Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 15:08 Zander Moricz í ræðupúlti við skólaslit Pine View-framhaldsskólans á Flórída. Twitter Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. Zander Moricz var falið að flytja ræðu við skólaslit í Pine View-framhaldsskólanum í Osprey í Flórída. Hann er samkynhneigður og yngsti stefnandinn í hópmálsókn til að hnekkja nýjum lögum sem repúblikanar á Flórída samþykktu nýlega og takmarka umræðu um kynhneigð og kyn í skólastofum. Sá böggull fylgdi skammrifi að skólastjórinn tjáði Moricz að ef hann notaði orðið „samkynhneigður“ í ræðunni yrði slökkt á hljóðnemanum. Moricz sem er hrokkinnhærður, dó þá ekki ráðalaus heldur notaði krullurnar sem myndlíkingu fyrir kynhneigð sína. „Ég hataði krullurnar mínar. Ég skammaðist mín fyrir þær frá morgni til kvöld og reyndi að slétta úr þessum hluta af því sem ég er en daglegi skaðinn af því að reyna að gera við mig varð of mikill til að umbera,“ sagði Moricz sem var bekkjarforseti nemenda á síðasta ári, að því er kemur fram í frétt Washington Post. florida high school class president zander moricz was told by his school that they would cut his microphone if he said gay in his grad speech, so he replaced gay with having curly hair. i am in awe pic.twitter.com/OqLbar5bwq— matt (@mattxiv) May 24, 2022 „Þannig að þrátt fyrir að það sé erfitt að vera með krullur á Flórída vegna rakans ákvað ég að vera stoltur af því hver ég er og byrjaði að mæta í skólann sem ég sjálfur,“ sagði hann og duldist engum við hvað hann ætti. Lögin sem takmarka hvað kennarar mega segja í skólum eiga að taka gildi 1. júlí. Samkvæmt þeim mega kennarar við leikskóla og upp í grunnskóla ekki ræða kyn eða kynhneigð í tímum. Kennarar í eldri bekkjum þurfa að passa að það sem þeir segi um þau efni séu í samræmi við þroska nemenda án þess að það sé skilgreint frekar. Andstæðingar laganna, sem nefnast formlega Réttindi foreldra í menntun, hafa nefnt þau „ekki segja samkynhneigð“. Málsóknin sem Moricz er hluti af byggist á því að lögin skaði hinsegin nemendur og fjölskyldur þeirra og brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til frjálsrar tjáningar og til jafnrar verndar samkvæmt lögum. Skólastjórinn í Pine View svaraði ekki fyrirspurn Washington Post en talskona skólayfirvalda í Sarasota-sýslu staðfesti að skólastjórinn hefði hitt Moricz til að fara yfir til hvers væri ætlast af honum sem ræðumanni. Hann hefði ekki sagt honum að nota ekki orðið „samkynhneigður“. Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Zander Moricz var falið að flytja ræðu við skólaslit í Pine View-framhaldsskólanum í Osprey í Flórída. Hann er samkynhneigður og yngsti stefnandinn í hópmálsókn til að hnekkja nýjum lögum sem repúblikanar á Flórída samþykktu nýlega og takmarka umræðu um kynhneigð og kyn í skólastofum. Sá böggull fylgdi skammrifi að skólastjórinn tjáði Moricz að ef hann notaði orðið „samkynhneigður“ í ræðunni yrði slökkt á hljóðnemanum. Moricz sem er hrokkinnhærður, dó þá ekki ráðalaus heldur notaði krullurnar sem myndlíkingu fyrir kynhneigð sína. „Ég hataði krullurnar mínar. Ég skammaðist mín fyrir þær frá morgni til kvöld og reyndi að slétta úr þessum hluta af því sem ég er en daglegi skaðinn af því að reyna að gera við mig varð of mikill til að umbera,“ sagði Moricz sem var bekkjarforseti nemenda á síðasta ári, að því er kemur fram í frétt Washington Post. florida high school class president zander moricz was told by his school that they would cut his microphone if he said gay in his grad speech, so he replaced gay with having curly hair. i am in awe pic.twitter.com/OqLbar5bwq— matt (@mattxiv) May 24, 2022 „Þannig að þrátt fyrir að það sé erfitt að vera með krullur á Flórída vegna rakans ákvað ég að vera stoltur af því hver ég er og byrjaði að mæta í skólann sem ég sjálfur,“ sagði hann og duldist engum við hvað hann ætti. Lögin sem takmarka hvað kennarar mega segja í skólum eiga að taka gildi 1. júlí. Samkvæmt þeim mega kennarar við leikskóla og upp í grunnskóla ekki ræða kyn eða kynhneigð í tímum. Kennarar í eldri bekkjum þurfa að passa að það sem þeir segi um þau efni séu í samræmi við þroska nemenda án þess að það sé skilgreint frekar. Andstæðingar laganna, sem nefnast formlega Réttindi foreldra í menntun, hafa nefnt þau „ekki segja samkynhneigð“. Málsóknin sem Moricz er hluti af byggist á því að lögin skaði hinsegin nemendur og fjölskyldur þeirra og brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til frjálsrar tjáningar og til jafnrar verndar samkvæmt lögum. Skólastjórinn í Pine View svaraði ekki fyrirspurn Washington Post en talskona skólayfirvalda í Sarasota-sýslu staðfesti að skólastjórinn hefði hitt Moricz til að fara yfir til hvers væri ætlast af honum sem ræðumanni. Hann hefði ekki sagt honum að nota ekki orðið „samkynhneigður“.
Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira