Biden nýtir herinn til að bregðast við alvarlegum skorti á ungbarnablöndu Eiður Þór Árnason skrifar 23. maí 2022 11:36 Fjölmargar verslanir hafa takmarkað það magn sem viðskiptavinum er heimilt að kaupa af barnaþurrmjólk. Getty/Tayfun Coskun/Anadolu Agency Um 39 tonn af barnaþurrmjólk hafa verið flutt til Bandaríkjanna frá Evrópu til að bregðast við langvarandi vöruskorti. Herflugvél lenti með farminn í Indianapolis í gær og er von á fleiri slíkum sendingum í vikunni. Sífellt erfiðara hefur verið fyrir nýbakaða foreldra að nálgast þurrmjólk og ungbarnablöndu í Bandaríkjunum eftir að stærstu þurrmjólkurverksmiðju landsins var tímabundið lokað. Framleiðandinn Abbott Nutrition lokaði verksmiðju sinni í Minneapolis í febrúar vegna gruns um að framleiðsluvörur hafi leitt til veikinda hjá ungbörnum. Sendingin er hluti af sérstökum aðgerðum ríkisstjórnar Joes Biden sem hefur gengið erfiðlega að bregðast við vöruskortinum. Miklar takmarkanir hvíla á innflutningi á þurrmjólk til Bandaríkjanna og fara þrír innlendir framleiðendur með 90 prósent markaðshlutdeild. Þar af fer Abbott með tæpan helming, eða 48 prósent. Fyrsta sendingin sem er hluti af neyðaraðgerðum Biden-stjórnarinnar kom til landsins í gær.Getty/Jon Cherry Einkum vantað vörur fyrir börn með ofnæmi Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar hafi flutningstíminn frá Evrópu verið styttur úr tveimur vikum í um þrjá daga. Hvíta húsið segir að 132 vörubretti af Nestlé Health Science Alfamino Infant og Alfamino Junior barnaþurrmjólk muni brátt yfirgefa Ramstein-herflugvöllinn í Þýskalandi. Þá séu önnur 114 bretti af Gerber Good Start Extensive HA ungbarnablöndu á leið til landsins á næstu dögum. Alls séu um 1,5 milljón flöskur af þessum þremur tegundum væntanlegar til landsins í þessari viku en þær henta fyrir börn með ofnæmi fyrir mjólkurpróteini úr kúamjólk. Einkum hefur skort þessa tegund ungbarnablöndu í Bandaríkjunum. Þurfa að sótthreinsa alla verksmiðjuna Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) fann Cronobacter sakazakii-bakteríu á nokkrum stöðum í verksmiðju Abbott við eftirlit í janúar, febrúar og mars. Þá sýna gögn að fyrirtækið hafi fundið Cronobacter-bakteríu í framleiðsluvörum sínum árin 2019 og 2020 en örverurnar finnast víða í umhverfinu. FDA komst síðar að þeirri niðurstöðu að örverusýnin sem fundust í verksmiðjunni pössuðu ekki við sýnin sem tekin voru hjá börnunum sem veiktust og eða í þurrmjólkinni sem neyttu. Abbott sagði í tilkynningu að engin tengsl væru milli veikindatilfellanna og að hvorki Chronobacter né Salmonella hafi greinst í þurrmjólk sem dreift hafi verið til neytenda. Í bráðabirgðaniðurstöðum FDA segir að Abbott Nutrition hafi skort nægilega góða ferla til að koma í veg fyrir mengun skilaði sér í framleiðsluvörurnar. Í samkomulagi fyrirtækisins við FDA féllst það á að sótthreinsa öll yfirborð og búnað í verksmiðjunni áður en framleiðsla hæfist á ný. Að sögn Abbott munu líða minnst sex til átta vikur frá því þar til að framleiðslan skilar sér í hillur verslana. Bandaríkin Barnavernd Innköllun Matur Joe Biden Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Sífellt erfiðara hefur verið fyrir nýbakaða foreldra að nálgast þurrmjólk og ungbarnablöndu í Bandaríkjunum eftir að stærstu þurrmjólkurverksmiðju landsins var tímabundið lokað. Framleiðandinn Abbott Nutrition lokaði verksmiðju sinni í Minneapolis í febrúar vegna gruns um að framleiðsluvörur hafi leitt til veikinda hjá ungbörnum. Sendingin er hluti af sérstökum aðgerðum ríkisstjórnar Joes Biden sem hefur gengið erfiðlega að bregðast við vöruskortinum. Miklar takmarkanir hvíla á innflutningi á þurrmjólk til Bandaríkjanna og fara þrír innlendir framleiðendur með 90 prósent markaðshlutdeild. Þar af fer Abbott með tæpan helming, eða 48 prósent. Fyrsta sendingin sem er hluti af neyðaraðgerðum Biden-stjórnarinnar kom til landsins í gær.Getty/Jon Cherry Einkum vantað vörur fyrir börn með ofnæmi Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar hafi flutningstíminn frá Evrópu verið styttur úr tveimur vikum í um þrjá daga. Hvíta húsið segir að 132 vörubretti af Nestlé Health Science Alfamino Infant og Alfamino Junior barnaþurrmjólk muni brátt yfirgefa Ramstein-herflugvöllinn í Þýskalandi. Þá séu önnur 114 bretti af Gerber Good Start Extensive HA ungbarnablöndu á leið til landsins á næstu dögum. Alls séu um 1,5 milljón flöskur af þessum þremur tegundum væntanlegar til landsins í þessari viku en þær henta fyrir börn með ofnæmi fyrir mjólkurpróteini úr kúamjólk. Einkum hefur skort þessa tegund ungbarnablöndu í Bandaríkjunum. Þurfa að sótthreinsa alla verksmiðjuna Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) fann Cronobacter sakazakii-bakteríu á nokkrum stöðum í verksmiðju Abbott við eftirlit í janúar, febrúar og mars. Þá sýna gögn að fyrirtækið hafi fundið Cronobacter-bakteríu í framleiðsluvörum sínum árin 2019 og 2020 en örverurnar finnast víða í umhverfinu. FDA komst síðar að þeirri niðurstöðu að örverusýnin sem fundust í verksmiðjunni pössuðu ekki við sýnin sem tekin voru hjá börnunum sem veiktust og eða í þurrmjólkinni sem neyttu. Abbott sagði í tilkynningu að engin tengsl væru milli veikindatilfellanna og að hvorki Chronobacter né Salmonella hafi greinst í þurrmjólk sem dreift hafi verið til neytenda. Í bráðabirgðaniðurstöðum FDA segir að Abbott Nutrition hafi skort nægilega góða ferla til að koma í veg fyrir mengun skilaði sér í framleiðsluvörurnar. Í samkomulagi fyrirtækisins við FDA féllst það á að sótthreinsa öll yfirborð og búnað í verksmiðjunni áður en framleiðsla hæfist á ný. Að sögn Abbott munu líða minnst sex til átta vikur frá því þar til að framleiðslan skilar sér í hillur verslana.
Bandaríkin Barnavernd Innköllun Matur Joe Biden Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira