Henti Messi af Pepsi flöskunum Atli Arason skrifar 21. maí 2022 11:31 Caroline Graham Hansen, leikmaður Barcelona, fagnar marki sem hún skoraði gegn Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar fyrir framan 91.648 manns á Camp Nou. Getty Images Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag þar sem Barcelona og Lyon mætast klukkan 17. Flest augu beinast að hinni norsku Messi hjá Barcelona. Kvennaknattspyrnan hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarið og eftirvænting fyrir úrslitaleiknum á eftir er gríðarleg. Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon, getur unnið sinn annan Evrópumeistaratitill með liðinu en til þess þurfa þær að komast í gegnum ríkjandi Evrópumeistara frá Barcelona. Lið Barcelona hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og er í dag meðal bestu liða í heimi. Goal.com tók saman smá samantekt um uppgang liðsins og norska vængmanninn Caroline Graham Hansen, sem hefur fengið gælunafnið hin norska Messi. „Nafn hennar hefur stækkað svo mikið að hún hefur kastað Messi af Pepsi flöskunum. Pepsi hefur fjarlægt Messi og sett Caroline í staðinn,“ sagði Richard Jansen, vallarþulur hjá Stabæk í Noregi, við Goal.com. „Þegar þú elst upp sérðu ekkert nema karlkyns fyrirmyndir í fótbolta. Núna er hún framan á Pepsi, það er gífurlega stórt,“ bætti hann við. Hansen spilaði fótbolta með strákum á sínum yngri árum í Oslo þar sem ekki var til kvenkyns lið í hverfinu sem hún ólst upp í. Þá var hún komin í aðallið Stabæk einungis 15 ára gömul og var byrjuð að spila með norska landsliðinu aðeins 16 ára. Árið 2014 gekk hún til liðs við þýska liðið Wolfsburg þar sem hún lék í 5 ár og vann 8 stóra titla áður en hún tók þá áhættu að skipta yfir til Barcelona árið 2019. „Barcelona sagði mér að þau eru að reyna að búa til besta lið í heimi og ég hef trú á verkefninu,“ sagði Hansen áður en hún skrifaði undir hjá félaginu. Barcelona vann sinn fyrsta Meistaradeildar titill þegar liðið vann bikarinn á síðasta ári. Andstæðingar liðsins í dag, Lyon, er sigursælasta lið keppninnar með sjö titla en Lyon vann Meistaradeildina fimm ár í röð áður en Barcelona vann í fyrra. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Sjá meira
Kvennaknattspyrnan hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarið og eftirvænting fyrir úrslitaleiknum á eftir er gríðarleg. Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon, getur unnið sinn annan Evrópumeistaratitill með liðinu en til þess þurfa þær að komast í gegnum ríkjandi Evrópumeistara frá Barcelona. Lið Barcelona hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og er í dag meðal bestu liða í heimi. Goal.com tók saman smá samantekt um uppgang liðsins og norska vængmanninn Caroline Graham Hansen, sem hefur fengið gælunafnið hin norska Messi. „Nafn hennar hefur stækkað svo mikið að hún hefur kastað Messi af Pepsi flöskunum. Pepsi hefur fjarlægt Messi og sett Caroline í staðinn,“ sagði Richard Jansen, vallarþulur hjá Stabæk í Noregi, við Goal.com. „Þegar þú elst upp sérðu ekkert nema karlkyns fyrirmyndir í fótbolta. Núna er hún framan á Pepsi, það er gífurlega stórt,“ bætti hann við. Hansen spilaði fótbolta með strákum á sínum yngri árum í Oslo þar sem ekki var til kvenkyns lið í hverfinu sem hún ólst upp í. Þá var hún komin í aðallið Stabæk einungis 15 ára gömul og var byrjuð að spila með norska landsliðinu aðeins 16 ára. Árið 2014 gekk hún til liðs við þýska liðið Wolfsburg þar sem hún lék í 5 ár og vann 8 stóra titla áður en hún tók þá áhættu að skipta yfir til Barcelona árið 2019. „Barcelona sagði mér að þau eru að reyna að búa til besta lið í heimi og ég hef trú á verkefninu,“ sagði Hansen áður en hún skrifaði undir hjá félaginu. Barcelona vann sinn fyrsta Meistaradeildar titill þegar liðið vann bikarinn á síðasta ári. Andstæðingar liðsins í dag, Lyon, er sigursælasta lið keppninnar með sjö titla en Lyon vann Meistaradeildina fimm ár í röð áður en Barcelona vann í fyrra.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Sjá meira