Matvælastofnun brýnir fyrir ræktendum að fylgjast með kartöflugörðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. maí 2022 10:40 Svartir blettir á blöðum eru meðal einkenna kartöflumyglu. Wikimedia Commons/Howard F. Schwartz Matvælastofnun segir nokkra hættu á kartöflumyglusmiti í sumar, útfrá sýktu útsæði frá því í fyrra en þá kom sjúkdómurinn upp á Suðurlandi. Stofnunin segir brýnt að áhugaræktendur og almenningur fylgist vel með kartöflugörðum sínum í sumar. Á vef MAST segir að kartöflumygla af völdum sveppsins Phytophtora infestans sé vel þekktur sjúkdómur á heimsvísu en Ísland hafi að mestu verið laust við faraldra síðustu áratugi. Í fyrra kom sjúkdómurinn hins vegar upp á Suðurlandi, þar sem mest bar á myglunni í Þykkvabæ og á nærliggjandi svæðum. „Rannsóknir á sýnum úr smituðum görðum af þessu svæði benda til þess að smit hafi borist til landsins með innfluttu útsæði eða matarkartöflum frá Danmörku, þar sem um var að ræða sama stofn (EU41 A2) er hefur náð mikilli útbreiðslu undanfarin ár í norðanverðri Evrópu,“ segir á vef MAST. Erfitt að meta hvort útsæði beri með sér smit Í sumar sé því hætta á smiti frá sýktu útsæði frá því í fyrra en einnig geti ný gró dreift sér með vindum ef mygla kemur upp. Kartöflubændur, í samvinnu við ráðgjafa í garðyrkju, muni vinna að því að lágmarka áhættu á dreifingu og uppkomu smita með auknu eftirlit og notkun varnarefna. Veðurfar muni ráða miklu um það hvort sjúkdómurinn nær sér á strik en hættan á útbreiðslu aukist með hlýju og röku veðri. „Brýnt er fyrir áhugaræktendum og almenningi að fylgjast vel með kartöflugörðum sínum í sumar. Samkvæmt ráðleggingum er best að setja ekki niður smitað útsæði í heimilisgarða, en erfitt getur þó verið að meta hvort útsæði beri með sér smit. Mjög mikilvægt er að almenningur taki strax upp plöntur sem sýna einkenni smits og fargi þeim,“ segir Matvælastofnun. Kartöflumygla Einkenni kartöflumyglu: Svartir blettir á blaðendum og stönglum en að lokum falla grösin alveg. Förgun: Sýktum kartöflum og grösum á að farga strax, til dæmis í svörtum ruslapokum. Ekki setja sýkta úrganginn með öðru lífrænum afgöngum. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Á vef MAST segir að kartöflumygla af völdum sveppsins Phytophtora infestans sé vel þekktur sjúkdómur á heimsvísu en Ísland hafi að mestu verið laust við faraldra síðustu áratugi. Í fyrra kom sjúkdómurinn hins vegar upp á Suðurlandi, þar sem mest bar á myglunni í Þykkvabæ og á nærliggjandi svæðum. „Rannsóknir á sýnum úr smituðum görðum af þessu svæði benda til þess að smit hafi borist til landsins með innfluttu útsæði eða matarkartöflum frá Danmörku, þar sem um var að ræða sama stofn (EU41 A2) er hefur náð mikilli útbreiðslu undanfarin ár í norðanverðri Evrópu,“ segir á vef MAST. Erfitt að meta hvort útsæði beri með sér smit Í sumar sé því hætta á smiti frá sýktu útsæði frá því í fyrra en einnig geti ný gró dreift sér með vindum ef mygla kemur upp. Kartöflubændur, í samvinnu við ráðgjafa í garðyrkju, muni vinna að því að lágmarka áhættu á dreifingu og uppkomu smita með auknu eftirlit og notkun varnarefna. Veðurfar muni ráða miklu um það hvort sjúkdómurinn nær sér á strik en hættan á útbreiðslu aukist með hlýju og röku veðri. „Brýnt er fyrir áhugaræktendum og almenningi að fylgjast vel með kartöflugörðum sínum í sumar. Samkvæmt ráðleggingum er best að setja ekki niður smitað útsæði í heimilisgarða, en erfitt getur þó verið að meta hvort útsæði beri með sér smit. Mjög mikilvægt er að almenningur taki strax upp plöntur sem sýna einkenni smits og fargi þeim,“ segir Matvælastofnun. Kartöflumygla Einkenni kartöflumyglu: Svartir blettir á blaðendum og stönglum en að lokum falla grösin alveg. Förgun: Sýktum kartöflum og grösum á að farga strax, til dæmis í svörtum ruslapokum. Ekki setja sýkta úrganginn með öðru lífrænum afgöngum.
Kartöflumygla Einkenni kartöflumyglu: Svartir blettir á blaðendum og stönglum en að lokum falla grösin alveg. Förgun: Sýktum kartöflum og grösum á að farga strax, til dæmis í svörtum ruslapokum. Ekki setja sýkta úrganginn með öðru lífrænum afgöngum.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira