Fótbolti

U-beygja hjá Mbappé?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enn liggur ekki fyrir hvar Kylian Mbappé spilar á næsta tímabili.
Enn liggur ekki fyrir hvar Kylian Mbappé spilar á næsta tímabili. getty/Antonio Borga

Svo virðist sem Kylian Mbappé hafi snúist hugur og verði áfram hjá Paris Saint-Germain í stað þess að fara til Real Madrid.

Hinn mjög svo áreiðanlegi blaðamaður Sky Sports, Gianluca Di Marzio, greindi frá því í morgun að Mbappé væri nálægt því að framlengja samning sinn við PSG.

Samningur Mbappés við Frakklandsmeistarana rennur út eftir tímabilið og flestir bjuggust við að hann færi til Real Madrid. En nú virðist hann hafa skipt um skoðun.

Mbappé, sem er 23 ára, gekk í raðir PSG frá Monaco 2017. Hann hefur skorað 168 mörk í 216 leikjum fyrir PSG og fjórum sinnum orðið franskur meistari með liðinu.

PSG sækir Saint Etienne heim í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar á morgun. PSG er löngu búið að tryggja sér meistaratitilinn. Mbappé er markahæstur í deildinni með 25 mörk, einu marki meira en Wissam Ben Yedder, framherji Monaco. Auk þess að skora 25 mörk hefur Mbappé gefið sautján stoðsendingar í deildinni á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×