Heimamenn í Dalvík/Reyni tóku forystuna eftir rétt tæplega hálftíma leik þegar Elmar Þór Jónsson varð fyrir því óláni að setja knöttin í eigið net.
Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en það var Jóhann Örn Sigurjónsson sem tryggði heimamönnum óvæntan 2-0 sigur með marki á 79. mínútu og Dalvíkingar eru því á leið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
— Dalvík/Reynir (@dalvik_reynir) May 24, 2022
Í öðrum leikjum kvöldsins unnu Kórdrengir 2-0 útisigur gegn Hvíta riddaranum, HK sigraði Gróttu 3-1 og ÍR-ingar unnu 2-1 sigur gegn Grindavík.