Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 09:47 Spænsk yfirvöld kanna hvort að apabóla kunni að hafa dreift sér á fjölsóttum gleðigönguviðburði á Kanaríeyjum. Myndin er frá slíkri hátíð þar fyrir nokkrum árum. Vísir/EPA Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. Fleiri en níutíu tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. David Heymann, fyrrverandi yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir helstu tilgátuna um uppruna smitanna að þau hafi borist á milli sam- og tvíkynhneigðra karlmanna með kynlífi á tveimur reifum á Spáni og Belgíu. Spænsk heilbrigðisyfirvöld segjast rannsaka möguleg tengsl við gleðigöngu á Kanaríeyjum þar sem um 80.000 manns komu saman og gufubað í Madrid, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í Bretlandi hefur það vakið athygli yfirvalda að verulegur hluti þeirra sem hafa smitast sé ungir sam- eða tvíkynhneigðir karlmenn sem hafa aldrei ferðast til Afríku. Sömu sögu hafa yfirvöld í Portúgal og á Spáni að segja. Erfitt er sagt að greina á milli hvort að sjúkdómurinn smitist við kynlífið sjálft eða hvort bólan hafi borist á milli vegna náins samneytis í kringum það. WHO telur að bólan kunni að hafa dreift sér svo lítið bæri á um nokkurn tíma í ljósi þess hversu víða hún hefur skotið upp kollinum. Heymann segir þó ólíklegt að apabólan verði að útbreiddum faraldri. „Þetta er ekki Covid. Við verðum að hægja á henni en hún dreifir sér ekki í lofti og við höfum bóluefni til að verjast henni,“ segir hann. Apabóla Heilbrigðismál Tónlist Kynlíf Tengdar fréttir Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. 23. maí 2022 07:30 Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga. 21. maí 2022 21:21 Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. 20. maí 2022 13:14 Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Fleiri en níutíu tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. David Heymann, fyrrverandi yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir helstu tilgátuna um uppruna smitanna að þau hafi borist á milli sam- og tvíkynhneigðra karlmanna með kynlífi á tveimur reifum á Spáni og Belgíu. Spænsk heilbrigðisyfirvöld segjast rannsaka möguleg tengsl við gleðigöngu á Kanaríeyjum þar sem um 80.000 manns komu saman og gufubað í Madrid, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í Bretlandi hefur það vakið athygli yfirvalda að verulegur hluti þeirra sem hafa smitast sé ungir sam- eða tvíkynhneigðir karlmenn sem hafa aldrei ferðast til Afríku. Sömu sögu hafa yfirvöld í Portúgal og á Spáni að segja. Erfitt er sagt að greina á milli hvort að sjúkdómurinn smitist við kynlífið sjálft eða hvort bólan hafi borist á milli vegna náins samneytis í kringum það. WHO telur að bólan kunni að hafa dreift sér svo lítið bæri á um nokkurn tíma í ljósi þess hversu víða hún hefur skotið upp kollinum. Heymann segir þó ólíklegt að apabólan verði að útbreiddum faraldri. „Þetta er ekki Covid. Við verðum að hægja á henni en hún dreifir sér ekki í lofti og við höfum bóluefni til að verjast henni,“ segir hann.
Apabóla Heilbrigðismál Tónlist Kynlíf Tengdar fréttir Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. 23. maí 2022 07:30 Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga. 21. maí 2022 21:21 Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. 20. maí 2022 13:14 Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Margs konar hættur steðja að heimsbyggðinni á sama tíma Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við því að margskonar hættur steðji nú að heimsbyggðinni á sama tíma. 23. maí 2022 07:30
Áttatíu einstaklingar í tólf ríkjum greinst með apabólu Fleiri en 80 tilfelli apabólu hafa greinst í að minnsta kosti tólf ríkjum. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir að verið sé að rannsaka um 50 möguleg tilvik til viðbótar og varar við því að þeim muni fjölga. 21. maí 2022 21:21
Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. 20. maí 2022 13:14
Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40