Valskonur komast aftur í toppsætið með sigri en heimakonur duttu alla leið niður í sjötta sætið eftir úrslitin í gærkvöldi.
Þróttarar unnu í Keflavík og komust á toppinn, Stjarnan vann Selfoss og komst upp fyrir Breiðablik og Eyjakonur fóru líka upp fyrir Breiðablik eftir ótrúlegan 5-4 endurkomusigur á Þór/KA út í Eyjum.
Tapi Blikar því leiknum í kvöld verða þær í neðri hluta deildarinnar þegar einum þriðja af mótinu er lokið.
Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verða síðan Bestu mörkin á dagskrá þar sem verður farið yfir alla leiki sjöttu umferðarinnar.
Oftar en ekki hafa innbyrðis leikir Vals og Breiðabliks verið úrslitaleikir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en nú þurfa Blikakonur hreinlega að vinna til að halda sig með í baráttunni.
Vinni Valsliðið í kvöld þá eru þær komnar sex stigum á undan Blikum og Blikar væru um leik búnir að tapa jafnmörgum leikjum og þeir hafa unnið.
Þetta kemur í kjölfar þess að Blikakonur hafa tapað bæði fyrir Keflavík og fyrir ÍBV í síðustu fjórum leikjum sínum.
Fari allt á versta veg fyrir Blikakonur í kvöld þá yrði það i fyrsta skipti í sögu tíu liða deildar þar sem þær væri í neðri hluta deildarinnar þegar svo langt er liðið á mótið.
- Sæti Breiðabliksliðsins eftir sex umferðir í sögu 10 liða deildar:
- 2021 - 3. sæti (12 stig)
- 2020 - 1. sæti (18 stig)
- 2019 - 2. sæti (18 stig)
- 2018 - 1. sæti (18 stig)
- 2017 - 3. sæti (15 stig)
- 2016 - 2. sæti (14 stig)
- 2015 - 1. sæti (16 stig)
- 2014 - 4. sæti (10 stig)
- 2013 - 2. sæti (15 stig)
- 2012 - 4. sæti (11 stig)
- 2011 - 5. sæti (7 stig)
- 2010 - 2. sæti (11 stig)
- 2009 - 4. sæti (13 stig)
- 2008 - 4. sæti (7 stig)
-
Samantekt:
- 3 sinnum í efsta sætinu
- 7 sinnum í efstu tveimur sætunum
- 9 sinnum á topp þrjú
- 14 sinnum í efri hluta
- 0 sinnum í neðri hluta
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.