Drengur A$AP- og Rihönnuson kominn í heiminn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2022 18:50 Parið á tískuvikunni í Mílanó á Ítalíu í febrúar. Rocky og Rihanna eru bæði nokkuð hátt skrifuð í tískuheimum. Jacopo M. Raule/Getty Images Stórsöngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eignuðust son í síðustu viku. Um er að ræða fyrsta barn parsins, sem aðdáendur þeirra um víða veröld hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. Frá þessu greinir TMZ-fréttavefurinn, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að tíðindum úr heimi ríka og fallega fólksins í Hollywood, og hefur eftir heimildamanni sem sagður er standa parinu nærri. TMZ greinir þá frá því að nafn unga drengsins, sem fæddist í Los Angeles, liggi ekki enn fyrir. Slúðurpressan náði síðast í skottið á parinu þann 9. maí, fjórum dögum áður en drengurinn fæddist. Þá var parið statt í Los Angeles um mæðradagshelgina, sem tíðkast að halda upp á í Bandaríkjunum, og fékk sér að borða á veitingastaðnum Giorgio Baldi. Það var í janúar síðastliðinn sem parið tilkynnti um að það ætti von á sínu fyrsta barni, aðdáendum beggja til mikillar gleði og ánægju. Í síðasta mánuði komst orðrómur um ástarlíf parsins á kreik, þess efnis að Rocky hefði haldið fram hjá Rihönnu, með skóhönnuðinum Aminu Muaddi, sem starfar fyrir Fenty, tískuvörumerki í eigu Rihönnu. Aðdáendur söngkonunnar heimsfrægu urðu æfir og olli orðrómurinn miklu fjaðrafoki í þeim kimum Internetsins sem sýsla með líf hinna ríku og frægu. Orðrómurinn var þó fljótt kveðinn í kútinn og reyndist enginn fótur fyrir honum, ef marka má virtustu slúðurblöðin vestan hafs. Hollywood Börn og uppeldi Tímamót Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Frá þessu greinir TMZ-fréttavefurinn, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að tíðindum úr heimi ríka og fallega fólksins í Hollywood, og hefur eftir heimildamanni sem sagður er standa parinu nærri. TMZ greinir þá frá því að nafn unga drengsins, sem fæddist í Los Angeles, liggi ekki enn fyrir. Slúðurpressan náði síðast í skottið á parinu þann 9. maí, fjórum dögum áður en drengurinn fæddist. Þá var parið statt í Los Angeles um mæðradagshelgina, sem tíðkast að halda upp á í Bandaríkjunum, og fékk sér að borða á veitingastaðnum Giorgio Baldi. Það var í janúar síðastliðinn sem parið tilkynnti um að það ætti von á sínu fyrsta barni, aðdáendum beggja til mikillar gleði og ánægju. Í síðasta mánuði komst orðrómur um ástarlíf parsins á kreik, þess efnis að Rocky hefði haldið fram hjá Rihönnu, með skóhönnuðinum Aminu Muaddi, sem starfar fyrir Fenty, tískuvörumerki í eigu Rihönnu. Aðdáendur söngkonunnar heimsfrægu urðu æfir og olli orðrómurinn miklu fjaðrafoki í þeim kimum Internetsins sem sýsla með líf hinna ríku og frægu. Orðrómurinn var þó fljótt kveðinn í kútinn og reyndist enginn fótur fyrir honum, ef marka má virtustu slúðurblöðin vestan hafs.
Hollywood Börn og uppeldi Tímamót Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira