Sagt er frá þessu á vef Landspítalans. Segir að auk áframhaldandi þróunar gæða-, skráningar- og öryggismála, menntamála og vísindastarfa muni Tómas vinna að frekari uppbyggingu lækninga á Landspítala á vettvangi framhalds- og símenntunar ásamt aukinni áherslu á vinnuskipulag og starfsumhverfi lækna.
„Tómas Þór lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2001. Hann stundaði framhaldsnám í Oxford og Lundúnum 2002-2012 en hefur síðan verið sérfræðilæknir í lyf- og innkirtlalækningum á Landspítala. Frá febrúar 2020 hefur Tómas verið yfirlæknir sérnáms á Landspítala og formaður framhaldsmenntunarráðs frá 2018.
Tómas hefur verið lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands frá 2017 ásamt því að standa fyrir uppbyggingu handleiðaraþjálfunar og menntavísinda lækna í samstarfi við aðra heilbrigðisstofnanir og menntavísindasvið HÍ. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í félagsstörfum, m.a. innan Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands og gegnt formennsku Samtaka um meðferð sára,“ segir í tilkynningunni.