Polestar fjárfestir í StoreDot Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. maí 2022 07:00 Polestar 2 Brimborg Rafbílaframleiðandinn Polestar hefur tilkynnt að félagið hafi fjárfest í StoreDot, frumkvöðlafyrirtæki frá Ísrael sem sérhæfir sig í ofurhraðhleðslu rafhlöðum. Með því að verða hluthafi í StoreDot hefur Polestar líklega tryggt sér aðgang að tækni sem StoreDot kynnti nýlega. Sú tækni getur skaffað 160 km drægni á um fimm mínútum. Hleðsluhraði mun þó ráðast af stærð rafhlöðunnar og meðal eyðslu bílsins sem hlaða skal. Fjárfesting Polestar í StoreDot kemur ekki á óvart en í apríl tilkynnti Volvo, einn af eigendum Polestar um svipaða fjárfestingu. Polestar vonar að tæknin komi til notkunar á árinu 2026. „Sem hluti af stefnumarkandi samningi er Polestar að vinna með StoreDot í því að kanna og aðlaga þeirra tækni að hugmyndabíl sem smíðaður yrði af Polestar. Prófanir hafa þegar hafist og kannanir á þróun sem þarf að eiga sér stað til að koma tækninni í Polestar bíla, til að gera hleðslu hraðari,“ segir í yfirlýsingu frá Polestar. Thomas Ingenlath með Polestar 2 og gyllta stýrinu. „Polestar getur hjálpað til við að móta þróun nýrra rafhlöðutækni fyrir bílaiðnaðinn og veita ómetanlega innsýn í heim vörumerkis sem stendur fyrir frammistöðu og sjálfbærni,“ sagði Thomas Ingenlath, framkvæmdastjóri Polestar. Vistvænir bílar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent
Með því að verða hluthafi í StoreDot hefur Polestar líklega tryggt sér aðgang að tækni sem StoreDot kynnti nýlega. Sú tækni getur skaffað 160 km drægni á um fimm mínútum. Hleðsluhraði mun þó ráðast af stærð rafhlöðunnar og meðal eyðslu bílsins sem hlaða skal. Fjárfesting Polestar í StoreDot kemur ekki á óvart en í apríl tilkynnti Volvo, einn af eigendum Polestar um svipaða fjárfestingu. Polestar vonar að tæknin komi til notkunar á árinu 2026. „Sem hluti af stefnumarkandi samningi er Polestar að vinna með StoreDot í því að kanna og aðlaga þeirra tækni að hugmyndabíl sem smíðaður yrði af Polestar. Prófanir hafa þegar hafist og kannanir á þróun sem þarf að eiga sér stað til að koma tækninni í Polestar bíla, til að gera hleðslu hraðari,“ segir í yfirlýsingu frá Polestar. Thomas Ingenlath með Polestar 2 og gyllta stýrinu. „Polestar getur hjálpað til við að móta þróun nýrra rafhlöðutækni fyrir bílaiðnaðinn og veita ómetanlega innsýn í heim vörumerkis sem stendur fyrir frammistöðu og sjálfbærni,“ sagði Thomas Ingenlath, framkvæmdastjóri Polestar.
Vistvænir bílar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent