Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2022 06:38 Fólk syrgir og biður fyrir utan grunnskólann í Uvalde í gær. AP/San Antonio Express/Billy Calzada Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. Samkvæmt lögregluyfirvöldum flúði Ramos þann vettvang á bifreið, sem hann ók að Robb-grunnskólanum í Uvalde, bæ um 130 kílómetra vestur af San Antonio. Lögregla varð vitni að því þegar Ramos klessti á við skólann og yfirgaf bifreiðina með riffil og skammbyssu. Ramos tókst að komast inn í skólabygginguna, þar sem hann skaut meðal annars kennarann Evu Mireles og nítján nemendur, áður en hann var sjálfur skotinn til bana af lögreglu. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi haft að minnsta kosti tvo riffla með sér og þá virðist hann hafa rætt um mögulega árás á netinu áður en hann lét til skarar skríða. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna og fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóðina í gær og hvatt landsmenn til að mótmæla hinum gríðarlega öfluga skotvopnaiðnað, sem hann sakaði um að hafa komið í veg fyrir herðingu laga um byssueign. Forsetinn ræddi um að banna árásarvopn og taka upp skotvopnalöggjöf byggða á „almennri skynsemi“. I m addressing the nation on the horrific elementary school shooting in Uvalde, Texas. https://t.co/8WI1nWHu6R— President Biden (@POTUS) May 25, 2022 Bara á þessu ári hafa 27 skotárásir átt sér stað í skólum í Bandaríkjunum. Þá er aðeins um vika síðan tíu voru skotnir til bana í matvörumarkaði í Buffalo í New York og einn myrtur og fimm særðir í árás á kirkju í Kaliforníu. „Ég er reiður og þreyttur,“ sagði Biden. „Við verðum að grípa til aðgerða og ekki segja mér að við getum ekkert gert til að hafa áhrif á þetta blóðbað,“ sagði forsetinn. Hann minnti einnig á þá sem hefðu lifað árásina; börnin sem hefðu horft á vini sína drepna eins og á vígvellinum. „Þau muni lifa með þessu það sem eftir er,“ sagði Biden. „Að missa barn er eins og að sálin sé rifin úr þér. Það er tómarúm í brjóstinu og þér líður eins og það sé verið að draga þig inn í það og að þú munir aldrei sleppa.“ Þess bera að geta að Biden missti dóttur sína unga í bílslysi og fullorðinn son sinn úr krabbameini. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Samkvæmt lögregluyfirvöldum flúði Ramos þann vettvang á bifreið, sem hann ók að Robb-grunnskólanum í Uvalde, bæ um 130 kílómetra vestur af San Antonio. Lögregla varð vitni að því þegar Ramos klessti á við skólann og yfirgaf bifreiðina með riffil og skammbyssu. Ramos tókst að komast inn í skólabygginguna, þar sem hann skaut meðal annars kennarann Evu Mireles og nítján nemendur, áður en hann var sjálfur skotinn til bana af lögreglu. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi haft að minnsta kosti tvo riffla með sér og þá virðist hann hafa rætt um mögulega árás á netinu áður en hann lét til skarar skríða. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna og fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóðina í gær og hvatt landsmenn til að mótmæla hinum gríðarlega öfluga skotvopnaiðnað, sem hann sakaði um að hafa komið í veg fyrir herðingu laga um byssueign. Forsetinn ræddi um að banna árásarvopn og taka upp skotvopnalöggjöf byggða á „almennri skynsemi“. I m addressing the nation on the horrific elementary school shooting in Uvalde, Texas. https://t.co/8WI1nWHu6R— President Biden (@POTUS) May 25, 2022 Bara á þessu ári hafa 27 skotárásir átt sér stað í skólum í Bandaríkjunum. Þá er aðeins um vika síðan tíu voru skotnir til bana í matvörumarkaði í Buffalo í New York og einn myrtur og fimm særðir í árás á kirkju í Kaliforníu. „Ég er reiður og þreyttur,“ sagði Biden. „Við verðum að grípa til aðgerða og ekki segja mér að við getum ekkert gert til að hafa áhrif á þetta blóðbað,“ sagði forsetinn. Hann minnti einnig á þá sem hefðu lifað árásina; börnin sem hefðu horft á vini sína drepna eins og á vígvellinum. „Þau muni lifa með þessu það sem eftir er,“ sagði Biden. „Að missa barn er eins og að sálin sé rifin úr þér. Það er tómarúm í brjóstinu og þér líður eins og það sé verið að draga þig inn í það og að þú munir aldrei sleppa.“ Þess bera að geta að Biden missti dóttur sína unga í bílslysi og fullorðinn son sinn úr krabbameini.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27
Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01