Ný framtíð með betra sambandi Sigríður Mogensen og Haraldur Hallgrímsson skrifa 25. maí 2022 10:00 Lagning á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands, sem hófst nú í vikunni, eflir til muna fjarskiptaöryggi og stafræna samkeppnishæfni Íslands. Þá markar nýr strengur tímamót fyrir upplýsingatækni- og gagnaversiðnað hér á landi og opnar á fjölmörg tækifæri til aukinna fjárfestinga og útflutnings á þjónustu til Evrópu. Öflugur gagnaversiðnaður hefur byggst upp hér á landi á síðastliðnum áratug. Það sem komið hefur í veg fyrir að hann væri enn fjölbreyttari og sterkari er ótryggt öryggi gagnatenginga við útlönd. Ýmiss konar þjónusta sem gagnaver sinna er háð öruggum og hröðum gagnatengingum. Starfsemi gagnavera á Íslandi hefur falið í sér bætta nýtingu í raforkukerfinu á sama tíma og iðnaðurinn hefur leitt af sér miklar fjárfestingar, skapað hátæknistörf og afleidd jákvæð áhrif á upplýsingatækniiðnað hér á landi. Fjárfestingar í gagnaversiðnaði á síðustu árum nema tugum milljarða króna. Grundvöllur frekari sóknar Með tengingu á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands síðar á árinu er skapaður grundvöllur fyrir frekari sókn Íslands á sviði upplýsingatækni og stafræns iðnaðar. Í skýrslu sem unnin var af PWC fyrir Landsvirkjun, Farice, Íslandsstofu og fleiri hagaðila í gagnaversiðnaði kemur fram að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir ýmiss konar gagnatengda þjónustu, s.s. gervigreind, ofurgagnagreiningu og ofurreikniafl. Þar kemur fram að nýr fjarskiptastrengur hafi mjög jákvæð áhrif á getu Íslands til að laða að fjárfestingu í gagnaversiðnaði og auki breidd og fjölbreytni í gagnaversiðnaði hér á landi. Gögnin sífellt mikilvægari Gagnaversiðnaður er í stöðugri sókn á heimsvísu enda verða gögn og upplýsingatækni sífellt mikilvægari í viðskiptum og daglegu lífi. Gagnamagn eykst á degi hverjum og tilheyrandi gagnavinnsla sömuleiðis. Mynd sem tekin er á síma fer beint í tölvuský og er aðgengileg hvar sem er og hvenær sem er. Sömuleiðis getum við nálgast tónlist og myndefni þegar okkur hentar fyrir tilstuðlan gagnavera. Aukin notkun fyrirtækja og einstaklinga á upplýsingatækni hefur stuðlað að hröðum vexti gagnaversiðnaðar og búist er við að hann haldi áfram í veldisvexti. Ísland getur svo sannarlega tekið enn ríkari þátt í þessari þróun og er nýr fjarskiptastrengur grundvöllur þess. Með nýjum streng er fjarskiptaöryggi landsins tryggt en öflugir stafrænir innviðir eru forsenda aukinnar nýsköpunar, útflutnings og fjárfestinga til framtíðar í stafrænum heimi. Sigríður er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og Haraldur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Fjarskipti Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Lagning á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands, sem hófst nú í vikunni, eflir til muna fjarskiptaöryggi og stafræna samkeppnishæfni Íslands. Þá markar nýr strengur tímamót fyrir upplýsingatækni- og gagnaversiðnað hér á landi og opnar á fjölmörg tækifæri til aukinna fjárfestinga og útflutnings á þjónustu til Evrópu. Öflugur gagnaversiðnaður hefur byggst upp hér á landi á síðastliðnum áratug. Það sem komið hefur í veg fyrir að hann væri enn fjölbreyttari og sterkari er ótryggt öryggi gagnatenginga við útlönd. Ýmiss konar þjónusta sem gagnaver sinna er háð öruggum og hröðum gagnatengingum. Starfsemi gagnavera á Íslandi hefur falið í sér bætta nýtingu í raforkukerfinu á sama tíma og iðnaðurinn hefur leitt af sér miklar fjárfestingar, skapað hátæknistörf og afleidd jákvæð áhrif á upplýsingatækniiðnað hér á landi. Fjárfestingar í gagnaversiðnaði á síðustu árum nema tugum milljarða króna. Grundvöllur frekari sóknar Með tengingu á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands síðar á árinu er skapaður grundvöllur fyrir frekari sókn Íslands á sviði upplýsingatækni og stafræns iðnaðar. Í skýrslu sem unnin var af PWC fyrir Landsvirkjun, Farice, Íslandsstofu og fleiri hagaðila í gagnaversiðnaði kemur fram að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir ýmiss konar gagnatengda þjónustu, s.s. gervigreind, ofurgagnagreiningu og ofurreikniafl. Þar kemur fram að nýr fjarskiptastrengur hafi mjög jákvæð áhrif á getu Íslands til að laða að fjárfestingu í gagnaversiðnaði og auki breidd og fjölbreytni í gagnaversiðnaði hér á landi. Gögnin sífellt mikilvægari Gagnaversiðnaður er í stöðugri sókn á heimsvísu enda verða gögn og upplýsingatækni sífellt mikilvægari í viðskiptum og daglegu lífi. Gagnamagn eykst á degi hverjum og tilheyrandi gagnavinnsla sömuleiðis. Mynd sem tekin er á síma fer beint í tölvuský og er aðgengileg hvar sem er og hvenær sem er. Sömuleiðis getum við nálgast tónlist og myndefni þegar okkur hentar fyrir tilstuðlan gagnavera. Aukin notkun fyrirtækja og einstaklinga á upplýsingatækni hefur stuðlað að hröðum vexti gagnaversiðnaðar og búist er við að hann haldi áfram í veldisvexti. Ísland getur svo sannarlega tekið enn ríkari þátt í þessari þróun og er nýr fjarskiptastrengur grundvöllur þess. Með nýjum streng er fjarskiptaöryggi landsins tryggt en öflugir stafrænir innviðir eru forsenda aukinnar nýsköpunar, útflutnings og fjárfestinga til framtíðar í stafrænum heimi. Sigríður er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og Haraldur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar