Fyrsti rafmagnsflugmaður Íslands: „Ótrúlega spennandi að vera partur af þessari þróun“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. maí 2022 15:06 Eyleif Ósk er búsett í Svíþjóð og hefur mikla ástríðu fyrir fluginu. Aðsend Eyleif Ósk er 25 ára gömul og starfar sem flugkennari og flugmaður í Svíþjóð, þar sem hún sérhæfir sig í að fljúga rafmagns flugvélum. Eftir að hafa spurst fyrir hér heima segir hún ljóst að hún sé fyrsti rafmagns flugmaður Íslands. Blaðamaður hafði samband við Eyleif og fékk að skyggnast inn í hennar spennandi heim. „Ég hef alltaf búið á Íslandi en ég flutti til Svíþjóðar í vor til að starfa sem flugkennari hjá Green Flight Academy. Ég byrjaði í flugnámi á Íslandi árið 2018 og útskrifaðist í ársbyrjun 2021, eftir smá tafir vegna Covid 19,“ segir Eyleif en áhugi hennar á flugi kviknaði fyrst þegar hún starfaði í álverinu í Straumsvík. Samstarfsmaður hennar hafði ákveðið að taka einkaflugmanninn og áhugi hans smitaði út frá sér. View this post on Instagram A post shared by Eyleif O sk (@eyleifosk) „Þá kviknaði einhver pera í hausnum á mér. Ég var þá að safna mér fyrir heimsreisu og ég man að ég hugsaði að ef að þessi áhugi væri enn þá lifandi eftir heimsreisuna þá myndi ég láta vaða. Svo var bara ekki aftur snúið.“ Keppast að því að finna betri lausnir Samkvæmt Eyleif eru rafmagnsflugvélar ný bylgja sem er að byrja í flugheiminum, rétt eins og í bílaheiminum. Eina er að krafan fyrir batteríin í flugheiminum er enn stærri en í bílunum, svo þróunin tekur aðeins lengri tíma. „Ég hafði aldrei heyrt um rafmagnsflugvélar þangað til bara nýlega. Þær eru tiltölulega nýtt fyrirbrigði. Flugvélin sem við erum að fljúga hérna úti í skólanum mínum, Green Flight Academy, heitir Pipistrel Velis Electro og er fyrsta rafmagnsflugvélin með samþykkt tegundarskírteini (e. type certificate).“ Eyleif er spennt fyrir þessari þróun á flugvélum og segir hana án efa jákvæða. „Það sem mér finnst mest spennandi við þetta allt saman er að flugiðnaðurinn er að þróast í umhverfisvænni átt. Því miður er flugiðnaðurinn ekki umhverfisvænn iðnaður og ég trúi því að það séu allir að keppast að því að finna betri lausnir. Hvort sem það verður rafmagn eða annað gas sem mun ganga á vélunum okkar í framtíðinni, þá er ótrúlega spennandi að vera partur af þessari þróun. Ég trúi því að skólinn okkar, Green Flight Academy, verði leiðandi í þessari þróun.“ Eyleif segir spennandi að vera partur af umhverfisvænni þróun í flugheiminum.Aðsend Óútskýranleg upplifun Eyleif hefur algjörlega fundið sig í fluginu og segir það engu líkt. „Það sem ég elska mest af öllu við flugið er tilfinningin þegar maður er í loftinu. Algjört frelsi og algjör friður en algjör fókus á sama tíma, ég get eiginlega ekki útskýrt það. Svo er það algjör bónus hvað þetta er skemmtilegur iðnaður með skemmtilegu og ástríðufullu fólki.“ View this post on Instagram A post shared by Eyleif O sk (@eyleifosk) Það eina sem kemst að Hún segir hugann ekki leita annað um þessar mundir og telur líklegt að hún sé komin til að vera í Svíþjóð. „Allur fókusinn hjá mér núna er bara að hjálpa skólanum okkar í Svíþjóð að stækka og dafna. Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt verkefni að það er það eina sem ég hugsa um þessa dagana.“ Sjálfbærni og endurvinnsla í fyrirrúmi „Skólinn okkar Green Flight Academy er í bæ í Svíþjóð sem heitir Skellefteå. Hér er algjör bylting í gangi hvað varðar sjálfbærni og skólinn er með það útplanað hvernig „hringrásin“ verður. Við fáum rafmagn hér í Skellefteå frá sjálfbærum vindmyllum, sem gefur okkur rafmagn, bæði í rafmagnsrútu sem mun skutla okkur upp á flugvöll og til að hlaða flugvélarnar. Svo erum við hérna með risa endurvinnslustöð sem heitir Boliden Smelter sem endurvinnur málma og batterí, sem mun endurvinna flugvélarnar okkar eftir að þær syngja sinn síðasta söng,“ segir Eyleif að lokum. Svíþjóð Lífið Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Orkuskipti Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Ég hef alltaf búið á Íslandi en ég flutti til Svíþjóðar í vor til að starfa sem flugkennari hjá Green Flight Academy. Ég byrjaði í flugnámi á Íslandi árið 2018 og útskrifaðist í ársbyrjun 2021, eftir smá tafir vegna Covid 19,“ segir Eyleif en áhugi hennar á flugi kviknaði fyrst þegar hún starfaði í álverinu í Straumsvík. Samstarfsmaður hennar hafði ákveðið að taka einkaflugmanninn og áhugi hans smitaði út frá sér. View this post on Instagram A post shared by Eyleif O sk (@eyleifosk) „Þá kviknaði einhver pera í hausnum á mér. Ég var þá að safna mér fyrir heimsreisu og ég man að ég hugsaði að ef að þessi áhugi væri enn þá lifandi eftir heimsreisuna þá myndi ég láta vaða. Svo var bara ekki aftur snúið.“ Keppast að því að finna betri lausnir Samkvæmt Eyleif eru rafmagnsflugvélar ný bylgja sem er að byrja í flugheiminum, rétt eins og í bílaheiminum. Eina er að krafan fyrir batteríin í flugheiminum er enn stærri en í bílunum, svo þróunin tekur aðeins lengri tíma. „Ég hafði aldrei heyrt um rafmagnsflugvélar þangað til bara nýlega. Þær eru tiltölulega nýtt fyrirbrigði. Flugvélin sem við erum að fljúga hérna úti í skólanum mínum, Green Flight Academy, heitir Pipistrel Velis Electro og er fyrsta rafmagnsflugvélin með samþykkt tegundarskírteini (e. type certificate).“ Eyleif er spennt fyrir þessari þróun á flugvélum og segir hana án efa jákvæða. „Það sem mér finnst mest spennandi við þetta allt saman er að flugiðnaðurinn er að þróast í umhverfisvænni átt. Því miður er flugiðnaðurinn ekki umhverfisvænn iðnaður og ég trúi því að það séu allir að keppast að því að finna betri lausnir. Hvort sem það verður rafmagn eða annað gas sem mun ganga á vélunum okkar í framtíðinni, þá er ótrúlega spennandi að vera partur af þessari þróun. Ég trúi því að skólinn okkar, Green Flight Academy, verði leiðandi í þessari þróun.“ Eyleif segir spennandi að vera partur af umhverfisvænni þróun í flugheiminum.Aðsend Óútskýranleg upplifun Eyleif hefur algjörlega fundið sig í fluginu og segir það engu líkt. „Það sem ég elska mest af öllu við flugið er tilfinningin þegar maður er í loftinu. Algjört frelsi og algjör friður en algjör fókus á sama tíma, ég get eiginlega ekki útskýrt það. Svo er það algjör bónus hvað þetta er skemmtilegur iðnaður með skemmtilegu og ástríðufullu fólki.“ View this post on Instagram A post shared by Eyleif O sk (@eyleifosk) Það eina sem kemst að Hún segir hugann ekki leita annað um þessar mundir og telur líklegt að hún sé komin til að vera í Svíþjóð. „Allur fókusinn hjá mér núna er bara að hjálpa skólanum okkar í Svíþjóð að stækka og dafna. Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt verkefni að það er það eina sem ég hugsa um þessa dagana.“ Sjálfbærni og endurvinnsla í fyrirrúmi „Skólinn okkar Green Flight Academy er í bæ í Svíþjóð sem heitir Skellefteå. Hér er algjör bylting í gangi hvað varðar sjálfbærni og skólinn er með það útplanað hvernig „hringrásin“ verður. Við fáum rafmagn hér í Skellefteå frá sjálfbærum vindmyllum, sem gefur okkur rafmagn, bæði í rafmagnsrútu sem mun skutla okkur upp á flugvöll og til að hlaða flugvélarnar. Svo erum við hérna með risa endurvinnslustöð sem heitir Boliden Smelter sem endurvinnur málma og batterí, sem mun endurvinna flugvélarnar okkar eftir að þær syngja sinn síðasta söng,“ segir Eyleif að lokum.
Svíþjóð Lífið Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Orkuskipti Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira