Ferdinand og Terry rífa upp gömul sár í rifrildi á Twitter Valur Páll Eiríksson skrifar 27. maí 2022 11:31 Tveir með „viðkvæm egó“? Ross Kinnaird/Getty Images Fyrrum ensku miðverðirnir Rio Ferdinand og John Terry hafa átt í opinberum deilum á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar metast þeir um hvort þeirra hafi verið betri leikmaður og segja báðir hinn vera viðkvæma sál. Allt hófst þetta með vali hins 43 ára gamla Rio Ferdinand á bestu fimm miðvörðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ferdinand, sem vann á sínum tíma sex enska meistaratitla með Manchester United, hikaði ekki við að setja sjálfan sig í efsta sæti eigin lista. Fyrrum samherji hans, Nemanja Vidic var í öðru sæti, svo fylgdu Virgil van Dijk, Jaap Stam og neðstur John Terry í fimmta sæti. Valið virðist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á Terry sem endurtísti færslu frá LDN Football sem sýndi fram á hvert tölfræðiatvikið á fætur öðru sem sýndi fram á að Terry sjálfur ætti að vera í efsta sæti lista hvers manns. . pic.twitter.com/bdHOm1xvo3— LDN (@LDNFootbalI) May 26, 2022 Í kringum miðnætti í gærkvöld sá Ferdinand sig knúinn til að svara fyrir sig og réttlæta valið. Ferdinand sagði á Twitter: „Þegar aðili þarf að þrýsta fram þeirra eigin metum og tölfræði, fer að verða tímabært að endurskoða eigið viðkvæma egó. Þú ert heppinn að ég setti þig yfirhöfuð á topp 5 listann eftir kynþáttafordómamálið tengt bróður mínum, svo þakkaðu fyrir að þú yfirhöfuð komist á listann.“ Ferdinand vísar þarna í mál frá árinu 2011 þar sem Terry var undir lögreglurannsókn vegna meintra rasískra ummæla í garð bróður Rios, Antons Ferdinand, í leik Chelsea og Queens Park Rangers. Terry, sem er 41 árs, var sýknaður fyrir dómi, en var hins vegar sviptur fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu og dæmdur í fjögurra leikja bann vorið 2012. Í kjölfarið hætti hann með landsliðinu, sem hann spilaði aldrei með aftur. A fragile Ego is putting yourself at Number 1 @rioferdy5 Thanks for putting me in your top 5 — John Terry (@JohnTerry26) May 26, 2022 Terry var fljótur að svara, og skaut til baka: „Viðkvæmt egó er að setja sjálfan þig í fyrsta sæti @rioferdy5 Takk fyrir að setja mig í topp 5.“ Terry lét það ekki duga og svaraði í kjölfarið stuðningsmanni á Twitter seint í gærkvöld. Sá gagnrýndi þessa færslu fyrrum Chelsea-mannsins, þar sem hún ávarpaði ekki fullyrðingu Ferdinand um málið sem tengdist bróður hans. Terry ítrekaði að tölfræði og staðreyndir töluðu sínu máli "EKKI SEKUR. Búinn að ávarpa það, hvað nú?" þar sem með fylgdi trúðatjákn, gefandi í skyn að maðurinn væri trúður. Samskipti Terry og mannsins Jack á Twitter.Skjáskot/Twitter Þeir Ferdinand og Terry voru keppinautar með félagsliðum sínum, Manchester United og Chelsea, en á sama tíma samherjar í enska landsliðinu þar sem þeir spiluðu fjölmarga leiki saman sem miðverðir liðsins. Köldu hefur hins vegar andað á milli þeirra frá málinu áðurnefnda, vegna meintra kynþáttafordóma Terrys. Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
Allt hófst þetta með vali hins 43 ára gamla Rio Ferdinand á bestu fimm miðvörðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ferdinand, sem vann á sínum tíma sex enska meistaratitla með Manchester United, hikaði ekki við að setja sjálfan sig í efsta sæti eigin lista. Fyrrum samherji hans, Nemanja Vidic var í öðru sæti, svo fylgdu Virgil van Dijk, Jaap Stam og neðstur John Terry í fimmta sæti. Valið virðist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á Terry sem endurtísti færslu frá LDN Football sem sýndi fram á hvert tölfræðiatvikið á fætur öðru sem sýndi fram á að Terry sjálfur ætti að vera í efsta sæti lista hvers manns. . pic.twitter.com/bdHOm1xvo3— LDN (@LDNFootbalI) May 26, 2022 Í kringum miðnætti í gærkvöld sá Ferdinand sig knúinn til að svara fyrir sig og réttlæta valið. Ferdinand sagði á Twitter: „Þegar aðili þarf að þrýsta fram þeirra eigin metum og tölfræði, fer að verða tímabært að endurskoða eigið viðkvæma egó. Þú ert heppinn að ég setti þig yfirhöfuð á topp 5 listann eftir kynþáttafordómamálið tengt bróður mínum, svo þakkaðu fyrir að þú yfirhöfuð komist á listann.“ Ferdinand vísar þarna í mál frá árinu 2011 þar sem Terry var undir lögreglurannsókn vegna meintra rasískra ummæla í garð bróður Rios, Antons Ferdinand, í leik Chelsea og Queens Park Rangers. Terry, sem er 41 árs, var sýknaður fyrir dómi, en var hins vegar sviptur fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu og dæmdur í fjögurra leikja bann vorið 2012. Í kjölfarið hætti hann með landsliðinu, sem hann spilaði aldrei með aftur. A fragile Ego is putting yourself at Number 1 @rioferdy5 Thanks for putting me in your top 5 — John Terry (@JohnTerry26) May 26, 2022 Terry var fljótur að svara, og skaut til baka: „Viðkvæmt egó er að setja sjálfan þig í fyrsta sæti @rioferdy5 Takk fyrir að setja mig í topp 5.“ Terry lét það ekki duga og svaraði í kjölfarið stuðningsmanni á Twitter seint í gærkvöld. Sá gagnrýndi þessa færslu fyrrum Chelsea-mannsins, þar sem hún ávarpaði ekki fullyrðingu Ferdinand um málið sem tengdist bróður hans. Terry ítrekaði að tölfræði og staðreyndir töluðu sínu máli "EKKI SEKUR. Búinn að ávarpa það, hvað nú?" þar sem með fylgdi trúðatjákn, gefandi í skyn að maðurinn væri trúður. Samskipti Terry og mannsins Jack á Twitter.Skjáskot/Twitter Þeir Ferdinand og Terry voru keppinautar með félagsliðum sínum, Manchester United og Chelsea, en á sama tíma samherjar í enska landsliðinu þar sem þeir spiluðu fjölmarga leiki saman sem miðverðir liðsins. Köldu hefur hins vegar andað á milli þeirra frá málinu áðurnefnda, vegna meintra kynþáttafordóma Terrys.
Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira