Foreldrar reyndu sjálfir að bjarga börnum sínum Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 10:57 Nevaeh Bravo var ein þeirra nítján barna sem myrt voru í skotárás í Uvalde í Texas AP Photo/Jae C. Hong Árásarmaðurinn sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í fyrradag sendi skilaboð á Facebook um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla um fimmtán mínútum áður en hann lét til skarar skríða. Lögreglan í Uvalde hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi. Rannsakendur málsins segja ekkert liggja fyrir um hvers vegna hinn átján ára gamli Salvador Ramos ákvað að fremja voðaverkið í smábænum Uvalde í Texas. Hann hafi hvorki verið á sakaskrá né glímt við andleg veikindi, að því er vitað sé. Áður en hann framdi árásina sendi hann þrenn skilaboð á Facebook. Fyrst um að hann ætlaði að skjóta ömmu sína, sem hann og gerði, og loks um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla. Að svo stöddu liggur ekki fyrir á hvern Ramos sendi skilaboðin. Aðgerðaleysi lögreglunnar harðlega gagnrýnt Lögreglan í Uvalde hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögð sín við árásinni, sem talin er hafa staðið yfir í allt að fjörutíu mínútur áður en Ramos var skotinn til bana. Lögreglulið var komið á vettvang örskömmu eftir að Ramos kom að skólanum en samt tókst honum að loka sig af inni í kennslustofu fyrir fjórða bekk. Þar inni myrti hann nítján börn, flest tíu ára að aldri, og tvo kennara. „Farið inn! Farið inn!“ öskruðu viðstaddir á lögregluliðið, að sögn Juans Carranza, sem ræddi við AP fréttaveituna eftir að hann varð vitni að árásinni. Þá segir Javier Cazares, íbúi Uvalde, að hann hafi drifið sig að skólanum um leið og hann heyrði af árásinni. Þegar þangað var komið hafi hann stungið upp á því við viðstadda að þeir réðust inn í skólann þar sem lögreglan virtist ekkert ætla að aðhafast. „Þeir hefðu geta gert meira. Þeir voru ekki undirbúnir,“ segir hann. Dóttir Cazares, Jacklyn, lést í árásinni. Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir hvernig lögreglumenn komu í veg fyrir að almennir borgarar réðust inn í skólann. This video make so much more sense now. The cops literally stopped parents from helping their kids. pic.twitter.com/zhQfUjlpjd https://t.co/DqgZUH3uCC— Matt Novak (@paleofuture) May 26, 2022 Afa árásarmannsins grunaði ekki neitt Sem áður segir liggur ekkert fyrir um ástæð Ramos fyrir árásinni. Fréttamenn náðu tali af afa hans, Rolando Reyes, fyrir utan heimili þeirra í Uvalde. „Ég vissi ekki neitt. Ég veit ekki neitt,“ sagði hann við fréttamann í miklu uppnámi. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Ramos ætti byssur, en hann hafði keypt tvo árásarriffla skömmu eftir átján ára afmæli sitt á dögunum. Hann sagði jafnframt að eiginkona hans og amma árásarmannsins, sem hann skaut, sé ekki í lífshættu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Rannsakendur málsins segja ekkert liggja fyrir um hvers vegna hinn átján ára gamli Salvador Ramos ákvað að fremja voðaverkið í smábænum Uvalde í Texas. Hann hafi hvorki verið á sakaskrá né glímt við andleg veikindi, að því er vitað sé. Áður en hann framdi árásina sendi hann þrenn skilaboð á Facebook. Fyrst um að hann ætlaði að skjóta ömmu sína, sem hann og gerði, og loks um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla. Að svo stöddu liggur ekki fyrir á hvern Ramos sendi skilaboðin. Aðgerðaleysi lögreglunnar harðlega gagnrýnt Lögreglan í Uvalde hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögð sín við árásinni, sem talin er hafa staðið yfir í allt að fjörutíu mínútur áður en Ramos var skotinn til bana. Lögreglulið var komið á vettvang örskömmu eftir að Ramos kom að skólanum en samt tókst honum að loka sig af inni í kennslustofu fyrir fjórða bekk. Þar inni myrti hann nítján börn, flest tíu ára að aldri, og tvo kennara. „Farið inn! Farið inn!“ öskruðu viðstaddir á lögregluliðið, að sögn Juans Carranza, sem ræddi við AP fréttaveituna eftir að hann varð vitni að árásinni. Þá segir Javier Cazares, íbúi Uvalde, að hann hafi drifið sig að skólanum um leið og hann heyrði af árásinni. Þegar þangað var komið hafi hann stungið upp á því við viðstadda að þeir réðust inn í skólann þar sem lögreglan virtist ekkert ætla að aðhafast. „Þeir hefðu geta gert meira. Þeir voru ekki undirbúnir,“ segir hann. Dóttir Cazares, Jacklyn, lést í árásinni. Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir hvernig lögreglumenn komu í veg fyrir að almennir borgarar réðust inn í skólann. This video make so much more sense now. The cops literally stopped parents from helping their kids. pic.twitter.com/zhQfUjlpjd https://t.co/DqgZUH3uCC— Matt Novak (@paleofuture) May 26, 2022 Afa árásarmannsins grunaði ekki neitt Sem áður segir liggur ekkert fyrir um ástæð Ramos fyrir árásinni. Fréttamenn náðu tali af afa hans, Rolando Reyes, fyrir utan heimili þeirra í Uvalde. „Ég vissi ekki neitt. Ég veit ekki neitt,“ sagði hann við fréttamann í miklu uppnámi. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Ramos ætti byssur, en hann hafði keypt tvo árásarriffla skömmu eftir átján ára afmæli sitt á dögunum. Hann sagði jafnframt að eiginkona hans og amma árásarmannsins, sem hann skaut, sé ekki í lífshættu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira