Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2022 20:31 Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir er oddviti Miðflokksins í Grindavík. Hún leiddi flokk sinn til stórsigurs í bænum. Vísir/Arnar Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Miðflokkurinn reið ekki sérlega feitum hesti frá nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á landsvísu, þurrkaðist hreinlega víða út. En því var snaröfugt farið í Grindavík. Flokkurinn náði alls inn sex sveitarstjórnarmönnum; einum á Akureyri, í Norðurþingi og Múlaþingi - og heilum þremur í Grindavík. Þar vann flokkurinn sannkallaðan stórsigur - bætti við sig tveimur mönnum og er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn. Og kynnum nú til sögunnar konuna sem leiddi listann til sigurs; Hallfríði Hólmgrímsdóttur, viðskiptafræðing og bæjarfulltrúa. „Við vorum með meðbyr, klárlega, þannig að ég átti alveg von á að við myndum bæta við okkur. En ekki tveimur mönnum,“ segir Hallfríður við fréttastofu fyrir utan bæjarskrifstofurnar í Grindavík. Elska Grindvíkingar Sigmund Davíð? Íbúar vilji greinilega breytingar en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynduðu meirihluta á kjörtímabilinu sem nú er að klárast. Hallfríður telur ekki að sigurinn skrifist á mikið persónufylgi hennar í bænum - þó að fólk hafi greinilega verið ánægt með störf hennar. „Ég held ég hafi staðið mig gríðarlega vel á kjörtímabilinu. Hópurinn okkar er ofboðslega flottur og málefni eldri borgara voru í hávegum höfð hjá okkur.“ Þannig að þú túlkar þetta ekki sem svo að Grindavík sé endilega eitthvað höfuðvígi Miðflokksins, að hér séu allir svo miklir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins]? „Kannski í og með en að minnsta kosti er það þannig að Grindvíkingar eru búnir að velja sér leiðtoga til að leiða vinnu næstu fjögurra ára,“ segir Hallfríður. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Grindavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Miðflokkurinn reið ekki sérlega feitum hesti frá nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á landsvísu, þurrkaðist hreinlega víða út. En því var snaröfugt farið í Grindavík. Flokkurinn náði alls inn sex sveitarstjórnarmönnum; einum á Akureyri, í Norðurþingi og Múlaþingi - og heilum þremur í Grindavík. Þar vann flokkurinn sannkallaðan stórsigur - bætti við sig tveimur mönnum og er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn. Og kynnum nú til sögunnar konuna sem leiddi listann til sigurs; Hallfríði Hólmgrímsdóttur, viðskiptafræðing og bæjarfulltrúa. „Við vorum með meðbyr, klárlega, þannig að ég átti alveg von á að við myndum bæta við okkur. En ekki tveimur mönnum,“ segir Hallfríður við fréttastofu fyrir utan bæjarskrifstofurnar í Grindavík. Elska Grindvíkingar Sigmund Davíð? Íbúar vilji greinilega breytingar en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynduðu meirihluta á kjörtímabilinu sem nú er að klárast. Hallfríður telur ekki að sigurinn skrifist á mikið persónufylgi hennar í bænum - þó að fólk hafi greinilega verið ánægt með störf hennar. „Ég held ég hafi staðið mig gríðarlega vel á kjörtímabilinu. Hópurinn okkar er ofboðslega flottur og málefni eldri borgara voru í hávegum höfð hjá okkur.“ Þannig að þú túlkar þetta ekki sem svo að Grindavík sé endilega eitthvað höfuðvígi Miðflokksins, að hér séu allir svo miklir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins]? „Kannski í og með en að minnsta kosti er það þannig að Grindvíkingar eru búnir að velja sér leiðtoga til að leiða vinnu næstu fjögurra ára,“ segir Hallfríður.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Grindavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira