Fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi dæmdur í mánaðarfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 11:40 Herjólfur í Landeyjahöfn. Skipstjórinn stýrði ferjunni í sjö ferðum í desember 2021 og janúar 2022 án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Vísir/Egill Héraðsdómur Suðurlands dæmdi fyrrverandi skipstjóra á Herjólfi í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla Vestmannaeyjaferjunni ítrekað án þess að hafa gild atvinnuréttindi og skrá aðra skipstjóra í sinn stað án þeirra vitundar. Brotin framdi maðurinn í desember í fyrra og janúar á þessu ári, alls í sjö skipti. Atvinnuréttindi hans höfðu runnið út skömmu fyrir jól en hann hélt áfram að sigla ferjunni sem yfirskipstjóri þar til réttindin voru endurnýjuð í janúar. Á meðan hann var réttindalaus skráði hann aðra sem skipstjóra í lögskráningarkerfi sem Samgöngustofa rekur. Þeir sem hann skráði vissu ekki af því og þrír af fjórum voru ekki í áhöfninni í ferðunum sem skipstjórinn sigldi án réttinda. Í einu tilfelli skráði hann yfirstýrimann sem var við störf í skipinu sem skipstjóra. Skipstjórinn var sendur í leyfi en samið var um starfslok hans í síðasta mánuði. Fjórir starfsmenn Herjólfs höfðu þá sagt upp vegna málsins. Tekið tillit til neikvæðra áhrif á líf hans Fyrir dómi gekkst maðurinn skýlaust við brotunum sem honum voru gefin að sök. Sagðist hann iðrast gjörða sinna og hann hefði misst vinnuna vegna þeirra. Verjandi óskaði eftir að refsing hans yrði bundin við skilorð. Héraðsdómur féllst á að skilorðsbinda þrjátíu daga fangelsisdóminn í tvö ár með vísan til þess að hann hefði játað brot sitt og hann hefði ekki sætt refsingu áður. Við ákvörðun refsingar var litið til iðrunar manns og að hann hefði verið samvinnufús auk þess sem háttsemi hans hefði haft veruleg neikvæð áhrif á líf hans. Brotin hefði þó verið alvarleg og náð yfir þónokkurra daga tímabil og nokkrar ferðir á farþegaskipi. Herjólfur Skipaflutningar Vestmannaeyjar Dómsmál Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um starfslok skipstjórans Herjólfur hefur komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út en mbl.is greinir frá þessu. Starfsmönnum var tilkynnt um málið í gær en skipstjórinn var upprunalega sendur í leyfi. 21. apríl 2022 22:24 „Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. 30. janúar 2022 15:00 Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Brotin framdi maðurinn í desember í fyrra og janúar á þessu ári, alls í sjö skipti. Atvinnuréttindi hans höfðu runnið út skömmu fyrir jól en hann hélt áfram að sigla ferjunni sem yfirskipstjóri þar til réttindin voru endurnýjuð í janúar. Á meðan hann var réttindalaus skráði hann aðra sem skipstjóra í lögskráningarkerfi sem Samgöngustofa rekur. Þeir sem hann skráði vissu ekki af því og þrír af fjórum voru ekki í áhöfninni í ferðunum sem skipstjórinn sigldi án réttinda. Í einu tilfelli skráði hann yfirstýrimann sem var við störf í skipinu sem skipstjóra. Skipstjórinn var sendur í leyfi en samið var um starfslok hans í síðasta mánuði. Fjórir starfsmenn Herjólfs höfðu þá sagt upp vegna málsins. Tekið tillit til neikvæðra áhrif á líf hans Fyrir dómi gekkst maðurinn skýlaust við brotunum sem honum voru gefin að sök. Sagðist hann iðrast gjörða sinna og hann hefði misst vinnuna vegna þeirra. Verjandi óskaði eftir að refsing hans yrði bundin við skilorð. Héraðsdómur féllst á að skilorðsbinda þrjátíu daga fangelsisdóminn í tvö ár með vísan til þess að hann hefði játað brot sitt og hann hefði ekki sætt refsingu áður. Við ákvörðun refsingar var litið til iðrunar manns og að hann hefði verið samvinnufús auk þess sem háttsemi hans hefði haft veruleg neikvæð áhrif á líf hans. Brotin hefði þó verið alvarleg og náð yfir þónokkurra daga tímabil og nokkrar ferðir á farþegaskipi.
Herjólfur Skipaflutningar Vestmannaeyjar Dómsmál Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um starfslok skipstjórans Herjólfur hefur komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út en mbl.is greinir frá þessu. Starfsmönnum var tilkynnt um málið í gær en skipstjórinn var upprunalega sendur í leyfi. 21. apríl 2022 22:24 „Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. 30. janúar 2022 15:00 Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Komust að samkomulagi um starfslok skipstjórans Herjólfur hefur komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út en mbl.is greinir frá þessu. Starfsmönnum var tilkynnt um málið í gær en skipstjórinn var upprunalega sendur í leyfi. 21. apríl 2022 22:24
„Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. 30. janúar 2022 15:00
Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17