Drengur A$AP- og Rihönnuson kominn í heiminn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2022 18:50 Parið á tískuvikunni í Mílanó á Ítalíu í febrúar. Rocky og Rihanna eru bæði nokkuð hátt skrifuð í tískuheimum. Jacopo M. Raule/Getty Images Stórsöngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eignuðust son í síðustu viku. Um er að ræða fyrsta barn parsins, sem aðdáendur þeirra um víða veröld hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. Frá þessu greinir TMZ-fréttavefurinn, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að tíðindum úr heimi ríka og fallega fólksins í Hollywood, og hefur eftir heimildamanni sem sagður er standa parinu nærri. TMZ greinir þá frá því að nafn unga drengsins, sem fæddist í Los Angeles, liggi ekki enn fyrir. Slúðurpressan náði síðast í skottið á parinu þann 9. maí, fjórum dögum áður en drengurinn fæddist. Þá var parið statt í Los Angeles um mæðradagshelgina, sem tíðkast að halda upp á í Bandaríkjunum, og fékk sér að borða á veitingastaðnum Giorgio Baldi. Það var í janúar síðastliðinn sem parið tilkynnti um að það ætti von á sínu fyrsta barni, aðdáendum beggja til mikillar gleði og ánægju. Í síðasta mánuði komst orðrómur um ástarlíf parsins á kreik, þess efnis að Rocky hefði haldið fram hjá Rihönnu, með skóhönnuðinum Aminu Muaddi, sem starfar fyrir Fenty, tískuvörumerki í eigu Rihönnu. Aðdáendur söngkonunnar heimsfrægu urðu æfir og olli orðrómurinn miklu fjaðrafoki í þeim kimum Internetsins sem sýsla með líf hinna ríku og frægu. Orðrómurinn var þó fljótt kveðinn í kútinn og reyndist enginn fótur fyrir honum, ef marka má virtustu slúðurblöðin vestan hafs. Hollywood Börn og uppeldi Tímamót Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Frá þessu greinir TMZ-fréttavefurinn, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að tíðindum úr heimi ríka og fallega fólksins í Hollywood, og hefur eftir heimildamanni sem sagður er standa parinu nærri. TMZ greinir þá frá því að nafn unga drengsins, sem fæddist í Los Angeles, liggi ekki enn fyrir. Slúðurpressan náði síðast í skottið á parinu þann 9. maí, fjórum dögum áður en drengurinn fæddist. Þá var parið statt í Los Angeles um mæðradagshelgina, sem tíðkast að halda upp á í Bandaríkjunum, og fékk sér að borða á veitingastaðnum Giorgio Baldi. Það var í janúar síðastliðinn sem parið tilkynnti um að það ætti von á sínu fyrsta barni, aðdáendum beggja til mikillar gleði og ánægju. Í síðasta mánuði komst orðrómur um ástarlíf parsins á kreik, þess efnis að Rocky hefði haldið fram hjá Rihönnu, með skóhönnuðinum Aminu Muaddi, sem starfar fyrir Fenty, tískuvörumerki í eigu Rihönnu. Aðdáendur söngkonunnar heimsfrægu urðu æfir og olli orðrómurinn miklu fjaðrafoki í þeim kimum Internetsins sem sýsla með líf hinna ríku og frægu. Orðrómurinn var þó fljótt kveðinn í kútinn og reyndist enginn fótur fyrir honum, ef marka má virtustu slúðurblöðin vestan hafs.
Hollywood Börn og uppeldi Tímamót Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira