Klopp valinn þjálfari ársins á Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2022 22:31 Jürgen Klopp var valinn þjálfari ársins á Englandi. Nick Taylor/Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið valinn stjóri ársins á Englandi af samtökum knattspyrnustjóra þar í landi. Liverpool endaði í örðu sæti ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu með 92 stig, aðeins einu stigi minna en Manchester City sem varði Englandsmeistaratitilinn. Þá vann Liverpool báðar bikarkeppnirnar á Englandi, deildarbikarinn og FA-bikarinn. „Þetta er mikill heiður og þetta var algjörlega klikkað tímabil,“ sagði Klopp þegar hann tók við verðlaununum. „Í seinustu umferðinni voru bara tveir leikir sem skiptu litlu sem engu máli, en í öllum hinum var allt undir.“ „Þetta tók á taugarnar og úrslitin féllu ekki alveg með okkur, en við erum búnir að jafna okkur á því. Þegar þú vinnur verðlaun eins og þessi þá er það annað hvort af því að þú ert snillingur, eða af því að þú ert með besta þjálfarateymi í heimi. Ég er hér með fjórum úr mínú þjálfarateymi og þeir vita vel hversu mikið ég kann að meta þá,“ sagði Þjóðverjinn. BREAKING: Jurgen Klopp is the Premier League's Barclays Manager of the Season! 👔🏆 pic.twitter.com/C8GaNnZwVT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 24, 2022 Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, veitti verðlaunin, en þau eru einmitt nefnd eftir þessum sigursælasta þjálfara ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi - Sir Alex Ferguson bikarinn. Sem fyrrum þjálfari erkifjenda Liverpool átti Ferguson erfitt með að leyna vonbrigðum sínum, þó það hafi líklega að mestu verið í gríni gert. „Þetta er hræðilegt. Algjörlega hræðilegt... Jürgen Klopp,“ sagði Ferguson þegar hann tilkynnti sigurvegarann. Klopp tók því þó vel og þakkaði kærlega fyrir sig. „Það að vera kosinn af kollegum mínum eru auðvitað mikilvægustu verðlaunin sem maður getur unnið,“ bætti Klopp við. „Ég trúi venjulega ekki á einstaklingsverðlaun í fótbolta af því að þetta er liðsíþrótt og ég væri ekkert án þessara mann sem eru hér með mér í kvöld. Þetta snýst um það sem við getum gert saman og það sem við höfum gert saman,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Liverpool endaði í örðu sæti ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu með 92 stig, aðeins einu stigi minna en Manchester City sem varði Englandsmeistaratitilinn. Þá vann Liverpool báðar bikarkeppnirnar á Englandi, deildarbikarinn og FA-bikarinn. „Þetta er mikill heiður og þetta var algjörlega klikkað tímabil,“ sagði Klopp þegar hann tók við verðlaununum. „Í seinustu umferðinni voru bara tveir leikir sem skiptu litlu sem engu máli, en í öllum hinum var allt undir.“ „Þetta tók á taugarnar og úrslitin féllu ekki alveg með okkur, en við erum búnir að jafna okkur á því. Þegar þú vinnur verðlaun eins og þessi þá er það annað hvort af því að þú ert snillingur, eða af því að þú ert með besta þjálfarateymi í heimi. Ég er hér með fjórum úr mínú þjálfarateymi og þeir vita vel hversu mikið ég kann að meta þá,“ sagði Þjóðverjinn. BREAKING: Jurgen Klopp is the Premier League's Barclays Manager of the Season! 👔🏆 pic.twitter.com/C8GaNnZwVT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 24, 2022 Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, veitti verðlaunin, en þau eru einmitt nefnd eftir þessum sigursælasta þjálfara ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi - Sir Alex Ferguson bikarinn. Sem fyrrum þjálfari erkifjenda Liverpool átti Ferguson erfitt með að leyna vonbrigðum sínum, þó það hafi líklega að mestu verið í gríni gert. „Þetta er hræðilegt. Algjörlega hræðilegt... Jürgen Klopp,“ sagði Ferguson þegar hann tilkynnti sigurvegarann. Klopp tók því þó vel og þakkaði kærlega fyrir sig. „Það að vera kosinn af kollegum mínum eru auðvitað mikilvægustu verðlaunin sem maður getur unnið,“ bætti Klopp við. „Ég trúi venjulega ekki á einstaklingsverðlaun í fótbolta af því að þetta er liðsíþrótt og ég væri ekkert án þessara mann sem eru hér með mér í kvöld. Þetta snýst um það sem við getum gert saman og það sem við höfum gert saman,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira