Athugasemd SÍ við starfshætti SÁÁ Olga Ingólfsdóttir skrifar 23. maí 2022 11:00 Hvað felst í athugasemdum Sjúkratrygginga Íslands er varðar starfshætti SÁÁ sem nú eru komnar á borð Héraðssaksóknara? Hinn 29. desember 2021 sendu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stjórn SÁÁ bréf varðandi eftirlit vegna reikningsgerðar samtakanna. Í bréfinu tilkynntu SÍ þau endanleg áform sín að krefja SÁÁ um endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni um 174,5 mkr. Hvað eru tilhæfulausir reikningar? Til þess að geta sent SÍ reikning vegna viðtals og annarrar heilbrigðisþjónustu á göngudeild þarf sjúklingurinn að koma til viðtals og heilbrigðisstarfsmaðurinn að skrá lýsingu á þjónustunni í sjúkraskrá. Af því loknu er hægt að útbúa reikning sem sjúklingurinn samþykkir og senda hann SÍ. Þegar SÍ fór í eftirlitsferð til SÁÁ kom í ljós að reikningar höfðu verið sendir þrátt fyrir að mikið vantaði upp á að rétt vinnubrögð væru viðhöfð og SÍ borgað þá svo í góðri trú. Samkvæmt samningi SÁÁ við SÍ er einungis hægt að senda reikning fyrir viðtal eða hópmeðferð sem veitt er á staðnum. Engin dæmi eru um að borga fyrir símaviðtöl hvað þá óumbeðin símtöl. Þegar eftirlitsfólk SÍ sem hafði lagaheimild til að skoða málin fór í eftirlitsferð blasti alvaran við. Í fyrsta lagi kom í ljós að rúmlega 3.800 reikningar höfðu verið sendir fyrir óumbeðin símaviðtöl við sjúklinga sem ekki voru færði í sjúkraskrár. Þegar að þetta komst upp reyndu starfsmenn að bæta úr með því að breyta sjúkraskrám eftir á sem er alvarlegt. SÍ gerði einnig athugasemdir við óeðlilegan fjölda reikninga frá SÁÁ vegna ráðgjafaviðtala á göngudeildinni á Akureyri í nóvember 2020 eða 360 talsins. Til samanburðar komu að meðaltali 20 einstaklingar mánaðarlega á sömu göngudeild í öll úrræði árið 2019 – aukningin er því 18 föld. Óþörf lokun göngudeildar Tilraunir SÁÁ til þess að reka fjarheilbrigðisþjónustu komu til vegna lokunar göngudeildar SÁÁ. Var það mat SÁÁ að það ástand sem skapaðist í kjölfar heimsfaraldurs hafi mjög svo torveldað heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma benda SÍ á að starfsemi á göngudeildum fíknigeðdeildar Landspítala hafi farið fram með óbreyttu sniði frá maí 2020 og áfram, bæði hóptímar og einstaklingsviðtöl. Vanefndir á þjónustu og þjónustumagni SI gera alvarlegar athugasemdir við það að SÁÁ hafi ekki afhent það þjónustumagna í meðferð alkóhólista sem samið var um og greitt fyrir og telja SI sig því eiga inni hjá SÁÁ fyrir óafhenta þjónustu. Á sama tíma hefur biðlisti eftir meðferð lengst. En er SÁÁ komin á lygnan sjó? Þrátt fyrir þessar alvarlegu athugasemdir SÍ á starfsháttum SÁÁ sendir formaður SÁÁ til félagsmanna samtakanna í bréf hinn 17. maí síðastliðinn þar sem hann segir að starfsemi samtakanna sé nú ,,komin á lygnan sjó” eftir umbrotatíma, þrátt fyrir að „athugasemdir Sjúkratrygginga við SÁÁ hafi ekki verið leiddar til lykta.“ Að sögn formanns SÁÁ sem nú býður sig fram til endurkjörs telur þetta lítið mál og snúist ekki um ,,peninga”, heldur túlkun samninga og útfærslur meðferðarstarfsins í heimsfaraldrinum.“ Fram kemur í skeytinu að SÁÁ hafi átt í viðræðum við SÍ „um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði.“ Niðurstaða SÍ stendur óhögguð Þetta segir formaður SÁÁ þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að bregðast við áformum SÍ um að krefjast endurgreiðslu upp á um 174,5 m.kr. Að mati SÍ hefur hins vegar ekkert í svörum SÁÁ breytt niðurstöðu stofnunarinnar og stendur því endurgreiðslukrafan óhögguð. Það má vera að núverandi framkvæmdastjórn SÁÁ telji samtökin sigla „lygnan sjó“ en allt bendir til þess að það sé einungis sagt til þess að slá ryki í augu þeirra sem ganga á næstunni að kjörborðinu og kjósa til stjórnar SÁÁ. Eftir stendur að enn er ósamið við SÍ um endurgreiðslu á gríðarlegum fjármunum auk þess sem mál tengd eftirliti SÍ bíða afgreiðslu hjá Héraðssaksóknara, Embætti landlæknis og Persónuvernd. Höfundur er félagsmaður í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað felst í athugasemdum Sjúkratrygginga Íslands er varðar starfshætti SÁÁ sem nú eru komnar á borð Héraðssaksóknara? Hinn 29. desember 2021 sendu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stjórn SÁÁ bréf varðandi eftirlit vegna reikningsgerðar samtakanna. Í bréfinu tilkynntu SÍ þau endanleg áform sín að krefja SÁÁ um endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni um 174,5 mkr. Hvað eru tilhæfulausir reikningar? Til þess að geta sent SÍ reikning vegna viðtals og annarrar heilbrigðisþjónustu á göngudeild þarf sjúklingurinn að koma til viðtals og heilbrigðisstarfsmaðurinn að skrá lýsingu á þjónustunni í sjúkraskrá. Af því loknu er hægt að útbúa reikning sem sjúklingurinn samþykkir og senda hann SÍ. Þegar SÍ fór í eftirlitsferð til SÁÁ kom í ljós að reikningar höfðu verið sendir þrátt fyrir að mikið vantaði upp á að rétt vinnubrögð væru viðhöfð og SÍ borgað þá svo í góðri trú. Samkvæmt samningi SÁÁ við SÍ er einungis hægt að senda reikning fyrir viðtal eða hópmeðferð sem veitt er á staðnum. Engin dæmi eru um að borga fyrir símaviðtöl hvað þá óumbeðin símtöl. Þegar eftirlitsfólk SÍ sem hafði lagaheimild til að skoða málin fór í eftirlitsferð blasti alvaran við. Í fyrsta lagi kom í ljós að rúmlega 3.800 reikningar höfðu verið sendir fyrir óumbeðin símaviðtöl við sjúklinga sem ekki voru færði í sjúkraskrár. Þegar að þetta komst upp reyndu starfsmenn að bæta úr með því að breyta sjúkraskrám eftir á sem er alvarlegt. SÍ gerði einnig athugasemdir við óeðlilegan fjölda reikninga frá SÁÁ vegna ráðgjafaviðtala á göngudeildinni á Akureyri í nóvember 2020 eða 360 talsins. Til samanburðar komu að meðaltali 20 einstaklingar mánaðarlega á sömu göngudeild í öll úrræði árið 2019 – aukningin er því 18 föld. Óþörf lokun göngudeildar Tilraunir SÁÁ til þess að reka fjarheilbrigðisþjónustu komu til vegna lokunar göngudeildar SÁÁ. Var það mat SÁÁ að það ástand sem skapaðist í kjölfar heimsfaraldurs hafi mjög svo torveldað heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma benda SÍ á að starfsemi á göngudeildum fíknigeðdeildar Landspítala hafi farið fram með óbreyttu sniði frá maí 2020 og áfram, bæði hóptímar og einstaklingsviðtöl. Vanefndir á þjónustu og þjónustumagni SI gera alvarlegar athugasemdir við það að SÁÁ hafi ekki afhent það þjónustumagna í meðferð alkóhólista sem samið var um og greitt fyrir og telja SI sig því eiga inni hjá SÁÁ fyrir óafhenta þjónustu. Á sama tíma hefur biðlisti eftir meðferð lengst. En er SÁÁ komin á lygnan sjó? Þrátt fyrir þessar alvarlegu athugasemdir SÍ á starfsháttum SÁÁ sendir formaður SÁÁ til félagsmanna samtakanna í bréf hinn 17. maí síðastliðinn þar sem hann segir að starfsemi samtakanna sé nú ,,komin á lygnan sjó” eftir umbrotatíma, þrátt fyrir að „athugasemdir Sjúkratrygginga við SÁÁ hafi ekki verið leiddar til lykta.“ Að sögn formanns SÁÁ sem nú býður sig fram til endurkjörs telur þetta lítið mál og snúist ekki um ,,peninga”, heldur túlkun samninga og útfærslur meðferðarstarfsins í heimsfaraldrinum.“ Fram kemur í skeytinu að SÁÁ hafi átt í viðræðum við SÍ „um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði.“ Niðurstaða SÍ stendur óhögguð Þetta segir formaður SÁÁ þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að bregðast við áformum SÍ um að krefjast endurgreiðslu upp á um 174,5 m.kr. Að mati SÍ hefur hins vegar ekkert í svörum SÁÁ breytt niðurstöðu stofnunarinnar og stendur því endurgreiðslukrafan óhögguð. Það má vera að núverandi framkvæmdastjórn SÁÁ telji samtökin sigla „lygnan sjó“ en allt bendir til þess að það sé einungis sagt til þess að slá ryki í augu þeirra sem ganga á næstunni að kjörborðinu og kjósa til stjórnar SÁÁ. Eftir stendur að enn er ósamið við SÍ um endurgreiðslu á gríðarlegum fjármunum auk þess sem mál tengd eftirliti SÍ bíða afgreiðslu hjá Héraðssaksóknara, Embætti landlæknis og Persónuvernd. Höfundur er félagsmaður í SÁÁ.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun