Íslendingar bera af í Eurovision-glápi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2022 18:43 Sigurvegari keppninnar í ár var úkraínska sveitin Kalush Orchestra með lagið Stefania. EBU/SARAH LOUISE BENNETT Íslendingar eru sú þjóð sem horfði hlutfallslega mest á Eurovision í ár. Samkvæmt mælingum sem Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa birt á vef sínum var áhorf á keppnina hér á landi 96,4 prósent, meira en á nokkrum öðrum markaði. Í tilkynningu EBU segir að 161 milljón manna hafi horft á keppnina. Það er umtalsvert lægra en á síðasta ári, en skýringin er meðal annars sögð vera sú að áhorf var hvorki mælt í Úkraínu né Rússlandi. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á þessu ári, en EBU tók ákvörðun um að meina Rússum þátttöku í keppninni. Á síðasta ári horfðu 29 milljónir manna á keppnina í þessum tveimur löndum, þegar 183 milljónir horfði á keppnina á heimsvísu. Ef þessi tvö lönd eru talin frá tölum síðasta árs verða tölurnar að einhverju leyti samanburðarhæfar, að sögn EBU, og sést þá að sjö milljónum fleiri horfðu á keppnina í ár. Norðurlöndin óð í Eurovision Þó Íslendingar leiði áhorf á Eurovision á heimsvísu voru alls 13 „markaðir“, eins og EBU kallar það, þar sem áhorf fór yfir 50 prósent. Á eftir Íslendingum koma Noregur með 89,1 prósent, Svíþjóð með 81,4 prósent og Finnland með 72,1 prósent. Því er ljóst að Eurovision-áhuginn er hvað mestur meðal Norðurlandaþjóða. Aðrir markaðir þar sem áhorfið fór yfir 50 prósent voru Armenía, Flæmingjaland, Danmörk, Eistland, Grikkland, Lettland, Holland, Spánn og Bretland. Þá hreykja forsvarsmenn keppninnar sér af miklum árangri á samfélagsmiðlum. Fyrir keppnina í ár, sem haldin var í Tórínó á Ítalíu, gerðu EBU og samfélagsmiðilsins TikTok með sér samstarfssamning. Opinber reikningur keppninnar fékk 189 milljónir áhorfa á myndbönd sín á miðlinum og öllum þremur keppniskvöldum Eurovision, undanúrslitunum tveimur og úrslitakvöldinu, var streymt á miðlinum. Þar horfðu 3,3 milljónir á úrslitakvöldið, en í heildina horfðu 5,1 milljón TikTok-notenda á keppniskvöldin þrjú. Hér má lesa nánar um hinar ýmsu áhorfstölur tengdar keppninni. Eurovision Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Sjá meira
Í tilkynningu EBU segir að 161 milljón manna hafi horft á keppnina. Það er umtalsvert lægra en á síðasta ári, en skýringin er meðal annars sögð vera sú að áhorf var hvorki mælt í Úkraínu né Rússlandi. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á þessu ári, en EBU tók ákvörðun um að meina Rússum þátttöku í keppninni. Á síðasta ári horfðu 29 milljónir manna á keppnina í þessum tveimur löndum, þegar 183 milljónir horfði á keppnina á heimsvísu. Ef þessi tvö lönd eru talin frá tölum síðasta árs verða tölurnar að einhverju leyti samanburðarhæfar, að sögn EBU, og sést þá að sjö milljónum fleiri horfðu á keppnina í ár. Norðurlöndin óð í Eurovision Þó Íslendingar leiði áhorf á Eurovision á heimsvísu voru alls 13 „markaðir“, eins og EBU kallar það, þar sem áhorf fór yfir 50 prósent. Á eftir Íslendingum koma Noregur með 89,1 prósent, Svíþjóð með 81,4 prósent og Finnland með 72,1 prósent. Því er ljóst að Eurovision-áhuginn er hvað mestur meðal Norðurlandaþjóða. Aðrir markaðir þar sem áhorfið fór yfir 50 prósent voru Armenía, Flæmingjaland, Danmörk, Eistland, Grikkland, Lettland, Holland, Spánn og Bretland. Þá hreykja forsvarsmenn keppninnar sér af miklum árangri á samfélagsmiðlum. Fyrir keppnina í ár, sem haldin var í Tórínó á Ítalíu, gerðu EBU og samfélagsmiðilsins TikTok með sér samstarfssamning. Opinber reikningur keppninnar fékk 189 milljónir áhorfa á myndbönd sín á miðlinum og öllum þremur keppniskvöldum Eurovision, undanúrslitunum tveimur og úrslitakvöldinu, var streymt á miðlinum. Þar horfðu 3,3 milljónir á úrslitakvöldið, en í heildina horfðu 5,1 milljón TikTok-notenda á keppniskvöldin þrjú. Hér má lesa nánar um hinar ýmsu áhorfstölur tengdar keppninni.
Eurovision Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Sjá meira