Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2022 08:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mögulegt að hópsýkingar apabólu muni koma upp hér á landi. Vísir/Vilhelm Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í færslu á vef Embættis landlæknis í morgun. Þar kemur fram að síðastliðinn sunnudag hafi apabóla verið staðfest hjá 59 einstaklingum í níu löndum Evrópu – Portúgal, Spáni, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi – og að auki hafi tíu verið grunaðir um að vera sýktir. Í gær var greint frá því að tilfelli hafi svo komið upp í Danmörku. Sömuleiðis hafi sýkingin greinst í löndum utan Evrópu líkt og Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Ísrael. Er því líklegt að smit séu útbreiddari en núverandi tölur sýna. Manna í millum Þórólfur segir að af fyrirliggjandi faraldsfræðilegum upplýsingum sé ljóst að flest smitin hafi orðið á milli manna en ekki frá dýrum í menn og þá við náið samneyti eins og kynmök í mörgum tilfellum. „Til að minnka líkur á að apabóla berist til Íslands og að frekari dreifing verði innanlands, vill sóttvarnalæknir vekja athygli almennings á eftirfarandi: Forðist náin samneyti við ókunnuga á ferðalagi erlendis þ.m.t. kynmök. Ef einstaklingar sem hafa verið á ferðalagi erlendis fá sjúkdómseinkenni sem bent geta til apabólu (sjá fréttatilkynningu sóttvarnalæknis) er þeim bent á að fara í einangrun og hafa samband við heilsugæsluna símleiðis. Þeir sem eru sýktir þurfa að halda a.m.k. tveggja metra fjarlægð frá öðrum og forðast að deila fatnaði, handklæðum og rúmfötum með öðrum þar sem að smit getur borist á milli manna á þann hátt. Smitaðir einstaklingar ættu einnig að forðast samneyti við dýr á meðan þeir eru smitandi. Fólk er smitandi þar til að síðustu blöðrur á húð hafa þornað en það getur tekið 2–3 vikur. Á þessari stundu eru ekki tiltæk hér á landi bóluefni eða veirulyf gegn sýkingunni en í samvinnu við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) er unnið að því að kanna gagnsemi ákveðinna veirulyfja og bóluefna. Á vegum sóttvarnalæknis er verið að vinna að gerð leiðbeininga fyrir almenning og heilbrigðisstarfsmenn um sýkingavarnir til að lágmarka áhættu á smiti milli manna,“ segir í tilkynningunni frá sóttvarnalækni. Sjá má viðtal Sindra Sindrasonar við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum að neðan. Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í færslu á vef Embættis landlæknis í morgun. Þar kemur fram að síðastliðinn sunnudag hafi apabóla verið staðfest hjá 59 einstaklingum í níu löndum Evrópu – Portúgal, Spáni, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi – og að auki hafi tíu verið grunaðir um að vera sýktir. Í gær var greint frá því að tilfelli hafi svo komið upp í Danmörku. Sömuleiðis hafi sýkingin greinst í löndum utan Evrópu líkt og Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Ísrael. Er því líklegt að smit séu útbreiddari en núverandi tölur sýna. Manna í millum Þórólfur segir að af fyrirliggjandi faraldsfræðilegum upplýsingum sé ljóst að flest smitin hafi orðið á milli manna en ekki frá dýrum í menn og þá við náið samneyti eins og kynmök í mörgum tilfellum. „Til að minnka líkur á að apabóla berist til Íslands og að frekari dreifing verði innanlands, vill sóttvarnalæknir vekja athygli almennings á eftirfarandi: Forðist náin samneyti við ókunnuga á ferðalagi erlendis þ.m.t. kynmök. Ef einstaklingar sem hafa verið á ferðalagi erlendis fá sjúkdómseinkenni sem bent geta til apabólu (sjá fréttatilkynningu sóttvarnalæknis) er þeim bent á að fara í einangrun og hafa samband við heilsugæsluna símleiðis. Þeir sem eru sýktir þurfa að halda a.m.k. tveggja metra fjarlægð frá öðrum og forðast að deila fatnaði, handklæðum og rúmfötum með öðrum þar sem að smit getur borist á milli manna á þann hátt. Smitaðir einstaklingar ættu einnig að forðast samneyti við dýr á meðan þeir eru smitandi. Fólk er smitandi þar til að síðustu blöðrur á húð hafa þornað en það getur tekið 2–3 vikur. Á þessari stundu eru ekki tiltæk hér á landi bóluefni eða veirulyf gegn sýkingunni en í samvinnu við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) er unnið að því að kanna gagnsemi ákveðinna veirulyfja og bóluefna. Á vegum sóttvarnalæknis er verið að vinna að gerð leiðbeininga fyrir almenning og heilbrigðisstarfsmenn um sýkingavarnir til að lágmarka áhættu á smiti milli manna,“ segir í tilkynningunni frá sóttvarnalækni. Sjá má viðtal Sindra Sindrasonar við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum að neðan.
Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira