Foreldrar reyndu sjálfir að bjarga börnum sínum Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 10:57 Nevaeh Bravo var ein þeirra nítján barna sem myrt voru í skotárás í Uvalde í Texas AP Photo/Jae C. Hong Árásarmaðurinn sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í fyrradag sendi skilaboð á Facebook um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla um fimmtán mínútum áður en hann lét til skarar skríða. Lögreglan í Uvalde hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi. Rannsakendur málsins segja ekkert liggja fyrir um hvers vegna hinn átján ára gamli Salvador Ramos ákvað að fremja voðaverkið í smábænum Uvalde í Texas. Hann hafi hvorki verið á sakaskrá né glímt við andleg veikindi, að því er vitað sé. Áður en hann framdi árásina sendi hann þrenn skilaboð á Facebook. Fyrst um að hann ætlaði að skjóta ömmu sína, sem hann og gerði, og loks um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla. Að svo stöddu liggur ekki fyrir á hvern Ramos sendi skilaboðin. Aðgerðaleysi lögreglunnar harðlega gagnrýnt Lögreglan í Uvalde hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögð sín við árásinni, sem talin er hafa staðið yfir í allt að fjörutíu mínútur áður en Ramos var skotinn til bana. Lögreglulið var komið á vettvang örskömmu eftir að Ramos kom að skólanum en samt tókst honum að loka sig af inni í kennslustofu fyrir fjórða bekk. Þar inni myrti hann nítján börn, flest tíu ára að aldri, og tvo kennara. „Farið inn! Farið inn!“ öskruðu viðstaddir á lögregluliðið, að sögn Juans Carranza, sem ræddi við AP fréttaveituna eftir að hann varð vitni að árásinni. Þá segir Javier Cazares, íbúi Uvalde, að hann hafi drifið sig að skólanum um leið og hann heyrði af árásinni. Þegar þangað var komið hafi hann stungið upp á því við viðstadda að þeir réðust inn í skólann þar sem lögreglan virtist ekkert ætla að aðhafast. „Þeir hefðu geta gert meira. Þeir voru ekki undirbúnir,“ segir hann. Dóttir Cazares, Jacklyn, lést í árásinni. Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir hvernig lögreglumenn komu í veg fyrir að almennir borgarar réðust inn í skólann. This video make so much more sense now. The cops literally stopped parents from helping their kids. pic.twitter.com/zhQfUjlpjd https://t.co/DqgZUH3uCC— Matt Novak (@paleofuture) May 26, 2022 Afa árásarmannsins grunaði ekki neitt Sem áður segir liggur ekkert fyrir um ástæð Ramos fyrir árásinni. Fréttamenn náðu tali af afa hans, Rolando Reyes, fyrir utan heimili þeirra í Uvalde. „Ég vissi ekki neitt. Ég veit ekki neitt,“ sagði hann við fréttamann í miklu uppnámi. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Ramos ætti byssur, en hann hafði keypt tvo árásarriffla skömmu eftir átján ára afmæli sitt á dögunum. Hann sagði jafnframt að eiginkona hans og amma árásarmannsins, sem hann skaut, sé ekki í lífshættu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sjá meira
Rannsakendur málsins segja ekkert liggja fyrir um hvers vegna hinn átján ára gamli Salvador Ramos ákvað að fremja voðaverkið í smábænum Uvalde í Texas. Hann hafi hvorki verið á sakaskrá né glímt við andleg veikindi, að því er vitað sé. Áður en hann framdi árásina sendi hann þrenn skilaboð á Facebook. Fyrst um að hann ætlaði að skjóta ömmu sína, sem hann og gerði, og loks um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla. Að svo stöddu liggur ekki fyrir á hvern Ramos sendi skilaboðin. Aðgerðaleysi lögreglunnar harðlega gagnrýnt Lögreglan í Uvalde hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögð sín við árásinni, sem talin er hafa staðið yfir í allt að fjörutíu mínútur áður en Ramos var skotinn til bana. Lögreglulið var komið á vettvang örskömmu eftir að Ramos kom að skólanum en samt tókst honum að loka sig af inni í kennslustofu fyrir fjórða bekk. Þar inni myrti hann nítján börn, flest tíu ára að aldri, og tvo kennara. „Farið inn! Farið inn!“ öskruðu viðstaddir á lögregluliðið, að sögn Juans Carranza, sem ræddi við AP fréttaveituna eftir að hann varð vitni að árásinni. Þá segir Javier Cazares, íbúi Uvalde, að hann hafi drifið sig að skólanum um leið og hann heyrði af árásinni. Þegar þangað var komið hafi hann stungið upp á því við viðstadda að þeir réðust inn í skólann þar sem lögreglan virtist ekkert ætla að aðhafast. „Þeir hefðu geta gert meira. Þeir voru ekki undirbúnir,“ segir hann. Dóttir Cazares, Jacklyn, lést í árásinni. Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir hvernig lögreglumenn komu í veg fyrir að almennir borgarar réðust inn í skólann. This video make so much more sense now. The cops literally stopped parents from helping their kids. pic.twitter.com/zhQfUjlpjd https://t.co/DqgZUH3uCC— Matt Novak (@paleofuture) May 26, 2022 Afa árásarmannsins grunaði ekki neitt Sem áður segir liggur ekkert fyrir um ástæð Ramos fyrir árásinni. Fréttamenn náðu tali af afa hans, Rolando Reyes, fyrir utan heimili þeirra í Uvalde. „Ég vissi ekki neitt. Ég veit ekki neitt,“ sagði hann við fréttamann í miklu uppnámi. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Ramos ætti byssur, en hann hafði keypt tvo árásarriffla skömmu eftir átján ára afmæli sitt á dögunum. Hann sagði jafnframt að eiginkona hans og amma árásarmannsins, sem hann skaut, sé ekki í lífshættu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sjá meira