Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 15:56 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir/Ragnar Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. Fráfarandi meirihlutaflokkar hafa óskað eftir viðræðum við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf og ætlar Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins, að funda með sínu fólki í kvöld. Tíðindin fara illa ofan í Hildi Björnsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Hún segir niðurstöður kosninganna skýrar: meirihlutinn hafi fallið og flokkar utan sitjandi meirihluta hafi fengið nær 60% kosningu. Kjósendur hafi kallað eftir breytingum. „Úr kjörkössunum birtist jafnframt skýrt ákall á breytt stjórnmál. Klækjastjórnmálum úr Ráðhúsi Reykjavíkur var hafnað. Nákvæmlega sömu klækjastjórnmálum og þrjóskubandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata beitir nú við meirihlutaviðræður. Bandalagið þráskallast við að halda völdum sem kjósendur vilja ekki fela þeim lengur – með útilokunum og þvingunum. Það getur tæplega talist upptaktur að farsælu samstarfi fyrir Framsóknarflokkinn,“ skrifar Hildur á Facebook. Hún segir marga möguleika við myndun meirihluta. Flokkur hennar sé tilbúinn til samtals við alla flokka um verkefni næsta kjörtímabils. „Nú reynir á Framsóknarflokkinn – og auðvitað alla flokka innan borgarstjórnar - að hafa hugrekkið til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál,“ skrifar Hildur. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Fráfarandi meirihlutaflokkar hafa óskað eftir viðræðum við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf og ætlar Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins, að funda með sínu fólki í kvöld. Tíðindin fara illa ofan í Hildi Björnsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Hún segir niðurstöður kosninganna skýrar: meirihlutinn hafi fallið og flokkar utan sitjandi meirihluta hafi fengið nær 60% kosningu. Kjósendur hafi kallað eftir breytingum. „Úr kjörkössunum birtist jafnframt skýrt ákall á breytt stjórnmál. Klækjastjórnmálum úr Ráðhúsi Reykjavíkur var hafnað. Nákvæmlega sömu klækjastjórnmálum og þrjóskubandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata beitir nú við meirihlutaviðræður. Bandalagið þráskallast við að halda völdum sem kjósendur vilja ekki fela þeim lengur – með útilokunum og þvingunum. Það getur tæplega talist upptaktur að farsælu samstarfi fyrir Framsóknarflokkinn,“ skrifar Hildur á Facebook. Hún segir marga möguleika við myndun meirihluta. Flokkur hennar sé tilbúinn til samtals við alla flokka um verkefni næsta kjörtímabils. „Nú reynir á Framsóknarflokkinn – og auðvitað alla flokka innan borgarstjórnar - að hafa hugrekkið til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál,“ skrifar Hildur.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira