Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2022 10:01 Hagfræðideild Landsbankans segir almennt bjarta tíma fram undan. Vísir/Vilhelm Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. Hagfræðideildin spáir 1,5 milljónum erlendra ferðamanna í ár, 2 milljónum á næsta ári og um 2,4 milljónum árið 2024, sem yrðu fleiri en nokkru sinni fyrr. Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 5,1% á þessu ári. Því er spáð að íbúðaverð hafi náð nokkurs konar þolmörkum og nú megi búast við hægari vexti. Í hagspánni er gert ráð fyrir 20% hækkun í ár, milli ársmeðaltala, 8% á næsta ári og 4% árið 2024. Hagspá hagfræðideildar Landsbankans kemur degi á eftir Þjóðhagsspá Íslandsbanka en þar segir að útlit sé fyrir 7,6% verðbólgu í ár og 5 til 6% stýrivöxtum í lok ársins. Stýrivextir 6% í árslok og 5,5% í lok næsta árs Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir nái hámarki í árslok og að bera fari á vaxtalækkunum á næsta ári. Stýrivextir verði þá 5,5% við árslok 2023 og 4% í lok árs 2024. Fram kemur í hagspánni að verðbólgan muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og verða yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans út árið 2024. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 7,4% í ár, 5,8% á næsta ári og 4% árið 2024. Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans er útlit fyrir að það muni draga úr atvinnuleysi eftir því sem líður á árið en útlit sé fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 4,5% á þessu ári, lækki í 4,2% á næsta ári og verði 3,9% árið 2024. Útlitið bjart Gert er ráð fyrir útflutningur aukist um 19,4%, einkaneysla um 3,5% og heildarfjármunamyndun um 6,2%. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu tvö árin, 3,7% á næsta ári og 2,8% árið 2024. Þá spáir hagfræðideildin því að viðskiptajöfnuður við útlönd verði jákvæður um að meðaltali 0,7% af landsframleiðslu út árið 2024. „Almennt má segja að útlitið sé bjart. Við spáum því að hagvöxtur verði 5,1% í ár, sem er nokkuð meiri vöxtur en í fyrra, og að hann verði drifinn áfram af fjölgun ferðamanna. Við gerum ráð fyrir að á þessu ári komi 1,5 milljón ferðamanna til landsins og að þeim fjölgi í 2,4 milljónir árið 2024 – sem yrði metfjöldi á einu ári,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans í tilkynningu. „Við gerum ráð fyrir að Seðlabankinn muni bregðast við meiri og þrálátari verðbólgu með því að hækka vexti verulega, eða upp í 6%, áður en hægt verður að lækka vexti á nýjan leik. Það flækir stöðuna talsvert að kjarasamningar eru lausir, á sama tíma og verðbólgudraugurinn herjar á landann. Við gerum ráð fyrir kaupmáttur vaxi hægt til ársins 2024.“ Íslenskir bankar Verðlag Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Hagfræðideildin spáir 1,5 milljónum erlendra ferðamanna í ár, 2 milljónum á næsta ári og um 2,4 milljónum árið 2024, sem yrðu fleiri en nokkru sinni fyrr. Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 5,1% á þessu ári. Því er spáð að íbúðaverð hafi náð nokkurs konar þolmörkum og nú megi búast við hægari vexti. Í hagspánni er gert ráð fyrir 20% hækkun í ár, milli ársmeðaltala, 8% á næsta ári og 4% árið 2024. Hagspá hagfræðideildar Landsbankans kemur degi á eftir Þjóðhagsspá Íslandsbanka en þar segir að útlit sé fyrir 7,6% verðbólgu í ár og 5 til 6% stýrivöxtum í lok ársins. Stýrivextir 6% í árslok og 5,5% í lok næsta árs Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir nái hámarki í árslok og að bera fari á vaxtalækkunum á næsta ári. Stýrivextir verði þá 5,5% við árslok 2023 og 4% í lok árs 2024. Fram kemur í hagspánni að verðbólgan muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og verða yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans út árið 2024. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 7,4% í ár, 5,8% á næsta ári og 4% árið 2024. Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans er útlit fyrir að það muni draga úr atvinnuleysi eftir því sem líður á árið en útlit sé fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 4,5% á þessu ári, lækki í 4,2% á næsta ári og verði 3,9% árið 2024. Útlitið bjart Gert er ráð fyrir útflutningur aukist um 19,4%, einkaneysla um 3,5% og heildarfjármunamyndun um 6,2%. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu tvö árin, 3,7% á næsta ári og 2,8% árið 2024. Þá spáir hagfræðideildin því að viðskiptajöfnuður við útlönd verði jákvæður um að meðaltali 0,7% af landsframleiðslu út árið 2024. „Almennt má segja að útlitið sé bjart. Við spáum því að hagvöxtur verði 5,1% í ár, sem er nokkuð meiri vöxtur en í fyrra, og að hann verði drifinn áfram af fjölgun ferðamanna. Við gerum ráð fyrir að á þessu ári komi 1,5 milljón ferðamanna til landsins og að þeim fjölgi í 2,4 milljónir árið 2024 – sem yrði metfjöldi á einu ári,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans í tilkynningu. „Við gerum ráð fyrir að Seðlabankinn muni bregðast við meiri og þrálátari verðbólgu með því að hækka vexti verulega, eða upp í 6%, áður en hægt verður að lækka vexti á nýjan leik. Það flækir stöðuna talsvert að kjarasamningar eru lausir, á sama tíma og verðbólgudraugurinn herjar á landann. Við gerum ráð fyrir kaupmáttur vaxi hægt til ársins 2024.“
Íslenskir bankar Verðlag Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21
Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53