Perla Ösp nýr framkvæmdastjóri Eflingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2022 15:25 Perla Ösp hefur störf þann 1. júní. Perla Ösp Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Perla Ösp á að baki ellefu ár sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum en sagði upp störfum hjá bankanum fyrir ári. Perla tekur við starfinu af Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, sem var ráðin tímabundið. Öðrum starfsmönnum Eflingar var sagt upp í apríl en uppsagnirnar tóku gildi um síðastliðin mánaðamót. Þá má reikna með því að Perla sé ráðin til starfa í sex mánuði til að byrja með. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti á dögunum að þannig yrði fyrirkomulagið varðandi ráðningar á skrifstofu félagsins. Mikil reynsla við bankastörf Perla er margreynd þegar kemur að störfum hjá bönkum. Áður en hún gekk til liðs við Landsbankann árði 2010 starfaði hún sem greinandi hjá Seðlabankanum og gegndi samhliða störfum fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði orsakir fjármálahrunsins 2008. Perla er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Perla hafi í starfi sínu sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum stýrt teymi starfsmanna af svipaðri stærð og sé að finna á skrifstofu Eflingar. „Perla leiddi og tók þátt í fjölmörgum umbreytinga- og stefnumótunarverkefnum bæði innan áhættustýringar og fyrir bankann í heild. Gerð fjárhags- og viðskiptaáætlunar bankans var lykilþáttur í starfi Perlu í góðu samstarfi við önnur svið bankans. Sem stjórnandi hefur Perla brennandi áhuga á umbótum, góðum stjórnarháttum og stefnumótun,“ segir í tilkynningunnni. Hlakkar til farsælla samskipta Perla hefur störf 1. júní næstkomandi og segir í tilkynningunni að þar bíði hennar veigamikil og spennandi verkefni. Þar beri fyrst að nefna stefnumótun og eftirfylgni í tengslum við skipulagsbreytingar sem Efling hóf í apríl síðastliðnum. „Ég lýsi mikilli ánægju með þessa ráðningu. Við leituðum að framkvæmdastjóra sem getur ábyrgst góða stjórnarhætti, leitt vandaða áætlunargerð um reksturinn og átt gott samstarf við stjórn og starfsmenn. Það er ljóst að Perla Ösp hefur afburða færni og reynslu í þessum atriðum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. „Ég þakka það traust sem mér er sýnt gagnvart því mikilvæga verkefni að taka við skrifstofu Eflingar - stéttarfélags eftir róstursama tíma. Það eru mörg verðug verkefni sem bíða mín og þess teymis sem mun manna skrifstofuna. Ég treysti því að þekking mín og reynsla frá Landsbankanum muni styrkja Eflingu og hlakka til farsælla samskipta við stjórn og samstarfsfólk,“ sagði Perla Ösp. Fréttin hefur verið uppfærð. Vistaskipti Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Allir starfsmenn Eflingar ráðnir tímabundið til hálfs árs Allir þeir sem verða ráðnir til starfa á skrifstofu Eflingar verða ráðnir tímabundið til hálfs árs á meðan látið er reyna á nýtt skipulag á skrifstofunni. Öllum starfsmönnum skrifstofunnar var sagt upp störfum í síðasta mánuði, í kjölfar sigurs Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formannskosningum í febrúar. 10. maí 2022 08:10 Hagnaður Eflingar 543 milljónir króna Samkvæmt ársreikningi stéttarfélagsins Eflingar skilaði félagið 543 milljóna króna hagnaði árið 2021. Bókfært eigið fé er þrettán og hálfur milljarður króna. 7. maí 2022 10:44 Hin ósáttu þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins Á fjölmennum félagsfundi Eflingar á Hlíðarenda í gærkvöldi var tillaga um að draga til baka hópuppsagnir felld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjöríss hjá Eflingu og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, segja félagið nú vera klofið. Núverandi formaður segir að þau sem ekki geti unað niðurstöðunni þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins. 28. apríl 2022 13:45 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Perla tekur við starfinu af Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, sem var ráðin tímabundið. Öðrum starfsmönnum Eflingar var sagt upp í apríl en uppsagnirnar tóku gildi um síðastliðin mánaðamót. Þá má reikna með því að Perla sé ráðin til starfa í sex mánuði til að byrja með. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti á dögunum að þannig yrði fyrirkomulagið varðandi ráðningar á skrifstofu félagsins. Mikil reynsla við bankastörf Perla er margreynd þegar kemur að störfum hjá bönkum. Áður en hún gekk til liðs við Landsbankann árði 2010 starfaði hún sem greinandi hjá Seðlabankanum og gegndi samhliða störfum fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði orsakir fjármálahrunsins 2008. Perla er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilkynningu frá Eflingu segir að Perla hafi í starfi sínu sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum stýrt teymi starfsmanna af svipaðri stærð og sé að finna á skrifstofu Eflingar. „Perla leiddi og tók þátt í fjölmörgum umbreytinga- og stefnumótunarverkefnum bæði innan áhættustýringar og fyrir bankann í heild. Gerð fjárhags- og viðskiptaáætlunar bankans var lykilþáttur í starfi Perlu í góðu samstarfi við önnur svið bankans. Sem stjórnandi hefur Perla brennandi áhuga á umbótum, góðum stjórnarháttum og stefnumótun,“ segir í tilkynningunnni. Hlakkar til farsælla samskipta Perla hefur störf 1. júní næstkomandi og segir í tilkynningunni að þar bíði hennar veigamikil og spennandi verkefni. Þar beri fyrst að nefna stefnumótun og eftirfylgni í tengslum við skipulagsbreytingar sem Efling hóf í apríl síðastliðnum. „Ég lýsi mikilli ánægju með þessa ráðningu. Við leituðum að framkvæmdastjóra sem getur ábyrgst góða stjórnarhætti, leitt vandaða áætlunargerð um reksturinn og átt gott samstarf við stjórn og starfsmenn. Það er ljóst að Perla Ösp hefur afburða færni og reynslu í þessum atriðum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. „Ég þakka það traust sem mér er sýnt gagnvart því mikilvæga verkefni að taka við skrifstofu Eflingar - stéttarfélags eftir róstursama tíma. Það eru mörg verðug verkefni sem bíða mín og þess teymis sem mun manna skrifstofuna. Ég treysti því að þekking mín og reynsla frá Landsbankanum muni styrkja Eflingu og hlakka til farsælla samskipta við stjórn og samstarfsfólk,“ sagði Perla Ösp. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vistaskipti Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Allir starfsmenn Eflingar ráðnir tímabundið til hálfs árs Allir þeir sem verða ráðnir til starfa á skrifstofu Eflingar verða ráðnir tímabundið til hálfs árs á meðan látið er reyna á nýtt skipulag á skrifstofunni. Öllum starfsmönnum skrifstofunnar var sagt upp störfum í síðasta mánuði, í kjölfar sigurs Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formannskosningum í febrúar. 10. maí 2022 08:10 Hagnaður Eflingar 543 milljónir króna Samkvæmt ársreikningi stéttarfélagsins Eflingar skilaði félagið 543 milljóna króna hagnaði árið 2021. Bókfært eigið fé er þrettán og hálfur milljarður króna. 7. maí 2022 10:44 Hin ósáttu þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins Á fjölmennum félagsfundi Eflingar á Hlíðarenda í gærkvöldi var tillaga um að draga til baka hópuppsagnir felld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjöríss hjá Eflingu og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, segja félagið nú vera klofið. Núverandi formaður segir að þau sem ekki geti unað niðurstöðunni þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins. 28. apríl 2022 13:45 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Allir starfsmenn Eflingar ráðnir tímabundið til hálfs árs Allir þeir sem verða ráðnir til starfa á skrifstofu Eflingar verða ráðnir tímabundið til hálfs árs á meðan látið er reyna á nýtt skipulag á skrifstofunni. Öllum starfsmönnum skrifstofunnar var sagt upp störfum í síðasta mánuði, í kjölfar sigurs Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formannskosningum í febrúar. 10. maí 2022 08:10
Hagnaður Eflingar 543 milljónir króna Samkvæmt ársreikningi stéttarfélagsins Eflingar skilaði félagið 543 milljóna króna hagnaði árið 2021. Bókfært eigið fé er þrettán og hálfur milljarður króna. 7. maí 2022 10:44
Hin ósáttu þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins Á fjölmennum félagsfundi Eflingar á Hlíðarenda í gærkvöldi var tillaga um að draga til baka hópuppsagnir felld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjöríss hjá Eflingu og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, segja félagið nú vera klofið. Núverandi formaður segir að þau sem ekki geti unað niðurstöðunni þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins. 28. apríl 2022 13:45