Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 23:36 Vélknúinn armur Insight tók þessa mynd af geimfarinu og sólarsellum þess í desember árið 2018. AP/NASA Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. Insight lenti á Mars árið 2018 en geimfarinu var ætlað að kanna jarðvirkni og innviði rauðu reikistjörnunnar. Síðan þá hefur farið greint fleiri en 1.300 jarðskjálfta. Sá stærsti þeirra var af stærðinni fimm fyrir um tveimur vikum. Líklegt er að orka geimfarins klárist í júlí, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Sólarsellurnar framleiða nú aðeins um einn tíunda hluta þeirrar orku sem þær gerðu fyrst eftir lendinguna fyrir að verða fjórum árum. Gert var ráð fyrir að svona færi en leiðangursstjórarnir vonuðust þó til þess að vindur næði að blása rykinu af sólarsellunum. Bruce Banerdt, yfirvísindamaður leiðangursins hjá Jet Propulsion Lab í Bandaríkjunum, segir að þúsundir hvirfilbylja hafi verið nálægt því að blása rykinu af en enginn þeirra hafi dunið nógu beint á farinu. „Þetta hefur ekki verið of mikill bölmóður hjá teyminu. Við einbeitum okkur enn að því að stjórna geimfarinu,“ segir hann. Insight verður annað geimfarið á Mars sem NASA missir á fáum árum vegna ryksins sem hylur nær allt yfirborð nágrannareikistjörnu okkar. Könnunarjeppinn Opportunity komst aldrei aftur af stað eftir að hann lenti í miklum rykstormi sem náði yfir stóran hluta Mars árið 2018 Geimurinn Mars Tækni Tengdar fréttir InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. 24. febrúar 2020 22:30 Opportunity kveður eftir fimmtán ár Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. 14. febrúar 2019 08:30 Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Insight lenti á Mars árið 2018 en geimfarinu var ætlað að kanna jarðvirkni og innviði rauðu reikistjörnunnar. Síðan þá hefur farið greint fleiri en 1.300 jarðskjálfta. Sá stærsti þeirra var af stærðinni fimm fyrir um tveimur vikum. Líklegt er að orka geimfarins klárist í júlí, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Sólarsellurnar framleiða nú aðeins um einn tíunda hluta þeirrar orku sem þær gerðu fyrst eftir lendinguna fyrir að verða fjórum árum. Gert var ráð fyrir að svona færi en leiðangursstjórarnir vonuðust þó til þess að vindur næði að blása rykinu af sólarsellunum. Bruce Banerdt, yfirvísindamaður leiðangursins hjá Jet Propulsion Lab í Bandaríkjunum, segir að þúsundir hvirfilbylja hafi verið nálægt því að blása rykinu af en enginn þeirra hafi dunið nógu beint á farinu. „Þetta hefur ekki verið of mikill bölmóður hjá teyminu. Við einbeitum okkur enn að því að stjórna geimfarinu,“ segir hann. Insight verður annað geimfarið á Mars sem NASA missir á fáum árum vegna ryksins sem hylur nær allt yfirborð nágrannareikistjörnu okkar. Könnunarjeppinn Opportunity komst aldrei aftur af stað eftir að hann lenti í miklum rykstormi sem náði yfir stóran hluta Mars árið 2018
Geimurinn Mars Tækni Tengdar fréttir InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. 24. febrúar 2020 22:30 Opportunity kveður eftir fimmtán ár Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. 14. febrúar 2019 08:30 Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. 24. febrúar 2020 22:30
Opportunity kveður eftir fimmtán ár Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. 14. febrúar 2019 08:30
Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00