Óttast vaxandi fordóma fyrir samkynhneigðum vegna apabólu Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 08:44 Gestir gleðigöngu við Cibeles-gosbrunninn í miðborg Madridar árið 2017. Vísir/EPA Samtök hinsegin fólks á Spáni óttast að faraldur apabólu í Evrópu leiði til aukinnar andúðar á samkynhneigðum vegna vanþekkingar fólks á sjúkdóminum. Stærstu gleðigöngu Evrópu verða gengnar á næstu vikum. Flestir þeirra sem hafa greinst smitaðir af apabólunni í Evrópu eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum og fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir líklegt að bólan hafi smitast og orðið að faraldri með kynlíf á tveimur stórum mannamótum í Evrópu, þar á meðal gleðigöngu á Kanaríeyjum. Tilfellin í Evrópu eru flest á Spáni en þar hafa nú 84 greinst smitaðir af bólunni. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda þar beinist að gleðigöngunni á Kanarí sem um 80.000 manns tóku þátt í fyrr í þessum mánuði og baðhúsi í Madrid. Í byrjun júlí stendur fyrir dyrum gleðiganga í Madrid. Síðast þegar hún var haldin voru þátttakendur um 1,6 milljónir, að mati skipuleggjenda. Margir sam- og tvíkynhneigðir karlmenn óttast að viðbrögð almennings við apabólunni nú litist af fordómum líkt og gerðist við upphaf HIV/AIDS-faraldursins á 9. áratug síðustu aldar. „Þetta er sjúkdómur sem hver sem er í samfélaginu getur fengið. Við stöndum frammi fyrir faraldri sem hefur því miður enn einu sinni skollið á LGBTQ-fólki og sérstaklega sam- og tvíkynhneigðum karlmönnum. Það sem á sér stað hefur ýmis líkindi við fyrstu tilfelli HIV,“ segir Mario Blázquez, sem stýrir heilbrigðisverkefnum hjá hinseginsamtökunum COGAM í Madrid. Líkindi við fordóma við upphaf HIV-faraldursins Blázquez óttast að gleðigangan í höfuðborginni gæti verið í hættu af ýktum sóttvarnaviðbrögðum vegna fordóma og hræðslu við annan faraldur í kjöfar Covid. „Við vitum ekki hvað gerist. Við vitum ekki hversu mikið veiran mun hafa smitast eða til hvaða lagalegu ráðstafana hefur verið gripið og hvaða skömm verði til með þeim lagalegu aðgerðum sem mismuna fólki stundum,“ segir hann við AP-fréttastofuna. Spænsk yfirvöld hafa þó ekki gefið nein merki um að þau ætli að grípa til sóttvarnaaðgerða eins og samkomutakmarkana til þess að hefta útbreiðslu apabólunnar. Að sögn sérfræðinga smitast apabólan við náið samneyti við smitaðan einstakling, fatnað hans eða rúmföt. Flestir ná sér á tveimur til fjórum vikum án þess að leggjast inn á sjúkrahús. Dánartíðni af völdum veirunnar er þó sögð 3-6 prósent. Til þessa hefur apabóla verið landlæg í nokkrum löndum Afríku. Fátítt er að hún derifi sér utan álfunnar. Spánn Apabóla Hinsegin Tengdar fréttir Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39 Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48 Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Flestir þeirra sem hafa greinst smitaðir af apabólunni í Evrópu eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum og fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir líklegt að bólan hafi smitast og orðið að faraldri með kynlíf á tveimur stórum mannamótum í Evrópu, þar á meðal gleðigöngu á Kanaríeyjum. Tilfellin í Evrópu eru flest á Spáni en þar hafa nú 84 greinst smitaðir af bólunni. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda þar beinist að gleðigöngunni á Kanarí sem um 80.000 manns tóku þátt í fyrr í þessum mánuði og baðhúsi í Madrid. Í byrjun júlí stendur fyrir dyrum gleðiganga í Madrid. Síðast þegar hún var haldin voru þátttakendur um 1,6 milljónir, að mati skipuleggjenda. Margir sam- og tvíkynhneigðir karlmenn óttast að viðbrögð almennings við apabólunni nú litist af fordómum líkt og gerðist við upphaf HIV/AIDS-faraldursins á 9. áratug síðustu aldar. „Þetta er sjúkdómur sem hver sem er í samfélaginu getur fengið. Við stöndum frammi fyrir faraldri sem hefur því miður enn einu sinni skollið á LGBTQ-fólki og sérstaklega sam- og tvíkynhneigðum karlmönnum. Það sem á sér stað hefur ýmis líkindi við fyrstu tilfelli HIV,“ segir Mario Blázquez, sem stýrir heilbrigðisverkefnum hjá hinseginsamtökunum COGAM í Madrid. Líkindi við fordóma við upphaf HIV-faraldursins Blázquez óttast að gleðigangan í höfuðborginni gæti verið í hættu af ýktum sóttvarnaviðbrögðum vegna fordóma og hræðslu við annan faraldur í kjöfar Covid. „Við vitum ekki hvað gerist. Við vitum ekki hversu mikið veiran mun hafa smitast eða til hvaða lagalegu ráðstafana hefur verið gripið og hvaða skömm verði til með þeim lagalegu aðgerðum sem mismuna fólki stundum,“ segir hann við AP-fréttastofuna. Spænsk yfirvöld hafa þó ekki gefið nein merki um að þau ætli að grípa til sóttvarnaaðgerða eins og samkomutakmarkana til þess að hefta útbreiðslu apabólunnar. Að sögn sérfræðinga smitast apabólan við náið samneyti við smitaðan einstakling, fatnað hans eða rúmföt. Flestir ná sér á tveimur til fjórum vikum án þess að leggjast inn á sjúkrahús. Dánartíðni af völdum veirunnar er þó sögð 3-6 prósent. Til þessa hefur apabóla verið landlæg í nokkrum löndum Afríku. Fátítt er að hún derifi sér utan álfunnar.
Spánn Apabóla Hinsegin Tengdar fréttir Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39 Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48 Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39
Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48
Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47