort og Luxury BL býður MG5 Electric Station Wagon í tveimur búnaðarútfærslum; Comfort, sem kostar 5.190.000 krónur, og Luxury, sem kostar 5.390.000 krónur. Báðar gerðir eru vel búnar öryggis- og þægindabúnaði á borð við MG Pilot aðstoðarkerfið, MG iSMART Lite, 7“ snertiskjá, hita í framsætum, lyklalaust aðgengi, Android Auto™ og Apple Carplay™ og 6 hátölurm auk skynvædds hraðastillis svo nokkuð sé nefnt. Luxury útgáfa MG5 kemur svo á 17“ álfelgum í stað 16“, 360° myndavél með kvikum leiðsögulínum, vandaðri sætisáklæðum og hitastýringu svo dæmi séu tekin. Fréttin hefur verið uppfærð. Vistvænir bílar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent
MG var fyrst kynnt á ný til leiks eftir langt hlé með frumsýningu rafknúna jepplingsins MG ZS EV í byrjun júní árið 2020. Síðan þá hafa tvær nýjar gerðir komið á markað, 2021 tengiltvinnbíllinn MG EHS og svo rafbílinn MG Marvel R sem kynntur var hjá BL í lok síðasta árs. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rás Johnny POV: Rými fyrir farþega og farangur MG5 Electric Station Wagon er fyrsti 100% rafbíllinn í skutútgáfu á markaðnum þar sem höfuðáhersla var lögð á notagildi fyrir fjölskyldur og ferðaglaða. Farangursrýmið 479 lítrar og stækkanlegt í 1.367 lítra. MG5 er rúmir 4,5 metrar að lengd, ríflega 1,8 metrar á breidd og liðlega 1,5 metrar á hæð og er hjólhafið tæpir 2,7 metrar sem skapar meira pláss í farþegarýminu. Skottið í MG5 Station Wagon.BL Drægni Rafhlaða MG5 er 61,1 kWh sem veitir við góðar aðstæður á blinu 380-400 km drægni eftir búnaðarúrfærslum. Rafmótor MG5 er 115 kW sem skilar um 156 hestöflum og 280 Nm togi til framhjólanna. MG5 getur tekið við þriggja fasa 11 kW AC hleðslu eða 87 kW DC hleðslu sem skilar u.þ.b. 80% hleðslu á fjörutíu mínútum. Hámarkshraði MG5 er 185 km/klst og hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst. er rúmar 8 sek. Aftursæti í MG5 Station Wagon. Dráttar- og hleðslugeta Hámarksdráttargeta MG5 er 500 kg. Hlaða má 50 kg á dráttarkrók bílsins, t.d. nokkrum reiðhjólum á þar til gerðar festingar auk þess sem langbogar MG5 á þaki eru gerðir fyrir allt að 75 kg hleðslu. Comfort og Luxury BL býður MG5 Electric Station Wagon í tveimur búnaðarútfærslum; Comfort, sem kostar 5.190.000 krónur, og Luxury, sem kostar 5.390.000 krónur. Báðar gerðir eru vel búnar öryggis- og þægindabúnaði á borð við MG Pilot aðstoðarkerfið, MG iSMART Lite, 7“ snertiskjá, hita í framsætum, lyklalaust aðgengi, Android Auto™ og Apple Carplay™ og 6 hátölurm auk skynvædds hraðastillis svo nokkuð sé nefnt. Luxury útgáfa MG5 kemur svo á 17“ álfelgum í stað 16“, 360° myndavél með kvikum leiðsögulínum, vandaðri sætisáklæðum og hitastýringu svo dæmi séu tekin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vistvænir bílar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent