Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 08:46 Brian Kemp stóð af sér atlögu frambjóðanda Trump í baráttu um ríkisstjóratilnefningu repúblikana í Georgíu. AP/John Bazemore Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Brian Kemp, sitjandi ríkisstjóri Georgíu, fór með öruggan sigur af hólmi gegn David Purdue, fyrrverandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, sem Trump handvaldi til að bjóða sig fram gegn Kemp. Fyrir vikið verður Kemp frambjóðandi flokksins til ríkisstjóra og mætir demókratanum Stacey Abrams í kosningum í nóvember. Forval var haldið í fimm ríkjum í gær en Georgía átti hug Trump allan. Hún var ein nokkurra ríkja þar sem litlu munaði á atkvæðafjölda Trump og Joes Biden í forsetakosningunum árið 2020. Trump og bandamenn hans reyndu að hnekkja úrslitunum fyrir dómstólum og með beinum þrýstingi á embættismenn á grundvelli fjarstæðukenndra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Fyrir utan að tapa slagnum við Kemp stóð Brad Raffensperger, innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður kosningamála í Georgíu í forsetakosningunum 2020, af sér áhlaup frá áskoranda sem Trump studdi. Raffensperger var undir gríðarlegum þrýstingi frá Trump og bandamönnum hans að taka þátt í herferð þeirra til að snúa við kosningaúrslitunum en kiknaði ekki undan honum. Trump hringdi meðal annars beint í Raffensperger og sagðist vilja „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til að tryggja sér sigur þar. Allir töluðu um „heilindi“ kosninga í baráttunni Þrátt fyrir ósigurinn í Georgíu sýndu önnur úrslit forvalsins í gær að Trump hefur enn tögl og hagldir á Repúblikanaflokknum. Herschel Walker, frambjóðandinn sem hann studdi til annars öldungadeildarsætis Georgíu, vann öruggan sigur þrátt fyrir áhyggjur sumra repúblikana af kjörþokka hans. Walker á sér sögu um heimilisofbeldi og geðræn vandamál. Einnig í Georgíu hélt Marjorie Taylor Greene velli í forvali um fulltrúadeildarsæti á Bandaríkjaþingi. Hún hefur verið afar umdeild á tveggja ára kjörtímabili sínu og meðal annars verið rekin úr þingnefndum vegna samsæriskenninga og æsings til ofbeldis gegn demókrötum. Sarah Sanders, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í tíð Trump, vann forval repúblikana í Arkansas og verður ríkisstjóraefni flokksins þar. AP-fréttastofan segir að nærri því allir frambjóðendur í forvali repúblikana, jafnvel Kemp ríkisstjóri í Georgíu, hafi verið með „heilindi kosninga“ á stefnuskrá sinni. Repúblikanaflokkurinn hefur gert slík mál að helsta stefnumáli sínu til að friðþægja Trump og taka undir samsæriskenningar hans um forsetakosningarnar. Kosningarnar í Georgíu voru jafnframt þær fyrstu eftir að repúblikanar á ríkisþinginu breyttu kosningalögum vegna óánægju Trump með ósigur sinn. Kjósendum var gert erfiðara að senda inn atkvæði með pósti, strangari kröfur um auðkenni voru gerðar sem gagnrýnendur sögðu gera svörtum erfiðara að kjósa en utankjörfundaratkvæðagreiðsla var gerð auðveldari í dreifbýli þar sem flestir kjósa repúblikana. Þá banna lögin að gefa kjósendum í löngum biðröðum við kjörstaði mat eða vatn. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Brian Kemp, sitjandi ríkisstjóri Georgíu, fór með öruggan sigur af hólmi gegn David Purdue, fyrrverandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, sem Trump handvaldi til að bjóða sig fram gegn Kemp. Fyrir vikið verður Kemp frambjóðandi flokksins til ríkisstjóra og mætir demókratanum Stacey Abrams í kosningum í nóvember. Forval var haldið í fimm ríkjum í gær en Georgía átti hug Trump allan. Hún var ein nokkurra ríkja þar sem litlu munaði á atkvæðafjölda Trump og Joes Biden í forsetakosningunum árið 2020. Trump og bandamenn hans reyndu að hnekkja úrslitunum fyrir dómstólum og með beinum þrýstingi á embættismenn á grundvelli fjarstæðukenndra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Fyrir utan að tapa slagnum við Kemp stóð Brad Raffensperger, innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður kosningamála í Georgíu í forsetakosningunum 2020, af sér áhlaup frá áskoranda sem Trump studdi. Raffensperger var undir gríðarlegum þrýstingi frá Trump og bandamönnum hans að taka þátt í herferð þeirra til að snúa við kosningaúrslitunum en kiknaði ekki undan honum. Trump hringdi meðal annars beint í Raffensperger og sagðist vilja „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til að tryggja sér sigur þar. Allir töluðu um „heilindi“ kosninga í baráttunni Þrátt fyrir ósigurinn í Georgíu sýndu önnur úrslit forvalsins í gær að Trump hefur enn tögl og hagldir á Repúblikanaflokknum. Herschel Walker, frambjóðandinn sem hann studdi til annars öldungadeildarsætis Georgíu, vann öruggan sigur þrátt fyrir áhyggjur sumra repúblikana af kjörþokka hans. Walker á sér sögu um heimilisofbeldi og geðræn vandamál. Einnig í Georgíu hélt Marjorie Taylor Greene velli í forvali um fulltrúadeildarsæti á Bandaríkjaþingi. Hún hefur verið afar umdeild á tveggja ára kjörtímabili sínu og meðal annars verið rekin úr þingnefndum vegna samsæriskenninga og æsings til ofbeldis gegn demókrötum. Sarah Sanders, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í tíð Trump, vann forval repúblikana í Arkansas og verður ríkisstjóraefni flokksins þar. AP-fréttastofan segir að nærri því allir frambjóðendur í forvali repúblikana, jafnvel Kemp ríkisstjóri í Georgíu, hafi verið með „heilindi kosninga“ á stefnuskrá sinni. Repúblikanaflokkurinn hefur gert slík mál að helsta stefnumáli sínu til að friðþægja Trump og taka undir samsæriskenningar hans um forsetakosningarnar. Kosningarnar í Georgíu voru jafnframt þær fyrstu eftir að repúblikanar á ríkisþinginu breyttu kosningalögum vegna óánægju Trump með ósigur sinn. Kjósendum var gert erfiðara að senda inn atkvæði með pósti, strangari kröfur um auðkenni voru gerðar sem gagnrýnendur sögðu gera svörtum erfiðara að kjósa en utankjörfundaratkvæðagreiðsla var gerð auðveldari í dreifbýli þar sem flestir kjósa repúblikana. Þá banna lögin að gefa kjósendum í löngum biðröðum við kjörstaði mat eða vatn.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira