Lífið

Eldhugar, popp og kók

Elísabet Hanna skrifar
Elhugar framtíðarinnar nutu sín á myndinni.
Elhugar framtíðarinnar nutu sín á myndinni. Aðsend.

Starfsfólk Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu mætti á sérstaka forsýningu á myndinni Eldhugi þann 14. maí síðastliðinn en myndin fjallar um störf slökkviliðsmanna. Samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum var þar eldheit stemning, góð mæting og sumir komu meira að segja í slökkviliðsgallanum.

„Stuttu áður en myndinn rúllaði af stað komu slökkvi- og sjúkrabílar og fengu viðstaddir að grandskoða fákana bæði að innan sem utan,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.

Aðsend.

Myndin segir frá hinni 16 ára gömlu Georgiu Nolan sem dreymir um að sinna slökkvistarfi alveg eins og pabbi sinn en viðhorf almennings gera henni virkilega erfitt fyrir. Til þess að uppfylla draum sinn þarf Georgia því að fara sínar eigin leiðir. 

Hún dulbýr sig sem Joe og slæst í lið með hópi slökkviliðsmanna. Hópurinn reynir að stöðva dularfullan brennuvarg sem leikur lausum hala í New York-borg.

Fleiri myndir má sjá hér að neðan:

Aðsend.
Aðsend.
Aðsend.

Tengdar fréttir

Eldur í ruslagámi við Ánanaust

Eldur kviknaði í ruslagámi við Ánanaust í morgun. Engin hætta skapaðist samkvæmt varðstjóra hjá Slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu. 

Slökkvi­lið í­trekað kallað út vegna vatns­leka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast síðasta sólarhringinn þegar vatnsveður gekk yfir borgina. Mikið var um vatnsleka og samtals voru dælubílar slökkviliðsins kallaðir tólf sinnum út til að sinna slíkum verkefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.