Þrír nýir skrifstofustjórar í nýja ráðuneytinu Atli Ísleifsson skrifar 27. maí 2022 11:13 Ari Sigurðsson, Sigríður Valgeirsdóttir og Jón Vilberg Guðjónsson. Stjr Sigríður Valgeirsdóttir, Ari Sigurðsson og Jón Vilberg Guðjónsson hafa öll tekið við stöðum skrifstofustjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skipaði þau Sigríði og Ara að undangenginni auglýsingu og þá hefur Jón Vilberg verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að að loknu heildarmati í kjölfar skýrslu hæfnisnefndar hafi það verið mat ráðherra að Sigríður Valgeirsdóttir og Ari Sigurðsson skyldu skipuð í embættin. „Sigríður Valgeirsdóttir hefur tekið við embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumörkunar. Hún lauk BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og doktorsprófi í sameinda- og frumulíffræði við læknadeild Uppsalaháskóla árið 1998. Sigríður lauk stjórnendaþjálfun á vegum Roche og London Business School árið 2011 og alþjóðlegri IPMA gráðu í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík árið 2013. Hún hefur m.a. starfað sem verkefnastjóri hjá Urði Verðandi Skuld, sem stjórnandi og framkvæmdastjóri hjá Nimblegen Systems of Iceland LLc / Roche Nimblegen og sem framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Roche Nimblegen á Íslandi. Þá starfaði Sigríður sem framkvæmdastjóri hjá Roche Dia Operations / Roche Pharma í Þýskalandi og sem verkefnastjóri hjá Decode Genetics á Íslandi. Frá árinu 2018 hefur hún verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra nýsköpunar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samhliða fyrri störfum hefur Sigríður einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, svo sem hjá lyfjafyrirtækinu EpiEndo Pharmaceuticals, Nopef (The Nordic Project Fund) og í Háskólaráði Háskóla Íslands. Ari Sigurðsson tekur við embætti sem skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni. Hann hefur lokið viðskiptafræði (cand.oecon.) frá Háskóla Íslands og MBA námi frá Norwegian Business School-B.I. í Osló. Ari, sem einnig er löggiltur verðbréfamiðlari, starfaði m.a. áður sem deildarstjóri hjá Sparibanka Íslands, fjármálastjóri Myllunnar-Brauða, framkvæmdastjóri Hjartaverndar og lána- og deildarstjóri hjá Íslandsbanka, áður Glitni banka. Þá hefur hann sinnt störfum og verkefnum á vegum Stjórnarráðsins, sem sérfræðingur í bankamálum við embætti sérstaks saksóknara og sem sérfræðingur á fjárlagaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Síðustu ár hefur Ari starfað sem fjármálastjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri fjármála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Skrifstofa framkvæmdar og eftirfylgni var sett á laggir við stofnun hins nýja háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis 1. febrúar sl. Helstu verkefni skrifstofunnar eru framkvæmd fjárlaga, samningagerð og samskipti við ríkisaðila. Skrifstofa stefnumörkunar var sett á laggir á sama tíma, en þar undir falla framtíðarsýn, fjármálaáætlun, frumvörp og alþjóðasamskipti. Báðar skrifstofur vinna þvert á málaflokka ráðuneytisins og fara þær sameiginlega með útfærslu á fjármálaáætlun og fjárlögum. Þá hefur Jón Vilberg Guðjónsson verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu. Skrifstofan fer með samhæfingu í starfi ráðuneytisins, annast samskipti við Alþingi og stofnanir þess og innri stjórnsýslu ráðuneytisins, mannauðsmál forstöðumanna stofnana ráðuneytisins, hefur yfirsýn og fylgist með starfi stjórna, nefnda og verkefnahópa á vegum ráðuneytisins. Þá heyrir skjalasafn og málaskrá ráðuneytisins undir skrifstofuna. Jón gegndi áður embætti skrifstofustjóra á skrifstofu háskóla og vísinda í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Jón Vilberg lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1988 og LL.M. prófi frá Queen Mary, Lundúnaháskóla, í hugverka- og upplýsingatæknirétti 1998. Hann hefur átt sæti í netöryggisráði, áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, verið ritari höfundaréttarnefndar og sinnt kennslu í alþjóðlegum höfundarétti, einkaleyfarétti og upplýsingatæknirétti á háskólastigi,“ segir á vef ráðuneytisins. Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að að loknu heildarmati í kjölfar skýrslu hæfnisnefndar hafi það verið mat ráðherra að Sigríður Valgeirsdóttir og Ari Sigurðsson skyldu skipuð í embættin. „Sigríður Valgeirsdóttir hefur tekið við embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumörkunar. Hún lauk BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og doktorsprófi í sameinda- og frumulíffræði við læknadeild Uppsalaháskóla árið 1998. Sigríður lauk stjórnendaþjálfun á vegum Roche og London Business School árið 2011 og alþjóðlegri IPMA gráðu í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík árið 2013. Hún hefur m.a. starfað sem verkefnastjóri hjá Urði Verðandi Skuld, sem stjórnandi og framkvæmdastjóri hjá Nimblegen Systems of Iceland LLc / Roche Nimblegen og sem framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Roche Nimblegen á Íslandi. Þá starfaði Sigríður sem framkvæmdastjóri hjá Roche Dia Operations / Roche Pharma í Þýskalandi og sem verkefnastjóri hjá Decode Genetics á Íslandi. Frá árinu 2018 hefur hún verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra nýsköpunar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samhliða fyrri störfum hefur Sigríður einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, svo sem hjá lyfjafyrirtækinu EpiEndo Pharmaceuticals, Nopef (The Nordic Project Fund) og í Háskólaráði Háskóla Íslands. Ari Sigurðsson tekur við embætti sem skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni. Hann hefur lokið viðskiptafræði (cand.oecon.) frá Háskóla Íslands og MBA námi frá Norwegian Business School-B.I. í Osló. Ari, sem einnig er löggiltur verðbréfamiðlari, starfaði m.a. áður sem deildarstjóri hjá Sparibanka Íslands, fjármálastjóri Myllunnar-Brauða, framkvæmdastjóri Hjartaverndar og lána- og deildarstjóri hjá Íslandsbanka, áður Glitni banka. Þá hefur hann sinnt störfum og verkefnum á vegum Stjórnarráðsins, sem sérfræðingur í bankamálum við embætti sérstaks saksóknara og sem sérfræðingur á fjárlagaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Síðustu ár hefur Ari starfað sem fjármálastjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri fjármála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Skrifstofa framkvæmdar og eftirfylgni var sett á laggir við stofnun hins nýja háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis 1. febrúar sl. Helstu verkefni skrifstofunnar eru framkvæmd fjárlaga, samningagerð og samskipti við ríkisaðila. Skrifstofa stefnumörkunar var sett á laggir á sama tíma, en þar undir falla framtíðarsýn, fjármálaáætlun, frumvörp og alþjóðasamskipti. Báðar skrifstofur vinna þvert á málaflokka ráðuneytisins og fara þær sameiginlega með útfærslu á fjármálaáætlun og fjárlögum. Þá hefur Jón Vilberg Guðjónsson verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu. Skrifstofan fer með samhæfingu í starfi ráðuneytisins, annast samskipti við Alþingi og stofnanir þess og innri stjórnsýslu ráðuneytisins, mannauðsmál forstöðumanna stofnana ráðuneytisins, hefur yfirsýn og fylgist með starfi stjórna, nefnda og verkefnahópa á vegum ráðuneytisins. Þá heyrir skjalasafn og málaskrá ráðuneytisins undir skrifstofuna. Jón gegndi áður embætti skrifstofustjóra á skrifstofu háskóla og vísinda í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Jón Vilberg lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1988 og LL.M. prófi frá Queen Mary, Lundúnaháskóla, í hugverka- og upplýsingatæknirétti 1998. Hann hefur átt sæti í netöryggisráði, áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, verið ritari höfundaréttarnefndar og sinnt kennslu í alþjóðlegum höfundarétti, einkaleyfarétti og upplýsingatæknirétti á háskólastigi,“ segir á vef ráðuneytisins.
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira